Bændablaðið - 09.01.2020, Page 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 20204
FRÉTTIR
Samkvæmt reglum um inn
flutning á fersku kjöti sem tóku
gildi um áramótin bera innflytj
endur ábyrgð á að reglum um
salmonellu og kampýlobakter
sé fullnægt með vottun um að
svo sé. Vottanirnar sjálfar eru
svo á ábyrgð framleiðenda og
dreifingaraðila erlendis. Eftirlits
aðilar sem eru annaðhvort
Matvælastofnun eða Heilbrigðis
eftirlit sveitarfélaga hafa eftirlit
með að reglum um sýnatöku og
rannsóknir sýna sé fullnægt.
Krafa um frystiskyldu á inn
fluttu kjöti féll niður um síðustu
áramót auk þess sem núna má
flytja inn hrá egg. Innflytjendur
bera ábyrgð á að reglum um
salmonellu og kampýlobakter sé
fullnægt en staðfesting um að kjöt
af kjúklingum og kalkúnum sé
ekki smitað af kampýlóbakter og
samkvæmt viðbótartryggingum
að ekki hafi greinst salmonella
í eggjum, svína, nautgripa,
og alifuglakjöt er á ábyrgð
framleiðenda og dreifingaraðila
erlendis. Eftirlitsaðilar hafa eftirlit
með að sendingum sem berast
hingað til lands fylgi rétt skjöl og
að þau séu í lagi.
Eftirlitið hjá innflutningsaðila
Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðu
maður Neytendaverndar hjá
Matvælastofnun, segir að í kjölfar
breytinganna séu að eiga sér stað
ákveðnar breytingar á reglum um
innflutning á kjöti og eggjum.
„Mast er ekki lengur með svo
kallað innflutningseftirlit á vörum
eins og kjöti og eggjum þar sem
þessar vörur eru nú í frjálsu flæði
ef þær koma frá EESlöndum. Þess í
stað fer eftirlitið fram hjá þeim aðila
sem flytur inn vörurnar og sá sem
ætlar að flytja inn kjöt með viðbótar
tryggingum gagnvart salmonellu
þarf að tryggja að sýni sem tekin
eru uppfylli kröfur og staðfesta það
með viðeigandi skjölum sem eiga
að fylgja sendingum.“
Að sögn Dóru geta Íslendingar
farið fram á viðbótartryggingu
af þessu tagi vegna þess hversu
góð staðan í landinu er gagnvart
salmonellu í þessum afurðum.
„Það þýðir að við höfum feng
ið samþykkt að við megum gera
sömu kröfur til kjöts sem flutt er
til landsins og kjöts sem framleitt
er innanlands. Með öllum sending
um af kjöti til landsins þurfa því
að fylgja viðskiptaskjöl samkvæmt
Evrópureglugerð frá 2005 um við
bótartryggingu sem Svíþjóð og
Finnland fengu á sínum tíma og
Norðmenn og Danir fengu svo síðar.
Eitt af þessum skjölum er skjal þar
sem framleiðandinn erlendis lýsir
því yfir að það hafi verið tekinn
ákveðinn fjöldi sýna úr sendingu
samkvæmt reglugerð og að rann
sóknarniðurstöður sýni að þau hafi
reynst vera laus við salmonellu.“
Fjöldi sýna í
sendingu hefur aukist
Í reglugerðinni er kveðið á um
hversu mörg sýni eigi að rannsaka
með tilliti til salmonellu og er það
miðað við fjölda eininga í hverri
sendingu.
„Dæmi um þetta er að ef eining
arnar af alifuglum í sendingu eru
300 þá þurfa sýnin að vera úr að
minnsta kosti 55 einingum.“
Dóra segir að fjöldi sýna nú sé
meiri en hann var fyrir breytinguna
um áramótin en þá voru færri sýni
tekin úr sendingu.
„Við eru því í dag með betra
eftirlit með því að það finnist
salmonella í sendingunni en áður þar
sem í dag eru tekin fleiri sýni. Það
er þó ekki þar með sagt að það geti
ekki verið salmonella í sendingunni
þar sem rannsóknir á sýnum tryggja
eingöngu að hún hafi ekki verið í
þeim einingum sem voru tekin til
rannsóknar. Það má því segja að þrátt
fyrir að dekkun sendinganna sé góð
þá er hún ekki 100% örugg.“
Aukið eftirlit fyrstu
fjóra mánuði ársins
Eins og fyrr segir þá er sýnatakan
á ábyrgð framleiðenda /dreifingar
aðila kjötsins erlendis en fyrstu
fjóra mánuði ársins verður Mast
með svokallað aukið eftirlit með
innflutningi á kjöti í samvinnu við
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
„Tíminn verður einnig notaður
til að þjálfa fólk sem á að sinna
þessu eftirliti í framtíðinni. Auk
þess munum við taka sýni til sann
prófunar á að rannsóknarniður
stöður séu að gefa rétta mynd af
sendingum sem koma til landsins.
Við munum einnig skoða hvort
réttum aðferðum sé beitt við sýna
tökuna og hvort notaðar séu viður
kenndar rannsóknaraðferðir.“
Ávallt er ábyrgð innflytjenda
að tryggja að rétt skjöl fylgi og
að loknu tímabilinu með auknu
eftirliti mun eftirlitið beinast að því.
Tíðni verður byggð á áhættumati
og frammistöðu innflytjenda í að
uppfylla kröfur. Einnig verða teknar
stikkprufur á grundvelli áhættumats
af kjöti á markaði.
Íslenskar reglur gilda
um kampýlóbakter
Þegar kemur að hugsanlegu smiti af
völdum kampýlóbakter er ekki talað
um viðbótatryggingar því þar gilda
séríslenskar reglur.
„Staða Íslands hvað varðar
kampýlóbakter í alifuglum er
mjög góð og ein sú besta í heimi.
Vegna þess ákváðu stjórnvöld að
setja reglur sem segja að ef það á
að flytja inn ferska alifuglaafurðir
þá þarf framleiðandinn erlendis að
sýna fram á að kampýlóbakter hafi
ekki greinst í eldis, slátur eða
afurðasýni.“
Dóra segir að ekki þurfi að
taka nema þrjú sýni í sendingu
til að athuga með hugsanlegt
kampýlóbaktersmit því að sögn
dýralækna finnist sýkingin á annað
borð þá er líklegt að hún sé til staðar
í öllum eldishópnum.
Brotalamir í eftirliti má tilkynna
til framleiðslulandsins
„Reynist vera grunur um
brotalamir á skjölum sem fylgja
sendingum höfum við möguleika
á að tilkynna það til viðeigandi
eftirlitsaðila í landinu sem varan
kemur frá sem geta þá rannsakað
málið betur en við höfum tækifæri
til,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir,
forstöðumaður Neytendaverndar
hjá Matvælastofnun.
/VH
Eftirlit með innflutningi á kjöti og eggjum:
Framleiðendur erlendis ábyrgir
fyrir sýnatökum og rannsóknum
Landsmót hestamanna verður haldið á Hellu 6.–11. júlí 2020:
Öll bestu hross landsins á sama stað
Landsmót hestamanna 2020
verður haldið á Hellu dagana
6. til 11. júlí næstkomandi.
Framkvæmdastjóri mótsins segist
búast við að um 8.000 til 10.000
gestir komi á mótið.
Eiríkur Vilhelm Sigurðarson,
framkvæmdastjóri Landsmótsins,
segist ekki eiga von á öðru en að
þetta verði hörkumót og að nú
þegar sé búið að selja um 2.000
miða í forsölu en að hann eigi von á
8.000 til 10.000 gestum á Landsmót
hestamanna á Hellu í sumar.
Keppni og skemmtun
„Dagskrá mótsins er með hefðbundnu
sniði. Mótið stendur í sex daga, 6. til
11. júlí, og endar á laugardagskvöldi
með stórkostlegum úrslitum og í
framhaldinu kvöldvöku og dansleik.
Það er lagt upp með mikla skemmtun
allan tímann, hestakosturinn eins og
best verður á kosið og einnig verður
stórt markaðstjald, barnaleiksvæði
og skemmtidagskrá.“
Eiríkur segir að forkeppnir fyrir
Landsmótið fari fram í byrjun
næsta sumars hjá aðildarfélögum
Landssambands hestamanna á öllu
landinu og í gæðingakeppni sé því
háttað þannig að efstu hrossin frá
hverju félagi í hverjum flokki eiga
möguleika á að keppa á Landsmótinu.
„Meðal flokka sem keppt er í á
Landsmótinu eru barna, unglinga,
ungmenna og A og Bflokkur.
Einnig er keppt í tölti og skeiði og
svo sýning kynbótahrossa. Fyrir tölt
og skeið er bestu hrossum landsins
boðið eftir stöðulista og sama á við
varðandi kynbótasýningarnar. Það
verða því öll bestu hross landsins á
Landsmóti á Hellu.“
Gistiframboð gott
„Þrátt fyrir að Hella sé stórborg
á Suðurlandi tekur bæjarfélagið
miklum stakkaskiptum þann tíma
sem landsmótið stendur yfir og
íbúafjöldinn að minnsta kosti
áttfaldast. Hella er vel staðsett
fyrir svona mót. Gestir bæði koma
og fara, aðrir nýta sér tjaldsvæðið
á mótssvæðinu og auk þess er
gríðarlegt gistiframboð á svæðinu
sem hefur verið að aukast jafnt
og þétt síðustu ár,“ segir Eiríkur
Vilhelm. /VH
Eiríkur Vilhelm Sigurðarson. Frá Rangárbökkum þar sem Landsmót hestamanna 2020 mun fara fram.
TORT
INNHEIMTA SLYSABÓTA
Átt þú rétt á
slysabótum?
Við hjálpum þér
HAFÐU SAMBAND 511 5008
Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðu
maður Neytendaverndar hjá Matvæla
stofnun.
Með öllum sendingum af kjöti til landsins þurfa að fylgja viðskiptaskjöl
samkvæmt Evrópureglugerð frá 2005 um viðbótartryggingu sem Svíþjóð
og Finnland fengu á sínum tíma og Norðmenn og Danir fengu svo síðar.