Bændablaðið - 09.01.2020, Side 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 20208
Rekstur félagsins Atlantic
Leather á Sauðárkróki mun
hefjast á ný innan skamms, en
samnefnt félag fór í þrot á liðnu
hausti.
Hjónin Hallveig Guðnadóttir
og Hlynur Ársælsson eru nýir
eigendur Atlantic Leather og verður
Hallveig framkvæmdastjóri þess.
Láta frá sér gærusútunarbúnað
Starfsemi félagsins var tvíþætt,
annars vegar sinnti það sútun
fiskroðs og framleiðslu sjávar
leðurs og hins vegar voru gærur
sútaðar hjá félaginu. Hlynur segir
að sá þáttur starfseminnar verði
aflagður og tækjabúnaður því
viðkomandi verði seldur.
Nýir eigendur búa á höfuð
borgar svæðinu en Hlynur segir
þau staðráðin í að reka fyrirtækið
áfram á Sauðárkróki enda sé þar
fyrir hendi mikil reynsla og þekk
ing þegar að starfsemi af þessu tagi
kemur.
Hlynur hefur að baki langa
starfs reynslu innan sjávar
útvegsins, var m.a. lengi starfs
maður hjá Iceland Seafood, fram
kvæmdastjóri þess í Hamborg
um skeið og starfaði mikið að
markaðs og sölumálum.
„Bakgrunnurinn er í sjávar
útvegi. Ég hafði heyrt af þessu
fyrirtæki og þótti það áhugavert.
Þegar ég sá eignir þess auglýstar
til sölu eftir gjaldþrotið fannst mér
ómaksins vert að skoða hvort það
gæti verið áhugavert að kaupa.
Niðurstaðan var sú að það eru
margir möguleikar fyrir hendi
þegar kemur að sútun fiskroðs og
eftir að við fengum erlendan aðila
til liðs við okkur létum við slag
standa,“ segir Hlynur.
Áfram unnið við þróun
Hann segir að áfram verði haldið að
þróa aðferðir við sútun fiskroðs og
koma þeim á enn umhverfisvænna
stig en nú er. Forveri Atlantic
Leather var í samstarfi við
Evrópuverkefnið Horizion 2020 í
þeim efnum og verður framhald á
því að sögn Hlyns.
„Við höfum hug á því í
samvinnu við aðra að leggja
töluvert fé í áframhaldandi
rannsóknir og teljum að þær muni
skila sér til framtíðar litið,“ segir
Hlynur. /MÞÞ
Katrín Jakobsdóttir forsætis
ráðherra fjallaði m.a. um lofts
lagsmál í áramótaávarpi sínu í
Ríkissjónvarpinu. Hún sagði að
um allan heim hafi krafan um
aðgerðir gegn loftslagsvánni orðið
háværari í ár.
„Neyð hefur skapast víða um
heim vegna veðurfarsöfga; það eru
hitabylgjur, þurrkar, flóð og gróð
ureldar. Súrnun sjávar af völdum
loftslagsbreytinga hefur neikvæð
áhrif á vistkerfi hafsins. Þetta eru
alvarleg mál sem ógna tilveru okkar
og möguleikum komandi kynslóða.
En við getum tekist á við þetta og
hér á Íslandi bæði getum við og
eigum að leggja okkar lóð á vogar
skálar,“ sagði Katrín.
Hún sagði að nú þyrfti að láta
verkin tala, sem væri nú verið að
gera með því að fjárfesta í orku
skiptum og kolefnisbindingu, í
almenningssamgöngum og raf
væðingu hafna. Þá sé verið að
leggja aukna áherslu á rannsóknir
og nýsköpun í loftslagsmálum og
grænar ívilnanir og grænir skattar
munu hraða þessari þróun í rétta
átt. Katrín sagði svo:
„Í umhverfis og loftslagsmálum
hefur íslenskt atvinnulíf lagst á
árar með stjórnvöldum og sýnt
mikinn metnað á árinu, með eigin
markmiðum um kolefnishlutleysi.
Og síðan er það fólkið í landinu,
ekki síst unga fólkið, sem vill
snúa af braut vaxandi mengunar
og kolefnisframleiðslu. Það er
unga fólkið sem hefur brýnt
stjórnmálamenn til dáða og við
eigum að hlusta á skýrar raddir þess.
Til að leysa slík verkefni er ekkert
mikilvægara en von, bjartsýni og
dugnaður til að árangur náist. Þar
getur Ísland skipt máli með því að
láta rödd sína heyrast um allan heim
og það höfum við gert á þessu ári í
samvinnu við aðrar þjóðir sem hafa
lagt fram aðgerðaáætlanir í sínum
málum. Við munum halda áfram á
þeirri braut á nýju ári.“ /MHH
FRÉTTIR
Katrín kom víða við í nýársávarpi sínu en loftslagsmálin voru henni ofarlega
í huga enda eru þau mál málanna um allan heim. Mynd / Stjórnaráðið
Loftslagsmálin brenna
á forsætisráðherra
Egill Gautason, doktorsnemi við
Háskólann í Árósum, hefur í rúmt
ár unnið að erfðarannsóknum
á íslenska kúakyninu, þar sem
bæði erfðafræðilegur uppruni er
kannaður en einnig hver þróun
og áhrif skyldleikaræktarinnar
er hér á landi. Hann greindi frá
fyrstu niðurstöðunum nýverið
í grein, þar sem staðfest er að
íslenskar kýr eru norrænar að
uppruna og mest skyldar þremur
finnskum kúakynjum og sænsku
fjallakyni – af þeim kúakynjum
sem borin voru saman við það
íslenska. Þar kemur fram að
íslenski kúastofninn er eini stóri
og óblandaði stofninn meðal
þessara kynja sem gerir hann
afar sérstakan.
Aðalmarkmið verkefnisins
er hins vegar að innleiða erfða
mengjaúrval til að nota við
erfðamengjakynbætur fyrir
litla kúastofna og kemur í
kjölfar ályktunar aðalfundar
Landssambands kúabænda árið
2016 um að hagkvæmni slíks
fyrirkomulags yrði kannað.
Líklegast frá Noregi
Egill segir að einungis sé um
niðurstöður að ræða úr fyrsta hluta
verkefnisins, en það er styrkt af
Auðhumlu, Mjólkursamsölunni
og Kaupfélagi Skagfirðinga.
„Meginniðurstöðurnar eru að
íslenskar kýr eru norrænar að uppruna
og þar af leiðandi líklegast frá Noregi,
þær eru enn fremur erfðalega ansi
sérstæðar því innflutningur á öðrum
kúakynjum hefur nánast engin áhrif
haft á stofninn.
Þá er stofnbygging engin,“ segir
Egill.
Sýnt fram á sérstöðu
íslenskra kúa í fyrsta sinn
„Þessar niðurstöður koma ekki
beinlínis á óvart hvað skyldleikann
og stofnbygginguna varðar, þar
sem þær eru í samræmi við fyrri
niðurstöður. Fyrri rannsóknir hafa
bent til skyldleika við norskar kýr,
en skyldleiki íslenskra kúa við bresk
kyn hefur lítið verið rannsakaður.
Af þeim sökum rannsakaði ég
skyldleika við kúakyn frá Skotlandi,
Englandi og Írlandi, en fann ekkert
sem benti til skyldleika íslenskra
kúa við breskar kýr,“ segir Egill um
niðurstöðurnar.
„Mér vitanlega hefur ekki verið
sýnt fram á erfðalega sérstöðu
íslenskra kúa með óyggjandi hætti
fyrr en nú, en fyrri rannsóknir hafa
þó heldur bent til þess að þær hafi
lengi verið einangraðar. En nú eru
sem sagt komin gögn sem sýna fram
á þessa sérstöðu,“ bætir hann við.
Alveg nýjar niðurstöður um
nær engin innflutt áhrif
Að sögn Egils var í rannsókninni
einnig beint sjónum að mögulegri
blöndun íslenska stofnsins og
áhrifum innflutnings. „Þetta hefur
aldrei verið rannsakað og því um
algjörlega nýjar upplýsingar að
ræða. Það sem kemur kannski
mest á óvart er hversu hreinn
stofninn er og hversu lítil áhrif
eru af innflutningi annarra kynja
til landsins. Við töldum líkur á
að finna meiri áhrif frá rauðum
dönskum kúm, en fundum nærri
því engin áhrif. Það er samt dálítið
vandasamt að fjalla um þetta, því
að niðurstöðurnar geta líka bent
til innflutnings annarra kynja, sem
engar heimildir eru annars um.
En hafi sá innflutningur átt sér
stað, þá hefur hann engin teljanleg
áhrif haft á stofninn. Það þarf
meiri rannsóknir til að skera úr
um það. En meginniðurstaðan,
hvað áhrif innflutnings varðar,
er að íslenski stofninn er nærri
algjörlega óblandaður öðrum
kynjum.“
Engin teljandi stofnbygging
íslenska stofnsins
„Við rannsökuðum líka hvort
nokkra teljandi stofnbyggingu, eða
undirstofna, væri að finna innan
íslenska stofnsins – og fundum ekki.
Það kom alls ekki á óvart – og er í
samræmi við rannsókn Margrétar
Ásbjarnardóttur sem hún stóð að
árið 2010 ásamt fleirum. Það þýðir
það einfaldlega að kerfisbundinn
breytileiki er ekki til staðar, sem
væri til dæmis ef kýr á Austurlandi
væru frábrugðnar kúm annars staðar
á landinu. Það myndi síðan bjaga
kynbótamatið kerfisbundið.
Hins vegar sýndum við fram
á að það er samt sem áður dálítil
bygging í stofninum, sem útskýrist
af skyldleika gripa við þrjú naut,
Laska, Font og Stíg. Þessi einsleitni
stofnsins er frekar til bóta fyrir
kynbótastarfið, þar sem að meiri
bygging getur valdið skekkju á
kynbótamati.
Þessu til viðbótar birti ég síðan
þróun skyldleikaræktarstuðulsins
síðustu árin og útreikning á virkri
stofnstærð. Skyldleikaræktin hefur
aukist töluvert, en er samt ekki
kvíðvænlega mikil.
Niðurstöðurnar verða nýttar
við áframhaldandi rannsóknir á
íslenskum kúm, bæði hvað varðar
þróun skyldleikaræktar og áhrif
úrvals, auk þess sem niðurstöðurnar
varðandi skyldleika við önnur kyn
verða nýttar við rannsóknir á öryggi
erfðamengjakynbótamats fyrir
íslenskar kýr,“ segir Egill. /smh
Staðfest er í rannsókn Egils að íslenska kúakynið er mjög sérstætt og einsleitt, en skyldleikaræktin er samt ekki
kvíðvænlega mikil. Þetta er talið vera hagkvæmt fyrir kynbótastarfið. Mynd / MÞÞ
Egill Gautason.
Doktorsverkefni um erfðarannsóknir á íslenska kúakyninu:
Staðfest að uppruninn er norrænn og mestur
skyldleiki er við sænskt kúakyn og þrjú finnsk
– Nær engin áhrif af innfluttum kúakynjum á íslenska stofninn
Endurreisa starfsemi Atlantic
Leather á Sauðárkróki
– Búnaður til gærusútunar verður seldur