Bændablaðið - 09.01.2020, Síða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 202012
VOR – verndun og ræktun, félag
framleiðenda í lífrænum búskap,
og Landbúnaðarháskóli Íslands
hafa nú tekið saman höndum til
að efla rannsóknir í lífrænum
landbúnaði hér á landi. Í blað-
inu er nú auglýstur styrkur til
MS-nema á sviði jarðvegsrann-
sókna sem miða að því að kanna
jarðvegsheilsu og lífrræðilegan
fjölbreytileika jarðvegs í líf-
rænni ræktun.
Nokkuð hefur skort á rann
sóknum í lífrænni ræktun hérlend
is og þykir mikilvægt að kanna
áhrif hennar hér á landi í ljósi
nýrra áskorana í umhverfismál
um og mótun landbúnaðar í fram
tíðinni. Erlendis hafa rannsóknir
sýnt fram á margvíslega kosti líf
rænnar ræktunar m.t.t. vistkerfis
og sjálfbærni. Heilsa jarðvegs sé
almennt betri og jafnvel sé kolefn
isbinding meiri. Í samstarfi sínu
munu VOR og LbhÍ leita leiða til
að koma á rannsóknum og mæl
ingum á þeim lykilþáttum sem
snúa að samspili þessa ræktun
arforms og umhverfisverndar í
land búnaði.
FRÉTTIR
Þeir sem fengu starfsaldursviðurkenningarnar, ásamt Ágústi Jónssyni, rekstrarstjóra MS á Selfossi, sem afhenti
viðurkenningarnar. Hann er lengst til vinstri, svo kemur Rúnar, Reynir, Sigurður og Jónas. Myndir / MS Selfossi
MS á Selfossi:
Tók á móti 75 milljónum
lítra af mjólk árið 2019
– Fyrirtækið veitti starfsaldursviðurkenningar í lok árs
Bráðabirgðatölur sýna að mjólk-
urbúið á Selfossi tók á móti 75
milljónum lítra af mjólk árið 2019
frá kúabændum.
Hjá MS Selfossi starfa u.þ.b. 124
starfsmenn að bílstjórum meðtöld
um. Þann 30. desember síðastliðinn
var hefðbundið áramótakaffi haldið
fyrir starfsfólk MS Selfossi. Veittar
voru starfsaldursviðurkenningar og
starfsmenn sem létu af störfum á
árinu kvaddir.
Þeir sem fengu starfsaldurs
viðurkenningu voru Rúnar Þór
Sævarsson og Sigurður Hilmarsson
fyrir 20 ár. Reynir Þórisson fékk
viðurkenningu fyrir 30 ár og Jónas
Lilliendahl fyrir 40 ár. Þeir sem
létu af störfum í búinu á síðasta ári
eru Unnar Ólafsson eftir tæplega
35,7 ára starf, Elsa Jónsdóttir eftir
rúmlega 24 ára starf og Ólafur
Jóhannsson eftir rúmlega 8 ára
starf. /MHH
Þrír starfsmenn létu af störfum hjá MS Selfossi á árinu 2019 en þau eru hér
ásamt Ágústi, frá vinstri, Ólafur, Unnar og Elsa.
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, við Guðlaugu
eftir að verðlaunin höfðu verið afhent. Akraneskaupstaður sótti um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða árið 2017
og fékk 30 milljóna króna styrk til að hefjast handa við verkefnið. Markmið styrkveitingarinnar var að skapa nýtt
aðdráttarafl og styrkja þannig uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Mynd / Ferðamálastofa
Ferðamálastofa:
„Guðlaug“ fékk umhverfisverðlaunin 2019
Verkefnið „Guðlaug“, sem er heit
laug í grjótvörn við Langa sand á
Akranesi, er handhafi umhverfis-
verðlauna Ferðamála stofu árið
2019.
Verðlaunin voru afhent rétt fyrir
jól í blíðskaparveðri við Guðlaugu.
Verkið var unnið á árunum 2017–
2018 og samanstendur af útsýnis
palli, heitri laug og síðan grynnri
laug sem nýtur vatns úr yfirfalli efri
laugarinnar.
Vel að verki staðið
Mannvirkið er sagt það fyrsta sinnar
tegundar hér á landi og fellur vel
að þörfum útivistarsvæðisins við
Langasand, í miðjum grjótgarði
fyrir opnu hafi. Guðlaug er gott
dæmi um glæsilega framkvæmd þar
sem vel er að verki staðið og áhugi
heimamanna og fagaðila á að vanda
til verka augljós.
Guðlaug var formlega opnuð 8.
desember 2018. Guðlaug nýtur mikilla
vinsælda og hafa um 30 þúsund gestir
hvaðanæva að heimsótt laugina á
þessu rúmlega eina ári. /MHH
Verðlaununum var fagnað við Guðlaugu þar sem fulltrúar Akraneskaupstaðar,
Ferðamálastofu og aðrir sem tengjast verkefninu komu saman.
VOR og LbhÍ í samstarf
Á myndinni eru nokkur þeirra sem komu að mótun verkefnisins, þau
Kristján Oddsson, gjaldkeri VOR, og Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófess-
or í sjálfbærnivísindum við HÍ, Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, og
Snorri Baldursson, deildarforseti við auðlinda- og umhverfisdeild LbhÍ.
Wales - í landi rauða drekans
sp
ör
e
hf
.
Sumar 8
Stórbrotið landslag og keltnesk menning eru aðaleinkenni
áfangastaðar okkar, Wales. Ferðast verður um Norður-Wales,
áhugaverðir staðir skoðaðir og komið í fallega bæi og borgir,
svo sem Chester, Llandudno og Conwy. Einnig verður farið
um Snowdonia þjóðgarðinn og til borgar Bítlanna, Liverpool.
Ferðinni líkur í Manchester þar sem gaman er að skoða
mannlífið og borgina á eigin vegum.
9. - 15. júní
Fararstjóri: Árni Snæbjörnsson
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 168.800 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Skagabyggð kostaði lagningu þriggja fasa jarðstrengs:
Fjárfrek framkvæmd og enginn
opinber stuðningur
„Í ljósi atburða síðustu daga er
varða gríðarlegar rafmagns-
truflanir á Norðurlandi vill sveitar-
stjórn Skagabyggðar benda á að
almennt voru íbúar í Skagabyggð
vel settir hvað rafmagn varðar,“
segir í ályktun sem samþykkt var
á síðasta fundi sveitarstjórnar
Skagabyggðar.
Fram kemur einnig að það sé ljóst
að ástandið hefði orðið mjög alvar
legt á Skaga hefði rafmagnið ekki
verið í jörðu. Sveitarfélagið hefði
sjálft ráðist í lagningu 3ja fasa jarð
strengs samhliða ljósleiðaralagningu
á Skaga á árunum 2013–2014, norð
an Skagastrandar. Greiddi sveitarfé
lagið á fjórða tug milljóna í flýtigjald
til RARIK, ásamt því að kosta alla
plægingu strengsins. Framkvæmd
sem þessi er gríðarlega fjárfrek og
ekki fékkst stuðningur frá hinu opin
bera við hana, að því er fram kemur
í bókun sveitarstjórnar. /MÞÞ