Bændablaðið - 09.01.2020, Síða 12

Bændablaðið - 09.01.2020, Síða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 202012 VOR – verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap, og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa nú tekið saman höndum til að efla rannsóknir í lífrænum landbúnaði hér á landi. Í blað- inu er nú auglýstur styrkur til MS-nema á sviði jarðvegsrann- sókna sem miða að því að kanna jarðvegsheilsu og lífrræðilegan fjölbreytileika jarðvegs í líf- rænni ræktun. Nokkuð hefur skort á rann­ sóknum í lífrænni ræktun hérlend­ is og þykir mikilvægt að kanna áhrif hennar hér á landi í ljósi nýrra áskorana í umhverfismál­ um og mótun landbúnaðar í fram­ tíðinni. Erlendis hafa rannsóknir sýnt fram á margvíslega kosti líf­ rænnar ræktunar m.t.t. vistkerfis og sjálfbærni. Heilsa jarðvegs sé almennt betri og jafnvel sé kolefn­ isbinding meiri. Í samstarfi sínu munu VOR og LbhÍ leita leiða til að koma á rannsóknum og mæl­ ingum á þeim lykilþáttum sem snúa að samspili þessa ræktun­ arforms og umhverfisverndar í land búnaði. FRÉTTIR Þeir sem fengu starfsaldursviðurkenningarnar, ásamt Ágústi Jónssyni, rekstrarstjóra MS á Selfossi, sem afhenti viðurkenningarnar. Hann er lengst til vinstri, svo kemur Rúnar, Reynir, Sigurður og Jónas. Myndir / MS Selfossi MS á Selfossi: Tók á móti 75 milljónum lítra af mjólk árið 2019 – Fyrirtækið veitti starfsaldursviðurkenningar í lok árs Bráðabirgðatölur sýna að mjólk- urbúið á Selfossi tók á móti 75 milljónum lítra af mjólk árið 2019 frá kúabændum. Hjá MS Selfossi starfa u.þ.b. 124 starfsmenn að bílstjórum meðtöld­ um. Þann 30. desember síðastliðinn var hefðbundið áramótakaffi haldið fyrir starfsfólk MS Selfossi. Veittar voru starfsaldursviðurkenningar og starfsmenn sem létu af störfum á árinu kvaddir. Þeir sem fengu starfsaldurs­ viðurkenningu voru Rúnar Þór Sævarsson og Sigurður Hilmarsson fyrir 20 ár. Reynir Þórisson fékk viðurkenningu fyrir 30 ár og Jónas Lilliendahl fyrir 40 ár. Þeir sem létu af störfum í búinu á síðasta ári eru Unnar Ólafsson eftir tæplega 35,7 ára starf, Elsa Jónsdóttir eftir rúmlega 24 ára starf og Ólafur Jóhannsson eftir rúmlega 8 ára starf. /MHH Þrír starfsmenn létu af störfum hjá MS Selfossi á árinu 2019 en þau eru hér ásamt Ágústi, frá vinstri, Ólafur, Unnar og Elsa. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, við Guðlaugu eftir að verðlaunin höfðu verið afhent. Akraneskaupstaður sótti um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða árið 2017 og fékk 30 milljóna króna styrk til að hefjast handa við verkefnið. Markmið styrkveitingarinnar var að skapa nýtt aðdráttarafl og styrkja þannig uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Mynd / Ferðamálastofa Ferðamálastofa: „Guðlaug“ fékk umhverfisverðlaunin 2019 Verkefnið „Guðlaug“, sem er heit laug í grjótvörn við Langa sand á Akranesi, er handhafi umhverfis- verðlauna Ferðamála stofu árið 2019. Verðlaunin voru afhent rétt fyrir jól í blíðskaparveðri við Guðlaugu. Verkið var unnið á árunum 2017– 2018 og samanstendur af útsýnis­ palli, heitri laug og síðan grynnri laug sem nýtur vatns úr yfirfalli efri laugarinnar. Vel að verki staðið Mannvirkið er sagt það fyrsta sinnar tegundar hér á landi og fellur vel að þörfum útivistarsvæðisins við Langasand, í miðjum grjótgarði fyrir opnu hafi. Guðlaug er gott dæmi um glæsilega framkvæmd þar sem vel er að verki staðið og áhugi heimamanna og fagaðila á að vanda til verka augljós. Guðlaug var formlega opnuð 8. desember 2018. Guðlaug nýtur mikilla vinsælda og hafa um 30 þúsund gestir hvaðanæva að heimsótt laugina á þessu rúmlega eina ári. /MHH Verðlaununum var fagnað við Guðlaugu þar sem fulltrúar Akraneskaupstaðar, Ferðamálastofu og aðrir sem tengjast verkefninu komu saman. VOR og LbhÍ í samstarf Á myndinni eru nokkur þeirra sem komu að mótun verkefnisins, þau Kristján Oddsson, gjaldkeri VOR, og Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófess- or í sjálfbærnivísindum við HÍ, Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, og Snorri Baldursson, deildarforseti við auðlinda- og umhverfisdeild LbhÍ. Wales - í landi rauða drekans sp ör e hf . Sumar 8 Stórbrotið landslag og keltnesk menning eru aðaleinkenni áfangastaðar okkar, Wales. Ferðast verður um Norður-Wales, áhugaverðir staðir skoðaðir og komið í fallega bæi og borgir, svo sem Chester, Llandudno og Conwy. Einnig verður farið um Snowdonia þjóðgarðinn og til borgar Bítlanna, Liverpool. Ferðinni líkur í Manchester þar sem gaman er að skoða mannlífið og borgina á eigin vegum. 9. - 15. júní Fararstjóri: Árni Snæbjörnsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 168.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Skagabyggð kostaði lagningu þriggja fasa jarðstrengs: Fjárfrek framkvæmd og enginn opinber stuðningur „Í ljósi atburða síðustu daga er varða gríðarlegar rafmagns- truflanir á Norðurlandi vill sveitar- stjórn Skagabyggðar benda á að almennt voru íbúar í Skagabyggð vel settir hvað rafmagn varðar,“ segir í ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi sveitarstjórnar Skagabyggðar. Fram kemur einnig að það sé ljóst að ástandið hefði orðið mjög alvar­ legt á Skaga hefði rafmagnið ekki verið í jörðu. Sveitarfélagið hefði sjálft ráðist í lagningu 3ja fasa jarð­ strengs samhliða ljósleiðaralagningu á Skaga á árunum 2013–2014, norð­ an Skagastrandar. Greiddi sveitarfé­ lagið á fjórða tug milljóna í flýtigjald til RARIK, ásamt því að kosta alla plægingu strengsins. Framkvæmd sem þessi er gríðarlega fjárfrek og ekki fékkst stuðningur frá hinu opin­ bera við hana, að því er fram kemur í bókun sveitarstjórnar. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.