Bændablaðið - 09.01.2020, Side 14

Bændablaðið - 09.01.2020, Side 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 202014 HLUNNINDI&VEIÐI Það var hátíðisdagur í Grímsnes- og Grafningshreppi laugardaginn 14. desember síðastliðinn því þá var opnuð verslunin á Borg eftir að hafa verið lokuð í marga mánuði. Það er þau Þórður Ingi Guðnason og Björg Ragnarsson sem eiga reksturinn en húsið eiga Svanur Fannberg og Katrín Hjálmarsdóttir, sem eiga Litlu kaffistofuna. Þórður Ingi og Björg búa í Þorlákshöfn en hann vinnur á Sólheimum og hún mun sjá um að standa vaktina í versluninni. „Við erum mjög ánægð með þær viðtökur sem við höfum fengið enda hefur verið nóg að gera. Heimamenn og ferðamenn sem koma til okkar eru mjög ánægðir með að verslunin hafi verið opnuð á ný,“ segir Björg. Hægt er að kaupa allar nauð­ synja vörur í versluninni, auk gjafa­ vara og handverks eftir Björgu og vinkonur hennar. Opið er alla daga vikunnar frá kl. 9 til 18 yfir vetrar­ tímann og í sumar verður opið frá klukkan 9 til 22 alla daga vikunnar. /MHH Ungir sem aldnir í Grímsnes- og Grafningshreppi, ásamt ferðamönnum og sumarbústaðaeigendum, eru duglegir að koma við í versluninni á Borg hjá þeim Björgu og Þórði Inga og versla hjá þeim, hvort sem það er nammi, mjólk, brauð, kjöt eða eitthvað allt annað. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurland: Verslunin á Borg í Grímsnesi opnuð á ný Mikil ánægja er með opnun verslunarinnar á Borg á ný eftir að hún hafði verið lokuð í fleiri mánuði. FRÉTTIR Hörgársveit: Heimavist Þelamerkurskóla breytt í allt að 9 leiguíbúðir Fyrsti þáttur í nýju sameigin- legu verkefni Hörgársveitar og ríkisins og snýr að húsnæðis- uppbyggingu í sveitarfélaginu felur í sér breytingu á húsnæði að Laugalandi á Þelamörk þar sem áður var heimavist fyrir Þelamerkurskóla en verður breytt í hagkvæmt íbúðarhúsnæði. Ásmundur Einar Daðason félags­ og barnamálaráðherra og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit, undirrituðu síðla nýliðins árs viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að húsnæðisupp­ byggingu í Hörgársveit. Með þessu verkefni er gert ráð fyrir að fjölga megi leiguíbúðum í sveitarfélaginu um allt að níu. Spennandi kostur að nýta eldra húsnæði Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að fjölga eigi leiguíbúðum í sveitarfélaginu en mikill skortur hefur verið á húsnæði í Hörgársveit um lengri tíma meðal annars vegna nálægðar við Akureyrarbæ, þar sem mikill vöxtur hefur verið undanfarin ár. „Það er spennandi kostur að nýta húsnæði sem fyrir er í sveitarfélaginu til þess að fjölga íbúðum í stað þess að láta það standa óhreyft og byggja nýtt, sagði Ásmundur Einar við undirritunina. Íbúðalánasjóður veitir þriggja milljóna króna þróunarstyrk Íbúðalánasjóður mun einnig koma að útfærslu verkefnisins og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitar­ félaginu til þriggja milljóna króna styrk til þróunar þess. Styrkurinn er veittur sem hluti af sérstöku tilrauna­ verkefni sjóðsins, sem snýr að því að örva húsnæðisuppbyggingu utan suðvesturhorns landsins og bregðast við erfiðu ástandi á húsnæðismark­ aði, ekki hvað síst á landsbyggðinni. „Að undanförnu hefur sams konar verkefnum verið ýtt úr vör víða á landsbyggðinni og eru fleiri í farvatn­ inu. Eftir langvarandi stöðnun þykir mér afar ánægjulegt að fylgja þeim úr hlaði á hverjum stað fyrir sig. Ég hef lagt ríka áherslu á að húsnæð­ isskortur standi ekki atvinnuupp­ byggingu á landsbyggðinni fyrir þrifum og bind vonir við að þessar aðgerðir styrki atvinnulíf hringinn í kringum landið,“ segir Ásmundur Einar. /MÞÞ Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Axel Grettisson, oddviti Hörgársveitar, við undirritun viljayfirlýsingarinnar. Bænda 23. janúar Loftslagsvænn landbúnaður Námskeið fyrir bændur Í febrúar verða haldin heilsdags námskeið í loftslagsvænum landbúnaði víða um land. Þar mun bændum og öðrum landeigendum gefast kostur á að efla þekkingu á loftslagsmálum. Farið verður yfir aðgerðir til að draga úr kolefnisspori landbúnaðarins, með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun, auk kolefnisbindingar. Kennarar á námskeiðinu koma frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslunni og Skógræktinni. Námskeiðsstaðir verða ákveðnir með tilliti til fjölda skráninga á hverju svæði. Mikilvægt er að áhugasamir skrái sig sem fyrst í gegnum heimasíðu RML, rml.is til að hafa áhrif á hvaða námskeiðsstaðir verða fyrir valinu. Nánari upplýsingar á rml.is og í síma 516-5000 Ríflega hundrað hross fórust í fárviðrinu í desember Nú liggur fyrir að ríflega 100 hross fórust í hamfaraveðr- inu sem gekk yfir Norðurland vestra dagana 10.–12. des- ember 2019. Þetta eru mestu afföll á hrossum í áratugi og svarar til um 0,5% þeirra 20.000 hrossa sem ætla má að hafi verið á útigangi á þessu landsvæði. Samkvæmt upplýsing­ um MAST fórust hross á 46 bæjum, þar af 29 í Austur­ Húnavatnssýslu (61 hross), 9 í Vestur­Húnavatnssýslu (20 hross) og á 8 bæjum í Skagafirði (22 hross). Oftast var um að ræða eitt til fjög­ ur hross á hverjum bæ, sem gerir að meðaltali 2 hross á bæ. Dreifingin endurspeglar að afföllin verða ekki rakin til óviðunandi aðbúnaðar eða undirbúnings á ein staka bæjum en ljóst má vera að veðrið kom mishart niður á svæðum innan landshlutans. Hross á öllum aldri fórust í óveðrinu; 29 folöld, 34 trippi og 30 hryssur, en einnig drápust 15 hestar, flestir full­ orðnir. Hryssurnar voru sömuleiðis í flestum tilfellum í eldri kantinum og því má segja að elstu og yngstu aldurshóparnir hafi orðið verst úti í óveðrinu. Algengast var að hross hefði hrakið undan veðri í skurði, girðingar eða aðrar hættur en einnig fennti hross sem stóðu í skjóli, þ.m.t. hross sem rekin höfðu verið sérstaklega í skjól og gefið þar. Dæmi voru um tveggja metra snjódýpt niður á hræin, en gríðarlegir skafl­ ar mynduðust hvar sem skjól var að finna. Almennt séð var harðara á hrossum á jörðum nærri ströndinni á meðan hross sem stóðu hærra í landinu sluppu mun betur, líklega vegna þess að þar var kaldara og ekki hlóðst á þau ís með sama hætti. Afar óvenjulegt er að saman fari svo hart norðanáhlaup með mikilli úrkomu og hitastigi við frostmark. Veðurskilyrðin leiddu til þess að slydda lagðist á hrossin og fraus þar. Hrossin urðu klömbruð og þung sem gerði þeim erfiðara fyrir að standa af sér þá langvarandi stórhríð sem á eftir fylgdi þar sem veðurhæðin náði styrk fellibyls á köflum. Skjól kom ekki að gagni þar sem aðstæð­ ur voru verstar og átti það jafnt við um manngerða skjólveggi og náttúrulegt skjól. Hross voru alla jafna í góðu standi fyrir áhlaupið enda hafði haustið verið hagfellt hrossum á útigangi. /HKr. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, var meðal þeirra sem misstu hross í óveðrinu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.