Bændablaðið - 09.01.2020, Page 18

Bændablaðið - 09.01.2020, Page 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 202018 HROSS&HESTAMENNSKA Glæsilegur hópur afreksknapa Léttis í barna og unglingaflokkum sem heiðraðir voru í hófinu. Myndir / Hestamannafélagið Léttir Hestamannafélagið Léttir: Afreksknapar í flokki barna og ungmenna Sandra Björk Hreinsdóttir var útnefnd afreksknapi Hestamannafélagsins Léttis í barnaflokki í hófi sem efnt var til á dögunum. Í öðru sæti varð Áslaug Lóa Stefánsdóttir og Heiða María Arnardóttir í því þriðja. Allar áttu þessar stúlkur góðu gengi að fagna á liðnu ári og þótt aldur þeirra sé ekki hár eru þær nú þegar komnar með þó nokkra reynslu í keppni. Þær stóðu sig einnig allar vel á árinu 2019 og þykja miklir efnisknapar. Afreksknapi Léttis í ung- lingaflokki er Egill Már Þórsson, Margrét Ásta Hreinsdóttir varð í öðru sæti og Auður Karen Auðbjörnsdóttir í þriðja. Öll þrjú áttu góðu gengi að fagna á liðnu ári og miklar væntingar til að framhald verði þar á. Í hófinu var einnig tilkynnt um titilinn gæðingaknapi ársins 2019 í barna- og unglingaflokkum hjá Létti en Emla Lind Ragnarsdóttir hlaut titilinn í barnaflokki og Margét Ásta Hreinsdóttir í ung- lingaflokki. /MÞÞ Gæðingaknapar ársins 2019 hjá Létti. Frá vinstri: Embla Lind Ragnarsdóttir í barnaflokki og Margrét Ásta Hreinsdóttir í unglingaflokki. Afreksknapar Léttis í barnaflokki 2019. Frá vinstri: Sandra Björk Hreinsdóttir, afreksknapi Léttis 2019 í barnaflokki. Áslaug Lóa Stefánsdóttir sem varð númer 2 og Heiða María Arnardóttir númer 3. Afreksknapar Léttis í unglingaflokki. Frá vinstri: Margrét Ásta Hreinsdóttir sem var í öðru sæti. Þá Egill Már Þórsson sem var afreksknapi Léttis 2019 í unglingafokki fjórða árið í röð og lengst til hægri er Auður Karen Auðbjörns- dóttir sem lenti í þriðja sæti. Bænda 23. janúar 56-30-300 Tímarit Bændablaðsins – Auglýsingapantanir má senda á netfangið: gudrunhulda@bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.