Bændablaðið - 09.01.2020, Síða 22

Bændablaðið - 09.01.2020, Síða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 202022 TÆKNI&VÍSINDI UTAN ÚR HEIMI Stærsta kolaorkuver Þjóðverja verður gangsett næsta sumar – Fjölmiðlar segja þetta til marks um hroka og hræsni í loftslagsmálum Samkvæmt fréttum frá Reuters, Frankfurter Allgemeine Zeitung og Tagesspiegel gáfu þýsk yfirvöld þann 30. október grænt ljós á að ljúka byggingu Datteln 4 kola- orkuversins sem er í eigu stór- fyrirtækisins Uniper Kraftwerke GmbH og verður það tengt við raforkukerfi Þýskalands. Þetta er þvert á fullyrðingar um sérlega göfug markmið meðal aðildarþjóða Evrópusambandsins um að draga úr brennslu kola til raforkuframleiðslu. Þessum mark­ miðum ESB hefur einmitt verið kröftuglega flaggað af sumum stjórnmála öflum, m.a. á Íslandi, sem telja markmið ESB í loftslagsmálum sérlega áhugaverð til eftirbreytni fyrir Íslendinga. Áður höfðu þýsk yfirvöld gefið út að þau „íhuguðu“ að loka kola­ orkuverum með nærri 5 gígawatta raforkuframleiðslu. Þá var jafnframt rætt um að raforkan frá Datteln 4 verinu færi ekki inn á raforkudreifi­ kerfið. Heimild þýskra yfirvalda um að ljúka byggingu þessa orkuvers ómerkir því fyrri vangaveltur og yfirlýsingar, en Þjóðverjar framleiða nú um 40% af sinni raforku með kolum. Skapar sú starfsemi þúsund­ ir starfa í kolaiðnaði sem yfirvöld geta trauðlega horft framhjá, þrátt fyrir orðskrúð um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í eigu fjölþjóðlegs fyrirtækis Fyrirtækið Uniper Kraftwerke GmbH, sem er eigandi Datteln 4 kolaorkuversins, er fjölþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í yfir 40 löndum, m.a. í gengum fyrirtæki sitt Unipro í Rússlandi. Uniper, sem er með höfuðstöðvar í Düsseldorf í Þýskalandi, er skráð á hlutabréfa­ markaði í Frankfurt, en stærsti hlut­ hafinn er finnska orkufyrirtækið Fortum sem á þar 49,99% hlut. Verður stærsta kolaorkuver Þýskalands Áætlað er að Datteln 4 kolaorkuverið sem Uniper er að reisa í Þýskalandi muni kosta um 1,5 milljarða evra. Þetta á að vera mjög fullkomið kolaorkuver með tiltölulega hreinan bruna. Raforkuframleiðslugeta versins verður um 1.052 megawött og verður þar með stærsta kola­ orku ver Þýskalands. Auk þess munu 380 MW falla til sem hitaorka til húshitunar. Áætlað er að hægt verði að breyta 413 MW af orkunni í 16,7 Hertz (rið) sem deilt yrði um 110 kílóvolta streng til að knýja rafknúnar járnbrautalestar Deutsche Bahn sem annars ganga á 15 kílóvoltum. Bygging versins hefur staðið yfir síðan 2007 og átti það upphaf­ lega að taka til starfa 2011. Nú er gert ráð fyrir að verið taki til starfa um mitt ár 2020. Er grænt ljós á byggingu versins þvert á yfirlýsingar þýskra stjórnvalda um að hætta framleiðslu raforku með brennslu kola fyrir árið 2038. Enda hafa fjölmiðlar sagt þetta dæmi um hroka og hræsni stjórnvalda í loftslagsmálum. Endurbætur og uppbygging á fjölda kolaorkuvera Ný kolaorkuver og endurbætt losa vissulega mun minna af mengandi efnum en eldri kolaorkuver. Í þeim er eigi að síður brennt kolum sem losa mjög mikið af CO2. Auk byggingar Datteln 4 kolaorkuversins má nefna 750 megawatta Trianel kolaorkuver í Lünen í Norður Rhine­Westphali sem tekið var í gagnið 2013. Einnig má nefna endurbyggða Moorburg orkuverið í Hamborg sem lokið var við 2015 og skilar 8,7 milljónum tonna af gróðurhúsa­ lofttegundum út í andrúmsloftið á hverju ári. Þá má nefna Stade orkuverið nærri Hamborg sem hannað er af DowDuPont. Einnig endurbætt Schkopau kolaorkuverið nærri bænum Halle í austanverðu Þýska­ landi sem er í 58,1% eigu Uniper Kraftwerke og 41,9% eigu Saale Energie GmbH í Schkopau. Það kolaorkuver framleiðir um 5 terawattstundir (TWh) af raforku úr 4,7 milljónum tonna af kolum á ári. Þau kol eru flutt um 40 km leið með járbrautalestum frá MIBRAG Proven kolanámunni sem stóð til að loka 2021. /HKr. Endurbyggða Moorburg kolaorkuverið í Hamborg. Trianel kolaorkuverið í Lünen í Norður Rhine-Westphali sem tekið var í gagnið 2013. Þýsk yfirvöld gáfu þann 30. október grænt ljós á að ljúka byggingu Datteln 4 kolaorkuversins sem er í eigu stór- fyrirtækisins Uniper Kraftwerke GmbH. MIBRAG Proven kolanáman í austan verðu Þýskalandi sem stóð til að loka 2021, en fóðrar nú m.a. Schkopau kolaorkuverið nærri bænum Halle. Eurostat og ávaxtaframleiðsla í ESB-löndunum: Framleiddar voru 6,6 milljónir tonna af appelsínum 2018 Appelsínuuppskera aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) nam 6,5 milljónum tonna árið 2018. Þetta var mesta framleiðsla síðan 2010 og kom meirihlutinn frá Spáni, eða 3,6 milljónir tonn, sem er 56% af heildar appelsínuupp- skeru ESB-landanna. Aðeins örfá ríki Evrópu sam­ band sins hafa heppilegt loftslag fyrir appelsínurækt. Fyrir utan Spán voru helstu framleiðslulöndin Ítalía með1,6 milljónir tonna, eða 24% af heildarframleiðslunni. Síðan kom Grikkland með 0,9 milljónir tonna, eða 14%, að því er fram kemur í nýjum tölum Eurostat sem birtar voru 3. janúar síðastliðinn. Appelsínur voru ræktaðar á tæp­ lega 274.000 hekturum árið 2018, en rúmur helmingur alls svæðisins var á Spáni, eða 140.000 hektarar. Á Ítalíu var næsthæsta svæðið undir framleiðslu appelsína, eða 83.000 hektarar, eða 30% af heildinni. Þá kom Grikkland með 32.000 hekt­ ara sem er 12% af heildarrækt­ unarsvæði á appelsínum í ESB­ löndunum. /HKr. Spænskar appelsínur. Sauðfjárbændur athugið ! Opið er fyrir umsóknir þeirra sem hafa hug á að fækka fé skv. aðlögunarsamningi í sauðfjárrækt (reglugerð 1253/2019, VII. kafli). Þeir sem njóta opinberra greiðslna vegna sauðfjárræktar geta sótt um hafi þeir áform um að fara út í aðra starfsemi og ætli að fækka ásettu fé um 100 kindur eða meira. Fjöldi samninga er takmarkaður, en komi til umframeftirspurnar njóta umsækjendur sem hyggjast fara út í verkefni tengd sauðfjárafurðum forgangs, ásamt þeim framleiðendum sem hyggjast hætta sauðfjárbúskap alfarið. Framleiðnisjóður landbúnaðarins, FL, tekur við umsóknum, forgangsraðar sé þess þörf og sér um samningagerð við framleiðendur. Sækja skal um á þar til gerðu eyðublaði sem má nálgast á vefsvæði sjóðsins, www.fl.is, undir flipanum „AÐLÖGUNARSAMNINGAR Í SAUÐFJÁRRÆKT.“ Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar n.k. Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes, bæði á rafrænu formi á netfangið fl@fl.is OG með hefðbundnum pósti. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri FL, Sigríður Bjarnadóttir, í síma 430-4300.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.