Bændablaðið - 09.01.2020, Page 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 202030
Á Íslandi tengjast valhnetur
óneitanlega jólunum og algengt
að fólk láti þær og aðrar
hnetur í skál til skrauts og átu.
Erlendis tengjast þær þjóðtrú
og goðafræði margra landa. Í
Róm til forna var þeim hent
fyrir fætur brúðhjóna til að
auka frjósemi þeirra og víða var
talið nauðsynlegt að berja stofn
valhnotutrjáa með lurki til að
auka uppskeru þeirra.
Samkvæmt FAOSTAD, töl-
fræðideild Matvæla- og landbún-
aðarstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, var framleiðsla á valhnetum
í skel rúm 3,8 milljón tonn árið
2017.
Kína var langstærsti fram-
leiðandi valhneta í heiminum
árið 2017 með rúm 50%, eða ríf-
lega 1,9 milljón tonn, Bandaríki
Norður-Ameríku eru í öðru sæti
með framleiðslu upp á 571 þús-
und tonn, eða 15% framleiðsl-
unnar, og Íran í því þriðja með
tæp 350 þúsund tonn, um 9%. Því
næst koma Tyrkland, Mexíkó og
Úkraína með 210, 147 og rúm 108
þúsund tonn.
Samkvæmt upplýsingum á
vef Hagstofu Íslands voru flutt
inn 3.837 kíló af nýjum og
þurrkuðum valhnetum og 43 tonn
og 624 kílóum betur af nýjum
og þurrkuðum valhnetukjörnum
árið 2018. Af hvoru tveggja var
flutt inn mest frá Bandaríkjum
Norður-Ameríku, eða 838 kíló af
heilum hnetum, og rúm 26 tonn
af kjörnum. Talsvert var einnig
flutt inn af valhnetukjörnum frá
Indlandi, Úkraínu og Moldóvu og
í minna mæli frá öðum löndum
eins og Búlgaríu, Víetnam og
Taílandi svo dæmi séu tekin.
Auk þess sem valhnetur eru
fluttar inn sem íblöndunarefni með
öðrum matvælum og vörum.
Ættkvíslin Juglans
Innan ættkvíslarinnar Junglans
teljast 21 tegund trjáa sem
finnast aðallega á tempraða belti
norðurhvels jarðar. Ólíkar tegundir
finnast villtar í Gamla heiminum
allt frá Suðaustur-Evrópu til Japans
og í Nýja heiminum frá Kanada til
Kaliforníu og suður til Argentínu.
Allar tegundirnar eru lauffellandi
en ólíkar tegundir 10 til 50 metrar
að hæð, yfirleitt einstofna og með
öfluga stólparót með hliðarrótum.
Börkurinn grárauðbrúnn og verður
hrjúfur með aldrinum. Blöðin
dökkgræn, smátennt, samsett,
gagnstæð og allt að 20 til 90
sentímetrar að lengd. Smáblöðin
5 til 25 eftir tegundum. Plantan er
vindfrjóvgandi og tvíkynja en karl-
og kvenblómin ólík. Karlblómin
smá og mörg saman í drjúpandi
tíu sentímetra löngum reklum á
lauflausum annars árs greinum.
Kvenblómin græn, færi en stærri
og standa blómbotninn og frævan
út úr blaðöxlum smáblaðanna. Eftir
frjóvgun myndast grænt steinaldin
með mjúku yfirborði utan um hart
og hrukkótt tvíhólfa fræ sem kallast
valhneta, þrátt fyrir að samkvæmt
skilgreiningu grasafræðinnar sé ekki
um hnetu að ræða, og inn í því er
valhnetukjarninn.
Langlíflegust valhnotutré verða
200 ára og rúmlega það.
Tegundirnar J. nigra og J. regia
Allar tegundir ættkvíslarinnar eru
nýttar bæði til viðarframleiðslu og
til framleiðslu á hnetum en tvær
þeirra, J. nigra og J. regia, eru mest
nytjaðar.
Juglans nigra er upprunnin í
austurhluta Norður-Ameríku og
vex frá Kanada suður til Flórída og
Texas og getur náð 130 ára aldri.
Stofninn beinvaxinn 30 til 40 metra
hár í þéttum skógi en oft lægri og
sverari á trjám sem vaxa ein og
sér, börkurinn grásvartur, hrjúfur
og hrukkóttur og með tígullaga
flögum. Brum ljós og fínhærð um
átta millimetrar að lengd, laufið
dökkgrænt, samsett, 30 til 60
sentímetrar að lengd með 15 til 23
smáblöð sem eru 7 til 10 sentímetra
löng og 2 til 3 að lengd, oddmjó og
fíntennt. Tvíkynja karlblómin á 8
til 10 sentímetra löngum reklum,
kvenblómin 2 til 5 saman í hnapp.
Myndar smá steinaldin. Plantan
gefur, að fræinu undanskildu, frá
sér sterka og einkennandi lykt.
Tréð, sem kallast svört valhnota,
er vinsæll dökkbrúnn harðviður sem
er auðveldur í vinnslu auk þess sem
fræin eru nýtt. Þrátt fyrir að rætur og
lauf valhnotutrjáa gefi frá sér efna-
sambönd sem fæla frá sér og drepa
meindýr og koma í veg fyrir spírun
annarra plantna í nágrenni við það
eiga trén undir högg að sækja vegna
sjúkdóms sem leggst á reklana og
dregur úr blómgun.
Svört valhnotutré blómstra og
mynda aldin á fjórða til sjötta ári en
aldinmyndun er óregluleg og geta
liðið mörg ár milli góðra aldinára.
Í Norður-Ameríku eru íkornar dug-
legir við að bera með sér fræ svartra
valhnota og grafa í jörð til geymslu.
Fræ sem gleymast spíra síðan og
verða að nýjum trjám.
Juglans regia er upprunnið í Mið-
Asíu, frá Vestur-Kína, Kasakstan,
Úsbekistan, suðurhéruðum
Kirgisistan, lághéruðum Nepal,
Bútan og Tíbet niður í gegnum
Indland til Sri Lanka og vestur um
Afganistan, Túrkmenistan, Íran,
Georgíu til austurhéraða Tyrklands.
Mest finnst af tegundinni í
Kirgisistan þar sem hún myndar
samfellda skóga í eitt til tvö þús-
und metra hæð. Þar er líka að finna
mikið af erfðafræðilega ólíkum
trjám sem bera blöð sem eru ólík
að lögun og fræ með ólíku bragði.
HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS
Valhnetur, syndaflóðið og frjósemi
Vilmundur Hansen
vilmundur@bondi.is
Valhneta í aldinhýði.
Valhnotutré eru krónumikil og geta ná 35 metra hæð.
Við uppskeru eru aldinin hrist af trjánum og síðan sópað upp með þar til
gerðum tækjum.