Bændablaðið - 09.01.2020, Side 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 2020 31
Valhnotutré, eins og tegundin
J. regia kallast á íslensku, nær allt
að 35 metra hæð með stofni sem
verður um tveir metrar að þvermáli.
Krónan er yfirleitt mikil nema þar
sem trén vaxa þétt. Börkurinn er
sléttur og ólífugrænn á ungum
trjám en verður silfurgrár og
grófari með aldrinum. Laufblöðin
eru gagnstæð og samsett, 24 til 40
sentímetrar að lengd og með 5 til
9 gagnstæðum smáblöðum sem
eru 5 til 8 sentímetrar að lengd og
smátennt. Blómin vindfrjóvgandi
og í rektum, kvenreklarnir
drjúpandi en karlreklarnir uppréttir.
Eftir frjóvgun myndar tréð grænt
steinaldin með einni brúnni tvíhólfa
hnetu með stóru fræi.
Fjöldi yrkja J. regis er í ræktun
og er 'Buccaneer' algengast. Yrkið
sem er sjálffrjóvgandi blómgast yfir
langan tíma og gefur mikið af sér
auk þess sem það er góður frjógjafi
fyrir önnur yrki. Af öðrum yrkj-
um í ræktun má nefna 'Purpurea'¸
'Allegheny'¸ 'China-B'¸ 'KY Giant'
og 'Hansen'.
Nafnaspeki
Latneska ættkvíslarheitið Juglans
kemur úr latínu, jūglans, sem er
gamalt heiti valhnetutrjáa. Heitið
tengist guðinum Júpíter og val-
hnetur helgaðar honum, Jōvis glans.
Tegundarheitið regia tengist drottn-
ingum en nigra þýðir svart.
Á ensku gengur tegundin J.
regia undir ýmsum heitum eins og
evrópsk, persnesk, ensk, Karpatíu,
Madeira eða ordinary walnut. Enska
heitið walnut kemur úr gamalli
ensku wealhhnutu, og þýðir erlend
hneta, wealh erlent og hnutu hneta,
þar sem þær voru fluttar til Englands
frá Ítalíu.
Í Ástralíu og Suður-Afríku kall-
ast valhnotutré persnesk valhneta.
Á mandarín-kínversku kallast
ræktaðar valhnetur „hú táo“ eða Hu
perur. Heitið Hu perur eða perur
barbaranna bendir til þess að tréð
hafi borist til Kína úr norðri eða
norðvestri frá landi barbaranna.
Í Mexíkó kallast þær nogal de
Castilla og vísar heitið til að þar í
landi sé tréð tengt Castile-héraði á
Spáni og flutt inn þaðan.
Á ítölsku kallast hún noce,
á spænsku nuez, frönsku noyer
commun eða noix, hollensku
okkernoot eða noteboom og á þýsku
walnuß, nußbaum eða walnußbaum.
Finnar kalla valhnetur, saksanpähk-
inä, Svíar valnöt, Norðmenn valnøtt
og Danir valnød.
Á íslensku þekkjast heitin val-
hnot, valhneta og valhnetutré.
Saga og útbreiðsla
Á fjögur þúsund ára gömlum
leirtöflum frá Mesópótamíu
segir að valhnotutré hafi vaxið í
svalagörðunum í Babýlon. Þeirra
er einnig getið sem matar í lögum
Hammúrabín sem talið er að séu frá
því um 1750 fyrir Krist.
Samkvæmt Þeophrastus, uppi
371 til 287 fyrir Krist, sem kall-
aður er faðir grasafræðinnar, var
það Alexander mikli sem flutti með
sér valhnotutré eða fræ frá Persíu
til Makedóníu og Grikklands á
fjórðu öld fyrir Krist. Þaðan barst
svo plantan til landanna kringum
Miðjarðarhafið, Norður-Afríku
og norður eftir Evrópu með
Rómverjum.
Tegundin J. regia hefur hugsan-
lega borist til Kína og Austurlanda
fjær með kaupmönnum eftir
Silkileiðinni fyrir rúmlega 2000
árum og þar hefur hún víða aðlagast
vel í náttúrunni og gert sig heima-
komna. Það voru svo enskir inn-
flytjendur til Norður-Ameríku sem
báru tegundina með sér vestur um
haf á 17. öld.
Nytjar
Viður og hnetur bæði J. nigra og
J regia er nýttur. Kjarnviðurinn
er grá- til dökkbrúnn með dökk-
eða svarbrúnum, oft bylgjuðum
rákum. Viðurinn þykir góður og
notaður í smíði vandaðra húsgagna
og innréttinga. Hann er vinsæll í
byssuskefti og til útskurðar og
skreytinga. Eftirsóttur hnotspónn
er unninn úr rótinni og neðsta hluta
stofnsins.
Í 100 grömmum af valhnetum
eru 654 kalóríur, 4% vatn, 14%
kolvetni, 15% prótein og 65% fita,
auk þess sem í þeim er slatti af
B-vítamínum.
Valhnetur eru olíuríkar og
þeirra neytt bæði ferskra og sem
íblöndun í rétti. Nytjar á kjörn-
um eru breytilegar eftir löndum.
Á Bretlandseyjum eru óþroskað-
ir kjarnar pæklaðir í ediki en í
Bandaríkjum Norður-Ameríku eru
valhnetukjarnar geymdir í sýrópi.
Ítalir bragðbæta líkjöra sem kallast
Nocion og Nocello með valhnetu-
kjörnum. Salsa di Noci pastasósa
frá Lígúría á Ítalíu og margar sósur
í georgískri matarhefð eru bragð-
bættar með valhnetum. Indverjar
nota þær mikið í matargerð.
Hnetuskel J. nigra er hörðust
allra valhnotutrjáskelja og hefur
hún mulin verið notuð sem íblöndun
í alls konar hreinsiefni. Meðal
annars er hún notuð til að hreinsa
mjúka málma, fíbergler, harðplast,
timbur og grjót. Fínmulin skel er
notuð þegar hlutir eru hreinsaðir og
skornir með loftþrýstingi og fyrr á
tímum var mulningurinn notaður til
að hreinsa vélar í bifreiðum og flug-
vélum. Mulin valhnetuskel þykir
einkar góð þegar hreinsa á grafittí
af veggjum.
Steinsmiðir á Bretlandseyjum
notuðu valhnetuskeljar sem
augnhlífar á fyrri hluta síðustu aldar.
Borað var gat í skeljarnar eftir að
þær voru klofnar og síðan voru þær
festar saman eins og gleraugu til
að varna því að steinflísar hrykkju
í augun.
Úr mjúkum hjúpnum sem
umliggur fræið er hægt að búa til
blek sem endist vel bæði í skrift
og teikningum og notuðu bæði
Leonardo da Vinci og Rembrandt og
margir aðrir listamenn það í sköpun
sinni. Brúni liturinn sem fæst úr
fræhjúpnum var einnig notaður til
að lita textílefni og Rómverjar og
miðaldaíbúar notuðu hann til að lita
hárið.
Fínmalað valhnetumjöl er notað
við framleiðslu á plasti, dínamíti og
sápu og snyrtivörum. Úr skelinni
má einnig vinna gulbrúnan og
brúnan lit.
Valhnetuolía er dýr og yfirleitt
notuð sparlega í salatsósu. Olían
var í eina tíð notuð sem bindiefni
í olíumálningu. Valhnetuolía hefur
lítið geymsluþol.
Ræktun
Kröfur J. nigra og J. regia við ræktun
eru svipaðar og báðar tegundir eru
mest ræktaðar í tempraða beltinu frá
30° til 50° norðlægrar breiddar og
30° til 40° suðlægrar beiddar. Trén
eru þurrkþolin og dafna best í mikilli
sól og góðu skjóli.
Til framleiðslu á hnetum er
plantað sérvöldum hnetuafbrigðum
sem hafa verið í ræktun í margar
aldir til að gefa sem mest af sér, hafa
gott bragð og skel af réttri þykkt.
Fræ valhnotu spíra auðveldlega
og ungplöntur vaxa hratt í góðum
jarðvegi og við réttar aðstæður.
Tegundin J. regia er mun meira
ræktuð til hnetuframleiðslu en J.
nigra og í Kaliforníuríki finnast
yfir 30 afbrigði J. regia í ræktun
og flest eru þau grædd á rótarsort
sem er blendingur af J. hindsii og J.
regia og kallast Juglans x paradox
og er að mestu ónæmt fyrir
Phytophthora rótarfúa.
Valhnotutré eru
mikið ræktuð til
skrauts og skjóls í
almenningsgörðum
og á stórum
l a n d a r e i g n u m
og er japönsk
valhnota, J.
a i l a n t i f o l i a ,
sem ber stór
blöð, einstaklega
fallegt og vinsælt
skrauttré. Helsti
gallinn við valhnotur
sem garðtré eru
efnasamböndin sem
trén gefa frá sér og dregur
úr vexti nærliggjandi plantna.
Magnið sem J. nigra gefur frá sér er
það mikið að það drepur hæglega
birki- og eplatré og er hættulegt
hestum á beit í nágrenni þeirra.
Vitað er að hrafnar taka valhnetur
í gogginn og fljúga með þær hátt á
loft og láta þær falla á hart undirlag
og brjóta þær þannig og éta síðan
innihaldið.
Valhnetur geta valdið alvarlegum
ofnæmisviðbrögðum hjá þeim sem
eru viðkvæmir fyrir slíku.
Goðsögur, þjóðtrú og
náttúrulækningar
Samkvæmt gamalli þjóðtrú
er nauðsynlegt að berja stofn
valhnotutrjáa með lurki á vorin til
að örva vöxt þeirra og aldinmyndun
og enskt orðatiltæki segir að konur,
hundar og valhnetutré verði betri
eftir því sem þau eru lamin meira.
S a m k v æ m t g ö m l u m
grasalækningafræðum eiga
plöntuhlutar sem líkjast ákveðnum
líffærum að hafa góð áhrif á þau
líffæri. Í samræmi við þau fræði
hefur því verið haldið fram að
valhnetur séu góðar fyrir heilann
enda ekki hægt að neita því að
kjarni hnetunnar líkist tvímælalaust
mannsheila við fyrstu sýn. Í Ástralíu
eru þurrkuð og soðin lauf J. regia
notuð í náttúrulækningum við
sykursýki.
Í Jammu-héraði í Kasmír eru
valhnetur mikið notaðar sem
fórnargjafi til móðurgyðjunnar
Vaisnay Devi í hindúisma og sem
þurrfæða á Diwali hátíð ljóssins
í hindúasið, þegar ljósið sigrar
myrkrið, gott sigrar illt og þekking
sigrar heimsku.
Á grísku eyjunni Skopelos, sem
margir tengja við kvikmyndina
Mamma Mia, þrátt fyrir að hún hafi
verið tekin í Króatíu, er gömul trú
að hver sá sem plantar valhnotu
muni deyja þegar tréð verður nógu
hátt til að sjá til sjávar. Í Flanders í
Belgíu er að finna skylda hugsun þar
sem sagt er að þegar valhnotutré sé
orðið fullvaxta sé sá sem plantaði
því löngu dauður.
Sagt er að nornir á Ítalíu hafi frá
fornu fari safnast undir valhnotutré
í Benevento á Suður-Ítalíu til
nornahátíðar og tilbeðið Satan. Þessa
háttarlags ítölsku nornanna er fyrst
getið snemma á þrettándu öld og lifði
sagan góðu lífi fram á nítjándu öld.
Árið 1812 sömdu Ítalarnir Salvatore
Viganò og Franz Xaver Süssmayr
ballettinn Il Noce di Benevento,
eða Valhnotan í Benevento, þar sem
þemað er hátíð ítölsku nornanna. Auk
þess sem ítalski fiðlusnillingurinn
Paganini nýtti sér sama þema í verki
sem kallast Le Streghe.
Samkvæmt gamalli hefð í
vestanverðri Serbíu átti höfuð
heimilisins að brjóta valhnetu á
jóladag. Væri kjarni hennar heill
boðaði það gæfu á komandi ári en
væri hann skemmdur var það ills
vottur. Til að bægja ógæfunni frá
gat sá sem braut hnetuna hlaupið
þrjá hringi kringum húsið og
hrópað til Guðs að taka ekki mark
á fyrirboðanum þar sem hann væri
ekki marktækur.
Í Ljóðaljóðum, 6:11, Gamla
testamentisins segir karlkyns
ljóðmælandinn: „Ég fór niður í
hnetulundinn að sjá dalinn grænka,
sjá hvort vínviðurinn blómstraði
og granatviðurinn bæri blóm.“
Þeir sem láta sig það varða telja
að umræddur lundurinn hafi verið
valhnotutrjálundur. Samkvæmt einni
þjóðsögu gyðinga var hið forboðna
aldin í Eden valhneta.
Grikkir tengdu valhnetur
í goðafræði sinni við guðinn
Díónysíus. Sagan segir að Dínosysíus
hafi verið yfir sig ástfanginn af
Karyu, dóttur Dion konungs í
Lakoníu. Þegar Karya dó umbreytti
Díónysíus henni í valhnotutré og
Artemis, gyðja veiða, villtra dýra og
óbyggðanna, flutti Dion fréttirnar af
dauða dóttur hans og að nú væri hún
orðin að valhnotutré. Til minningar
um dóttur sína lét kóngurinn reisa
musteri þar sem burðasúlurnar voru
valhnotutré sem voru skorin út eins
og líkami ungrar konu.
Rómverjar tengdu valhnotutré
við Júnó, gyðju hjónabandsins og
eiginkonu Júpíters. Í Róm var einnig
til siðs að kasta valhnetum fyrir fætur
brúðhjóna sem tákn um frjósemi og
algengt var að konur í Róm bæru
á sér valhnetu til að auka frjósemi
sína. Þann sið má líklega rekja til
þess að Pliny eldri, uppi 23 til 79
fyrir Krist, sagði að valhnetur líktust
mannseistum.
Sem krakki lærði ég að búa til
litla báta úr valhnetuskeljum. Eftir
að hnetan var klofin og tæmd var
kertavax látið drjúpa í skeljarnar
og eldspýta sem stóð upp á endann
látin festast í vaxinu eins og mastur.
Þannig varð til lítill ævintýrabátur
sem mátti leika sér endalaust með í
baði eða drullupollum. Seinna heyrði
ég að samkvæmt litháenskri sögu
á Guð að hafa maulað valhnetur á
meðan syndaflóðið gekk yfir og
að margir af hinum réttlátu hafi
komist um borð í klofnar skeljarnar
sem flutu á vatninu og þannig lifað
flóðið af.
Valhnetur á Íslandi
Schierbeck landlæknir og stofnandi
Garðyrkjufélags Íslands hefur þekkt
valhnetur og gefið sér að aðrir hafi
gert það líka því að í Skýrslu um
nokkrar tilraunir til jurtaræktunar
á Íslandi, sem hann birti í Tímariti
Hins íslanzka bókmenntafélags árið
1886, notar hann þær sem viðmið
þegar hann lýsir vexti skarlottulauks.
„Norska tegund af þessum lauk frá
Schübeler prófessor hef ég ræktað í
2 ár. Laukarnir hafa verið smágjörðir
og bragðgóðir; þeir hafa verið á
stærð við hnetur eða litlar valhnetur.“
Verslun J. P. T. Brydes í Reykjavík
auglýsir allskyns góðgæti og vörur til
sölu í Fjallkonunni í maí 1897. Þar á
meðal eru parahnetur, hasselhnetur
og valhnetur auk sterarínkerta,
macoroni og kinroks.
Upp úr 1960 fer að bera talsvert á
valhnetum í mataruppskriftum sem
birtast á síðum blaða og tímarita. Í
mínu minni tengjast valhnetur mikið
jólunum og baráttunni við að brjóta
þær með misgóðum hnetubrjótum
eða angandi á greinum jólatrjáa til
skrauts.
Uppskerunni safnað.
Frækjarni valhnetu líkist einna helst mannsheila.
Aldin og lauf Juglans regia.
Valhnetukjarni í skel.
Börkurinn á J. regia er silfurgrár og
verður hrjúfur með aldrinum.