Bændablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 202034 Í desember sl. kom út áhuga­ verð skýrsla á vegum Evrópu­ sambandsins (ESB), en hún inni heldur spá um þróun land­ búnaðar mála á helstu mörkuðum aðildarlanda sam­bandsins sem og innan landanna sem standa að sambandinu. Skýrslan nær til næstu tíu ára og í henni er því horft fram til ársins 2030. Skýrsluhöfundarnir taka við skrif sín tillit til aðgengilegra upplýsinga um þróun hagvaxtar, stjórmála, umhverfismála, neyslubreytinga, veðurfars og þróunar alþjóðlegra viðskipta auk annarra þátta sem kunna að hafa langtímaáhrif á viðskipti með landbúnaðarvörur. Í skýrslunni er víða komið við og er þar býsna margt sem vekur athygli en almennt er því spáð að markað­ ur fyrir landbúnaðarvörur muni ekki taka neinum stakkaskiptum á komandi árum. Í skýrslunni er fjallað um allar helstu bú greinar land búnaðarins en hér verður einungis gerð grein fyrir því sem snýr að mjólk og kjöti. Hægir á framleiðslu- aukningu mjólkur Í skýrslunni kemur fram að þess er vænst að nokkuð ör vöxtur mjólkurframleiðslunnar muni hægja á sér á komandi árum vegna hertra reglna varðandi umhverfismál og aukna sjálfbærnikröfu við framleiðsluna. Þá muni neysluhegðun halda áfram að breytast sem muni leiða af sér minni eftirspurn eftir ákveðnum mjólkurvörum en aukna eftirspurn eftir sérstökum mjólkurvörum svo sem mjólkurvörum sem eru lífrænt vottaðar en því er spáð að lífrænt vottuð mjólk muni verða 7% af allri framleiddri mjólk innan ESB landanna árið 2030. Þá er því spáð að mjólk og mjólkurvörur sem hafa hlotið sérstaka vottun, eins og t.d. sótsporslaus mjólk, mjólk sem framleidd er einungis með heygjöf, mjólk frá kúm sem eingöngu er beitt á gras o.s.frv. muni ná aukinni hlutdeild á komandi árum. Mjólkurframleiðslan aukist um 11 milljarða kg Þessar auknu kröfur munu leiða til þess að fram leiðsla mjólkur mun aukast, en hægar en undanfarin ár, og fara úr alls 168 milljörðum kg árið 2019 í 179 milljarða kg árið 2030 sem er aukning um 0,6% á ári en áratuginn þar á undan jókst framleiðslan að jafnaði um rúmlega 1% á ári. Alls nemur aukningin 6,5% á 10 ára tímabili en þess má geta að þetta er töluvert minni aukning en FAO hefur spáð fyrir um á heimsvísu en talið er að mjólkurframleiðsla heimsins á sama tímabili muni aukast nærri þrefalt á við spá ESB. Skýringin á þessum mun felst í því að þess er vænst að mjólkurframleiðslan í þróunarlöndunum muni vaxa verulega á komandi árum. Þó svo að þessi aukning verði svona hófleg í löndunum sem standa að ESB, þá verða þau þó enn leiðandi þegar kemur að heimsviðskiptum með mjólkurafurðir segir í skýrslunni enda munu þróunar­löndin þurfa mun meiri mjólkurafurðir en þau muni ná að framleiða sjálf á komandi ára­tug. Helstu viðskiptasvæði fyrir útfluttar mjólkurvörur telja skýrsluhöfundar að verði Afríka og Asía. Veruleg fækkun kúa Þrátt fyrir aukna mjólkur framleiðslu næstu 10 árin spá skýrsluhöfundar því að kúm muni fækka á sama tíma eða alls um 1,4 milljónir og verður þá heildarfjöldi kúnna 21,2 milljónir. Skýringin á þessari fækkun er auðvitað fólgin í aukinni nyt kúnna. Undanfarin 10 ár hefur meðanyt kúa aukist að jafnaði meðal landa ESB um 1,9% en skýrslu­höfundar spá því að þessi aukning verði heldur minni á komandi árum eða um 1,2%. Skýringin felst aðallega í framangreindum kröfum um sjálfbærni og umhverfisáherslur sem gera það að verkum að bændur munu líklega auka hlut heimaaflaðs fóðurs á kostnað keypts orkumikils fóðurs. Spá hækkandi afurðastöðvaverði Undanfarin ár hefur verið töluverður verðmunur á ýmsum hráefnum til vinnslu mjólkurafurða svo sem á milli undanrennudufts og smjörs svo dæmi sé tekið. Skýrsluhöfundar telja að þetta verðbil muni minnka á komandi árum en skýringin á þessari spá felst í því að talið er að vinnsluaðilum mjólkurafurða muni takast að bæta enn frekar nýtinguna á mjólkinni og einstökum hráefnum hennar. Fyrir vikið skapist því svigrúm til að greiða hærra afurðastöðvaverð til bænda, sem svo aftur mun leiða til eflingar á framleiðslunni. Ostaframleiðslan mun vaxa mest Á komandi áratug mun hin aukna mjólkurframleiðsla ESB landanna að stórum hluta fara til ostaframleiðslu en spáin gerir ráð fyrir að 24% af mjólkurmagninu fari til þeirrar framleiðslu enda er eftirspurn eftir ostum mikil og vaxandi á útflutningsmörkuðum ESB landanna. Þess er vænst að heildar fram­ leiðsla ESB á ostum fari úr 10,8 milljón tonnum árið 2019 í 11,5 milljón tonn árið 2030 og að smjörframleiðslan aukist úr 2,5 milljónum tonna í 2,7 milljón tonn. Á sama tíma er því hins vegar spáð að almenn sala á ferskri drykkjarmjólk muni dragast saman um 7 kg á hvern íbúa í ESB löndunum og fara undir 50 kg að meðaltali á næstu 10 árum. Á móti kemur að því er spáð að neysluaukning verði á öðrum ferskum mjólkurvörum s.s. á jógúrti og rjóma. Erfitt að spá fyrir um kjötmálin Svo virðist sem kjöt­ framleiðslan á komandi árum geti þróast með nokkuð öðrum hætti en þegar horft er til mjólkurframleiðslunnar. Skýringin er sú að framleiðslugreinin í heild sinni er mun viðkvæmari t.d. vegna sjúkdóma og áhrifum af þeim. Nýlegt dæmi er hröð útbreiðsla á afrísku svínapestinni sem hefur haft mikil áhrif á heimsframleiðslu á svínakjöti á nýliðnu ári og haft áhrif langt út fyrir svínaframleiðsluna sem slíka þar sem neytendur hafa fært kaup sín yfir á aðrar kjöttegundir eða aðrar matvörur. Skýrsluhöfundar telja þó að þróunin verði áfram á þá leið að áfram verði mikill innflutningur á kjöt til Kína sem muni þrýsta kjötverðinu í heiminum upp á við til skamms tíma litið. Til lengri tíma litið er talið að kínversk kjötframleiðsla muni aukast verulega og þar með muni Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Því miður gerist það að gripahús í land­ búnaði brenna. Þessu getur fylgt mikið fjárhagslegt tjón en ekki síður tilfinningalegt tjón. Ég held að allir sem þekkja eitthvað til sveitamennsku viti hversu sterkum böndum bændur tengjast búfé sínu. Mikið er af eldri byggingum til sveita sem hýsa búfénað og hafa gert í sumum tilvikum um margra áratuga skeið. Misjafnt er hvaða byggingareglugerðir voru í gildi á þeim tímum og þar með misjafnar kröfur gerðar á byggingarefni og byggingarhætti. Nú í seinni tíð hefur hugarfar til landbúnaðarbygginga breyst nokkuð með tilliti til eldvarna og þess hversu nauðsynlegt er að menn verði varir við eldinn sem fyrst, komi til þess að kvikni í. Til þess að hægt sé að bregðast við á upphafsstigi eldsins og forða tjóni er algjört lykilatriði að fyrir hendi sé búnaður sem lætur vita í tíma. Tækninni hefur fleygt fram í landbúnaði eins og á öðrum svið­ um og því oft og tíðum meira um alls kyns rafmagns­ og tölvubún­ að sem ásamt öðrum þáttum geta aukið líkur á íkviknun, fari eitt­ hvað úrskeiðis. Í leiðbeiningablaði Mannvirkja­ stofnunar um landbúnaðar­ byggingar nr. 116.BR1 segir að sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi skuli alltaf setja upp í gripahúsum ef tæknibúnaður er í sama rými og gripirnir. Reyksogskerfi Vegna óhreininda og raka henta hefðbundin brunaviðvörunarkerfi oftast ekki vel og hafa menn því sett upp svokölluð reyksogskerfi sem henta betur í þessa tegund húsa. Þá eru sett upp einföld rörakerfi sem soga til sín loftsýni og leiða þau gegnum síur og rakagildrur áður en þau koma að reykskynjara sem staðsettur er við stjórnstöð kerfisins. Nú eru til alls konar lausnir í smáforritum sem geta gert mönn­ um viðvart í gegnum farsíma um leið og reykskynjarinn sendir frá sér boð. Í mörgum tilfellum má koma í veg fyrir mikið tjón með þessum hætti. Mikið er um lög og reglur á landinu okkar góða og þykir sumum nóg um. Hins vegar ná lög og reglur ekki yfir alla hluti og hvers vegna ættu þau að gera það? Þegar um líf og velferð manna og dýra er að ræða ætti almenn skynsemi að fá okkur til þess að gera sem best í þessum efnum þó að það sé ekki fyrirskrifað í lög og reglur hvað nákvæmlega á að gera. Fyrirhyggjusemi Það er augljóst að dýr geta ekki bjargað sér sjálf út úr brennandi byggingum og því þurfum við að hafa kerfi sem lætur okkur vita svo við getum gripið inn í. Þá gilda ekki rökin „það gerist aldrei neitt hjá mér“ eða „þetta kostar allt of mikið“. Sem betur fer sleppa flestir í gegnum lífið án stórra áfalla, en þeir sem sleppa gera það oft vegna þess að þeir eru fyrirhyggjusamir. Hvað kostnað varðar má yfirleitt finna nokkrar leiðir að sama marki, hverja í sínum verðflokki. Mörg útköll eru slökkviliðs mönnum erfið og eru útköll í land búnaðar bygg­ ingar þar sem skepn­ ur hafa farist í eldi og/eða slasast mikið í flokki þeirra verk­ efna sem geta tekið mikið á. Það er með þessi útköll eins og svo mörg önnur sem menn myndu gjarnan vilja sleppa við. Það er til búnaður og verkþekking til þess að lágmarka líkurnar á að eldur nái að þróast og breiða úr sér í landbúnaðarbyggingum. Þetta er eitthvað sem allir viðkomandi ættu og þurfa að tileinka sér. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og formaður Félags slökkviliðsstjóra, tók saman fyrir Eldvarnabandalagið. Til þess að hægt sé að bregðast við á upphafsstigi eldsins og forða tjóni er algjört lykilatriði að fyrir hendi sé búnaður sem lætur vita í tíma. Nauðsyn brunaviðvörunar- kerfa í landbúnaði Pétur Pétursson. Dæmi um reyksogskerfi í gripahúsi Mynd / Úr leiðbeiningum MVS nr.116.BR1 Ný skýrsla ESB um þróun landbúnaðarmála: Spáð aukinni neyslu mjólkurvara næstu tíu árin Á komandi áratug mun hin aukna mjólkurframleiðsla ESB-landanna að stórum hluta fara til ostaframleiðslu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.