Bændablaðið - 09.01.2020, Síða 35

Bændablaðið - 09.01.2020, Síða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 2020 35 Þrátt fyrir þá staðreynd að líf- fræðileg fjölbreytni eigi undir högg að sækja í heiminum og að á hverju ári fækki dýra- og plöntutegundum í heim- inum er það svo að enn eru að finnast tegundir sem ekki hafa verið greindar áður. Á síðasta ári skráði Náttúru­ gripasafnið í London 412 tegundir lífvera sem ekki hafði verið lýst áður. Meðal nýskráðra lífvera eru fléttur, snákar, útdauðar risaeðlur og bjöllur. Fleiri tegundir deyja út en greinast Þrátt fyrir þessar góðu fréttir segja sérfræðingar í líf­ fræðilegri fjölbreytni að því miður deyi fleiri tegundir út á hverju ári en greinast sem áður óþekktar. Einnig er sagt líklegt að margar tegundir deyi út áður en þær eru greindar og því ekkert vitað um þær. Fundur og greining nýrra líf­ vera er alltaf spennandi og veitir vísindunum aukna innsýn í þróun lífsins og hversu mikið við eigum enn ólært um margbreytileika lífs­ ins. Bjöllur í meirihluta Af nýgreindum tegundum árið 2019 eru bjöllur í meirihluta, alls 171 tegund. Ein af þessum bjöllu­ tegundum, Nelloptodes gretae, sem fannst á síðasta ári í Japan, Malasíu, Kenía og Venesúela, var nefnd í höf­ uðið á sænska umhverfisverndar­ sinnanum Gretu Thunberg. Meðal annarra dýrategunda sem greindust eru átta eðlutegundir, fjór­ ir fiskar og ein slöngutegund auk vespu, margfætlu, lúsar, snigils og nokkurra fiðrilda. Meðal útdauðra tegunda sem greindar voru eru snjáldurmús, eitt pokadýr og tvær tegundir af risaeðlum. Þá greindust einnig tólf tegundir burstaorma sem lifa djúpt á botni Kyrrahafsins. Á síðasta ári voru einnig greindar sjö nýjar plöntutegundir og sjö nýjar fléttur. /VH „…að starfa en heimta ekki, að mega sín mikils án þess að láta til sín taka – það er æðsta dyggðin“ segir Lao-tse í Bókinni um veginn. Orðin koma mér í hug þegar ég að beiðni blaðsins minnist Magnúsar Óskarssonar frá Hvanneyri er lést 28. desember sl., kominn á hálft 93. ár. Hann var kennari minn, samstarfsmaður og félagi um áratuga skeið, eftirminnilegur fyrir margt. Þó ekki væri fyrir annað en samviskusemi, skipuleg og markviss vinnubrögð og læsi á menn og málefni. Ungur markaði hann sér starfs­ braut sem hann fylgdi æ síðan. Orðinn búfræðikandídat frá Framhaldsdeildinni á Hvanneyri hélt hann til Danmerkur, þar sem hann starfaði við Tilraunastöðina í Askov um eins árs skeið; bætti síðan við dvölina öðru námsári við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þar nam hann áburðarfræði hjá einum virtasta fræðimanni þeirrar tíðar, próf. F. Steenbjerg, en einnig fleiri greinar sem óreglulegur nemandi. Hugur Magnúsar mun hafa staðið til frekara náms og þá í Englandi. Guðmundur skólastjóri Jónsson kallaði hann hins vegar heim, og á Hvanneyri hóf Magnús störf í júníbyrjun 1955. Hlutverk hans skyldi vera að koma þar upp grasafræðigarði og nákvæmnisrannsóknum á efna­ jafnvægi jarðvegs. Grasagarðurinn lenti að mestu í útideyfu því áður en varði hafði Magnús fengið fullar hendur verka við jarðræktartilraunir og að betrum bæta aðstöðu Bændaskólans til efnarannsókna, hvort tveggja í anda þess sem hann hafði kynnst og lært í Danmörku. Að ráði próf. Steenbjergs hóf Magnús m.a. þegar fyrsta starfssumar sitt að rannsaka fosfórþörf jarðvegs og staðfesti brátt mikilvægi fosfóráburðar við nýræktun mýra. Þegar fyrsta haustið var Magnús einnig kallaður til kennslu við skólann og var það upphaf meira en fjögurra áratuga ferils. Á fáa ef nokkurn kennara við Hvanneyrarskóla fyrr og síðar hef ég heyrt nemendur bera meira lof heldur en Magnús Óskarsson, svo því sé nú haldið til haga. Gæfa Guðmundar skólastjóra var einnig sú að gefa Magnúsi frjálsræði við uppbyggingu jarðræktartilraunanna á Hvanneyri. Þar nutu samviskusemi, elja og nákvæmni Magnúsar sín til fullnustu. Starfið varð brátt mjög umfangsmikið og fjölbreytt og verkefnin mótuð af kunnáttu Magnúsar og heildarsýn hans á áhrifaþætti íslenskrar jarðræktar. Samstarf þeirra samkennaranna, Magnúsar og Þorsteins frá Húsafelli, á þessu sviði um árabil varð einnig sérlega árangursríkt, og athyglisvert sakir áherslu sem þeir lögðu á samstarf við áhugasama og glögga bændur. Það verðskuldar sögu síðar. Á enga mun hallað þótt sagt sé að Tilraunastöðin á Hvanneyri og Magnús hafi brátt orðið leiðandi á landsvísu hvað snerti hagnýtar jarðræktarrannsóknir – án þess þó að mjög hátt færi. Og á sama máta gerðist það í starfi Bændaskólans, að Magnús varð þar fljótlega burðarás og bindiverk, þó jafnan sem „maðurinn á bak við tjöldin“, því eftir vegtyllum sóttist hann aldrei. Kollegi Magnúsar og vinur, Matthías Eggertsson, orðaði það m.a. svo í afmælisgrein um hann fimmtugan: Nú mætti spyrja, hverju það sæti að Magnús gegni því lykilhlutverki á Hvanneyri, sem hann gerir. Fleira en eitt ber þar til og er þar fyrst að nefna að staðurinn og starfið á og hefur átt hann óskiptan, og hafa persónulegir hagsmunir hans ekki átt í neinni samkeppni við þarfir starfsins. Í sautján ár var hann m.a. lausráðinn við skólann, meðan fastar stöður gengu sem boðhlaupskefli á milli manna. Annað er það, að Magnús er öðrum mönnum fremur gefinn „praktískur sans“. Þetta skal útskýrt nánar með litlu dæmi. Hér á landi sem víðar er haldið uppi andróðri gegn fjölþjóða auðfélögum. Sumir gera það með því að halda ræður og gefa út blöð. Það gerir Magnús ekki. Hann sýnir hins vegar hug sinn í verki, með því að sneiða hjá kunnri fjölþjóða­auðfélags­sáputegund … Já, þessi praktíski sans; nátengdur var hann því innsæi á menn og málefni í straumi tímans sem Magnús bjó yfir svo í ríkum mæli. Því átti hann auðvelt með að lesa og skilja nemendur sína, getu þeirra og þarfir, og þá nálgaðist hann sem jafningja. Í því tvennu lá snilli hans sem kennara. Þá er það fagurkerinn Magnús. Sá lýsti sér ekki aðeins í hvers­ dags klæðnaði hans að hætti enskra hefðarmanna á meðan við hinir yngri kennararnir lufsuðust um í lopapeysum og gallabuxum. Á fjölmörgum náms­ og kynnisferðum, svo og í sumarleyfum, gerði Magnús sér far um að kynnast menningu þjóða, og sótti menningarstaði, söfn og sýningar eftir megni. Mörgum okkar nemenda hans eru í fersku minni menningarkvöldin svonefndu er Magnús bauð til í stofu sinni, framan af með Þorsteini kollega sínum frá Húsafelli, þar sem leikin var sígild tónlist af hljómplötum, fjallað um bókmenntir og fleira sem andann auðgaði utan hins daglega amsturs. Áður en Magnús hélt til Danmerkur dvalarinnar haustið 1953 kvaddi hann m.a. ömmusystur sína, Jóhönnu Magnúsdóttur, sem varð „85 ára um daginn“, skrifaði Magnús í dagbók sína; bætti síðan við: „Hún ráðlagði mér meðal annars að koma ekki heim með danska stelpu aftur til baka.“ Magnús hélt það loforð of lengi að margra mati, var einhleypur maður alla tíð; ef til vill buðust honum of margir kostir. Hann varð því síðasta kynslóðin á sinni grein. Hins vegar mun minning Magnúsar lifa og mannbætandi áhrifa hans gæta meðal þeirra mörgu sem nutu kennslu hans, leiðsagnar og annarra dyggra starfa – í anda orða Lao­tse… Bjarni Guðmundsson Hvanneyri eftir spurn eftir umframframleiðslu annarra landa minnka. Spá minni neyslu á kjöti Sé litið til neyslu á kjöti í ESB þá er talið að hún muni minnka örlítið fram til ársins 2030 í samanburði við neyslutölur fyrir árið 2019, en talið er að kjötneyslan dragist þó ekki saman nema um 1,1 kg á hvern íbúa á þessum 10 árum og verði komið í 68,7 kg af kjöti á íbúa á ári árið 2030. Þessi þróun er öfug við heimsspá OECD­FAO þar sem því er spáð að á sama tímabili muni heildarneysla á kjöti á hvern íbúa í heiminum aukast um 1 kg og fara í 35,7 kg að jafnaði. Meðalneysla íbúa heimsins verður því áfram langtum minni en meðalneysla hvers íbúa í ESB löndunum. Það er því talið líklegt að útflutningur á kjöti verði áfram umtalsverður. Aukin neysla á kjúklingakjöti Skýrsluhöfundar spá því að það verði umtalsverð breyting á kjötneyslunni innan ESB á komandi áratug og að bæði svína­ og nautgripakjöt muni eiga í vök að verjast en lambakjötsneysla muni nánast standa í stað. Því er spáð að svínakjötsneyslan fari úr 31,3 kg að jafnaði á hvern íbúa ESB í 30,2 kg og úr 10,8 kg af nautgripakjöti í 10,0 kg og því muni neysla á þessum tveimur kjöttegundum minnka um 1,9 kg á hvern íbúa á 10 ára tímabili. Á móti kemur er því spáð að kjúklingakjöt muni verða vinsælla og neysla á því muni aukast að jafnaði um 1 kg á hvern íbúa fram til ársins 2030 og verði að jafnaði 26,6 kg í lok tímabilsins. Breytt framleiðsla Rétt eins og með mjólkur fram­ leiðsluna er því spáð að nautgripum til kjötframleiðslu muni fækka og alls um 9,4% á komandi 10 árum og þá spá skýrsluhöfundar því að aukin eftirspurn verði eftir sérvörum með vottuðum uppruna rétt eins og með mjólkurvörurnar. Neytendur muni ekki einungis kalla eftir staðgönguvörum við kjöt heldur einnig eftir kjöti sem framleitt er í heimahéraði, kjöti sem hefur hlotið lífræna eða vistvæna framleiðsluvottun o.s.frv. Þá er því jafnframt spáð að mögulega muni iðnaðarframleitt „kjöt“, þ.e. „kjöt“ sem er í dag hægt að framleiða á tilraunastofu og án notkunar á búfé, koma inn á markaðinn en það sé þó erfitt að spá fyrir um það. Heimild: EU Agricultural Outlook for markets and income 2019-2030. Þrátt fyrir aukna mjólkur framleiðslu næstu tíu árin spá skýrsluhöfundar því að kúm muni fækka á sama tíma, eða alls um 1,4 milljónir, og verður þá heildarfjöldi kúnna 21,2 milljónir. MINNING Magnús Óskarsson látinn Magnús Óskarsson. Magnús Óskarsson og Einar Eylert Gíslason temja vagnhest á öndverðum sjötta áratugnum; tveir Hvanneyringar fylgjast með. Mynd / Úr safni MÓ og EEG Undur náttúrunnar: 412 nýjar tegundir greindar 2019 Burstaormar. Mjólkurinnlegg dróst aðeins saman á landinu öllu á árinu 2019 Mjólkurinnlegg í landinu á árinu 2019 dróst örlítið saman á milli ára en var þó heldur meira en 2017. Samdráttur var í innlagðri mjólk fyrstu sex mánuði ársins en aukning í öllum mánuðum síðari hluta árs samkvæmt gögnum frá Auðhumlu. Heildarinnlegg á mjólk á landinu öllu nam 151.838.668 lítrum á árinu 2019 samanborið við 152.408.980 lítra á árinu 2018. Samdráttur í innlagðri mjólk á milli ára nam því 570.312 lítrum, eða 0,37%. Ef miðað er við árið 2017 var innlögð mjólk 721.843 lítrum meiri á árinu 2019 eða sem nam aukningu upp á 0,48%. Á síðasta ári var innlög mjólk að meðaltali rúmir 12.653.222 lítr­ ar í hverjum mánuði. Minnst var mjólkurinnleggið í nóvember, eða 11.644.858 lítra, en mest í maí, eða 14.038.656 lítrar. Á árinu 2018 var líka mest innlagt í maí, en þá var minnsta innleggið hins vegar í sept­ ember líkt og gerðist 2017. /HKr.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.