Bændablaðið - 09.01.2020, Qupperneq 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 202040
MATARKRÓKURINN
LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR
Jörðin Litli Háls var á árum
áður í eigu afa Hannesar Gísla
Ingólfssonar, lagðist síðar í eyði
en var nytjuð af Stóra Hálsi.
Hannes býr nú á Litla Hálsi með
Grétu Björgu Erlendsdóttur.
„Við hjónin (borgarbörnin)
keypum jörðina í ágúst 2003 en
ekkert íbúðar hús var á jörðinni
þannig að við byggðum okkur
heilsárs íbúðarhús árið 2006 og
ætluðum að vera með annan fótinn
hér á Litla Hálsi og hinn í Kópavogi.
En ekki leið á löngu að við fluttum
alveg í sveitina.
Byrjuðum með hesta og nokkrar
hænur. Síðan komu nokkrar rollur,
höfum ræktað upp ný tún og gert
reiðvegi inn á landinu.
Hér á Litla Hálsi er yndislegt að
vera og barnabörnunum finnst gott
að koma og taka þátt í bústörfunum,“
segir Gréta Björg.
Býli: Bærinn okkar heitir Litli Háls.
Staðsett í sveit: Bærinn okkar
er norðanmegin Ingólfsfjalls og
nær upp í Inghól í Grímsnes- og
Grafningshreppi.
Ábúendur: Hannes Gísli Ingólfsson
og Gréta Björg Erlendsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Erum tvö í kotinu með einn kött,
hana Essasú 10 ára, og tvo ástralska
fjárhunda, Bláaloga (Loga) 9 ára og
Bjarnarkló (Kló)12 ára.
Stærð jarðar? Jörðin er nálægt 700
hektarar.
Gerð bús? Hross og ferðaþjónusta.
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 40
hestar, nokkrar kindur og íslenskar
landnámshænur.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hefðbundinn vinnudagur er að fóðra
dýrin og annað eftir þörfum.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bú störfin? Skemmtilegast er að
taka á móti ungviðum sem fæðast
en leiðinlegast er að reyna að heyja
í vætutíð.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir
ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Hann verður með svipuðu sniði
næstu árin.
Hvaða skoðun hafið þið á félags
málum bænda? Við erum bara með
sýnishorn af búskap þannig að við
látum stærri og fróðari bændur um
félags málin.
Hvernig mun íslenskum land
búnaði vegna í framtíðinni? Ekki
gott að segja en vonandi verður
bjartara yfir landbúnaðinum.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin
séu í útflutningi íslenskra búvara?
Íslenska lambakjötið, ef rétt er á
málum haldið.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Í
ísskápnum finnst alltaf smjör, ostur,
rabarbarasulta og auðvitað egg.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Lambakjötið frá Litla
Hálsi.
Eftirminnilegasta atvikið við
bú störfin? Við fengum heimalning
og tíkin Kló tók hann undir sinn
verndarvæng og hafði hann í bælinu
hjá sér.
Kartöfluröstí og Sacherterta
Kartöfluröstí er góður réttur einn
og sér, sem meðlæti með aðalrétti
– eða þá sem léttur réttur með
blaðlauk, í dýrindis fetasósu.
Kartöfluröstí í svissneskum stíl
Hráefni
› 400 g skrældar sterkjuríkar kartöflur,
rifnar í sömu stærð og eldspýtur
› sjávarsalt
› svört piparkorn, mulin með kvörn
› ólífuolía
Hráefni í fetaostasósu
› 150 g fetaostur
› 30 g blaðlaukur
› 3 msk. ólífuolía
› 1 msk. nýpressaður sítrónusafi
› mulinn pipar
Aðferð
Til að búa til sósuna þá byrjið þið
að vinna saman fetaost, fínt skorinn
blaðlauk, ólífuolíu og sítrónusafa í
matvinnsluvél eða blandara þar til
blandan er slétt. Kryddið með pipar
eftir smekk.
Hitið fimm matskeiðar af ólífuolíu í
22 sentimetra viðloðunarfrírri pönnu
á miklum hita, bætið kartöflunum við
og dreifið þeim jafnt og þrýstið þeim
niður með spaða.
Minnkið hitann niður í miðlungs hita
og eldið í um það bil fimm mínútur og
gætið þess að kartöflurnar brenni ekki.
Losið „röstí“ frá hliðum pönnunn-
ar með því að nota spaða og lyftið
varlega frá botninum (en ekki fletta
því strax). Það ætti að verða gullið
og ljósbrúnt undir þegar það er orðið
tilbúið til að snú því við.
Til að snúa röstí kartöflunum við,
byrjið að loka pönnunni með stóru
loki (diski til dæmis) og snúið
pönnunni þannig við, vandlega en
hratt. Þá ættuð þið að enda með röstí
í lokinu.
Setjið pönnuna aftur á hitann, bætið
við einni matskeið af olíu og látið röstí
renna af lokinu á pönnuna. Eldið í
fimm mínútur, eða þar til það er orðið
gullið og stökkt á botnhliðinni.
Losið röstí frá hliðum og botni
pönnunnar og rennið henni á stóran
disk (setjið það fyrst yfir á lokið).
Kryddið með sjávarsalti og muldum
pipar eftir smekk og berið fram með
ríflegum skammti af fetasósunni.
Sacherterta
Sachertorte var fyrst gerð árið 1832
og er ein frægasta súkkulaðikaka í
heiminum.
Eitt frægasta kaffihús Vínarborgar,
Cafe Sacher á Hotel Sacher, á
heiðurinn og framreiðir enn í dag
þessa frægu köku.
Hinn 16 ára gamli lærlingur Franz
Sacher, árið 1832, vissi ekkert um
það hvaða áhrif kaka hans myndi
hafa á súkkulaðiunnendur um allan
heim. Uppskriftin að upprunalegu
Sacher-Torte er vel geymt leyndar-
mál og aðeins notuð fyrir gesti á Hótel
Sacher í Vín.
En hér er leyniuppskriftin afhjúpuð
almenningi, eða því sem næst upp-
runalegu kökunni.
Hráefni fyrir Sachertorte
› 7 eggjarauður
› 150 g af mjúkt smjör
› 125 g flórsykur
› 200 g af dökku súkkulaði
› 8 g af vanillusykri
› 7 eggjahvítur
› 125 g af sykur
› klípa af salti
› 150 g hveiti
› smjör og hveiti til að pensla formið
› 150–200 g apríkósusulta,
til að dreifa yfir
› romm, ef þess er óskað
› þeyttur rjómi til að skreyta
Fyrir gljáa
› 200 g dökkt súkkulaði
› 250 g sykur
› 150–170 ml af vatni
Aðferð
Bræðið súkkulaðið hægt (helst í
vatnsbaði). Blandið smjöri saman
við flórsykur og vanillusykur þar
til það hefur verið kremað. Hrærið
eggjarauðunum smám saman út í.
Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið
kökuform með smjöri og stráið
hveiti yfir. Þeytið eggjahvíturnar
með klípu af salti, bætið sykrinum
saman við og sláið í stíft. Hrærið
brædda súkkulaðinu út í deigið ásamt
eggjarauðunum og bætið þeyttu
eggjahvítunum varlega saman við
með sleif, til skiptis með hveitinu.
Setjið deigið í formið og bakið í um
það bil klukkustund.
Látið kökuna nú kólna (til að fá flatt
yfirborð, snúið kökunni á hvolf strax
eftir bökun og snúið henni svo aftur
við eftir 25 mínútur).
Ef apríkósusultan er of þykk, hitið
hana stuttlega og hrærið þar til hún er
slétt, áður en hún er bragðbætt með
rommi eftir smekk. Skerið kökuna í
tvennt þvert.
Dreifið sultunni á grunninn og setjið
hinn helminginn ofan á og hyljið efra
yfirborðið og umhverfis brúnirnar
með apríkósusultu.
Fyrir gljáann
Brjótið súkkulaðið í litla bita. Hitið
vatnið með sykri í nokkrar mínútur.
Hellið í skál og látið kólna þar til það
verður rúmlega stofuheitt (ef gljáinn
er of heitur verður hann mattur útlits,
en ef hann er of kaldur verður hann
of þykkur). Bætið súkkulaðinu við
og leysið upp í sykurlausninni.
Hellið gljáanum hratt, án þess að
stoppa, yfir kökuna og dreifið henni
strax út og sléttið yfir yfirborðið með
spaða eða pönnukökuhníf. Látið
kökuna stífna við stofuhita.
Berið fram með ríflegum skammti
af þeyttum rjóma. Ekki er ráðlegt að
geyma Sachertertu í ísskápnum því
þar vill hún „svitna“.
Bjarni Gunnar Kristinsson
Matreiðslumeistari
Litli Háls
Tíkin Kló og lambið.