Bændablaðið - 05.03.2020, Qupperneq 6

Bændablaðið - 05.03.2020, Qupperneq 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 20206 Ágætu lesendur. Á nýafstöðnu Búnaðar­ þingi, sem haldið var á Hótel Sögu 2. og 3. mars, var ég kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands. Vil ég þakka þann stuðning sem ég hlaut við kosn­ ingu á þinginu. Við sama tækifæri var einnig kosin ný stjórn þar sem konur eru í meirihluta stjórnarmanna, alls þrjár af fimm. Er þetta í annað sinn sem stjórn Bændasamtakanna er að meirihluta skipuð konum. Innan nýju stjórnarinnar er tenging inn í mismunandi búgreinar sem gerir það að verkum að tenging við grasrótina verður betri. Einnig voru kosnir fimm fulltrúar til vara og mun stjórn nýta sér það að funda í upphafi með öllum varamönnum til að móta framtíðarskipulagið svo að flestar raddir heyrist og mismunandi sjónarmið komi fram. Ég vil þakka fráfarandi stjórn og formanni fyrir vel unnin störf fyrir Bændasamtökin. Fram undan eru spennandi tímar að móta framtíðarfyrirkomulag á skipulagi Bændasamtakanna. Á þinginu var samþykkt að vinna að breytingum á félagskerfi bænda. Þar kemur fram að bændur munu eiga beina aðild að Bændasamtökunum. Það er von mín að við sem heild munum leiða þessa vinnu inn í framtíðina með hagsmuni bænda í fyrirrúmi. Á Búnaðarþingi var einnig samþykkt að aðildargjald til samtakanna yrði veltutengt. Það var mikill samhljómur meðal bænda að tryggja fjármagn til að standa straum að rekstri samtakanna. Þar tel ég að bændur hafi sýnt með þeirri samþykkt að nauðsynlegt er að standa vörð um sameiginlega hagsmunagæslu. Mikilvægt er að kynna sem fyrst nýtt fyrirkomulag á skipuritinu og aðkomu bænda að samtökunum svo sem breiðust sátt verði um fyrirkomulagið til framtíðar. Búnaðarþingið gaf nýrri stjórn gott veganesti til næstu ára með fjölmörgum tillögum á ályktunum sem afgreiddar voru á þinginu. Vinnum saman að framtíðarstefnu Í ræðu Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra við setningu Búnaðarþings kom fram að stefnt væri að mótun landbúnaðarstefnu fyrir íslenska þjóð. Það er nauðsynlegt að bændur fái að koma að þeirri stefnumótun svo sátt megi ríkja um þá stefnu. Jafnframt er unnið að gerð matvæla- stefnu sem er á forræði forsætisráðuneytisins, en aðkoma Bændasamtakanna hefur verið að þeirri stefnu. Nauðsynlegt er að landbúnaðar- stefna sé í takt við matvælastefnuna. Það er von mín að með þessu samtali bænda og ráðherra megi standa vörð um matvælaöryggi og sjálf- bærni þjóðarinnar í matvælum til framtíðar. Umhverfismál sett á oddinn Það er mikilvægt að horfa einnig til kolefnissporanna með framleiðslu innanlands á móti innflutningi búvara. Búnaðarþingið samþykkti umhverfisstefnu fyrir landbúnaðinn sem heild og þar sýna bændur að þeir láta umhverfismál sig varða. Í nýendurskoðuðum búvörusamningi er stefnt að því að landbúnaðurinn verði kolefnishlutlaus 2040. Snerpum á leikreglum Landbúnaður á oft í vök að verjast í umræðu um matvælaverð og tollamál. Nauðsynlegt er að taka upp viðræður við ríkisvaldið um stöðu tollverndar á landbúnaðarvörur og skýra þær leikreglur sem þar eru svo íslenskir bændur geti unnið að framtíðarstefnu í sínum rekstri. Í mínum huga eru gríðarleg sóknarfæri í íslenskum landbúnaði ef framtíðarsýnin er skýr. Nauðsynlegt er að skoða alla þætti sem tengjast landbúnaði svo hann fái tækifæri til að þróast til framtíðar með breyttum neysluvenjum og áherslum neytenda. Og þar er ekki síður nauðsynlegt að horfa til akuryrkju sem á mikla möguleika á Íslandi. Tryggjum nýliðun í landbúnaði Mér er mjög hugleikið hvernig við stöndum vörð um hinar dreifðu byggðir landsins. Ég tel nauðsynlegt að Bændasamtökin taki upp viðræður við ríkið um það hvernig við tryggjum nýliðun í landbúnaði. Ungt fólk þarf að geta tekið við eða hafið búskap. Þar er ekki eitt svar til en ég tel að þetta sé mál sem verði að taka á og það sem fyrst. Eignarhald á bújörðum og meðferð á ríkisjörðum Umræða um eignarhald einstaklinga á fjölmörgum jörðum í dreifbýli var rædd á Búnaðarþingi. Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp sem nú er í umsagnarferli þar sem á að taka á þeim málum. Ég tel ekki síður mikilvægt að ríkið skilgreini stefnu um hvað gera eigi við ríkisjarðir því þær eru fjölmargar og standa ósetnar og hafa mjög mikil áhrif á búsetumynstur í hinum dreifðu byggðum. Það er hverju byggðarlagi nauðsynlegt að hafa búsetu á jörðum með fjölbreyttri starfsemi sem eykur mannlíf og umsvif í dreifbýlinu. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 5.450 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Veiruskratti, sem kenndur er við kór­ ónu og sagður ættaður frá Wuhan­borg í Kína, veður nú yfir byggðir heimsins og veldur miklum ótta. Á þessum faraldri eru margar hliðar sem snerta mannlegt samfélag. Viðbrögðin eru afar misvísandi og almenningur veit ekki alveg hvað hann á að halda um alvarleika málsins. Íslensk stjórnvöld og viðbragðsteymi Almannavarna hafa reynt að búa til viðbragðsáætlun sem miðar að því að lágmarka hugsanlegan skaða sem veiran og sjúkdómurinn COVID 19 getur valdið. Enn er ekki vitað hversu alvarlegt ástandið getur orðið, en eðlilega búa menn sig undir það versta. Því hefur samt verið haldið á lofti að dánartíðni af þessari veiru sé, allavega enn sem komið er, lægri en af meðal flensuveiru. Það eru allavega góð tíðindi ef rétt reynist, en ótti hefur eigi að síður gripið um sig um allan heim vegna útbreiðslu veirunnar. Sá ótti getur hæglega haft mun alvarlegri afleiðingar fyrir efnahagskerfi heimsbyggðarinnar en veiran sjálf. Einangrun íbúa til að koma í veg fyrir smit hefur þegar stöðvað hluta af risavax- inni ferðaþjónustu í Kína með tilheyrandi áhrifum um allan heim. Það hefur líka stöðvað vinnu í versmiðjum sem framleiða vörur fyrir ýmis risafyrirtæki á heimsvísu. Keðjuverkunaráhrif vegna þessa eru þegar farin að hafa gríðarleg áhrif á verðbréfa- mörkuðum og milljarðar dollara hafa þar verið að tapast á undan förnum dögum og vikum. Síðasta vika markaði tímamót en þá náði hrun á verðbréfamörkuðum dýpri lægð á einni viku en varð í fjármálahruninu 2008. Þá þurrkuðust 5 billjónir dollara út af hlutabréfaeign á heimsvísu. Þetta leiðir hugann að því að áhrif sjúk- dómsfaraldurs á borð við COVID 19 geta haft skelfilegar efnahagslegar afleiðingar líka hér uppi á Íslandi. Eru stjórnvöld við- búin slíku og hafa þau gert viðbragðsáætl- anir til að takast á við slíkan vanda? Stjórnvöld ættu að hafa lært af reynsl- unni frá 2008, en samt skyldu menn var- ast að draga þá ályktun að rökréttar verði tekið á málum en þá var gert. Í efnahags- hruninu haustið 2008 var kallað eftir því að lánavísitalan yrði tekin úr sambandi svo venjulegt fólk með verðtryggð hús- næðislán stæði ekki uppi eignalaust eftir skamman tíma. Slíkt var ekki gert og tug- þúsundir Íslendinga lentu í vandræðum og þúsundir fjölskyldna misstu í kjölfarið eigið húsnæði. Það sem verra var að fjár- málastofnunum sem keyptu skuldapakk- ana á hrakvirði var beinlínis sigað á þetta varnarlausa fólk. Íslendingar eru þegar farnir að horfa fram á versnandi horfur í ferðaþjónustu vegna COVID 19 faraldursins. Þótt allir bindi vonir við að þessi pest fjari hratt út, hlýtur að vera vissara fyrir stjórnvöld að gera þar líka ráð fyrir hinu versta. Þá skiptir öllu máli hvernig sú viðbragðsáætlun lítur út. Ef við gefum okkur að það sem vonandi verður alls ekki, að áhrif faraldursins verði vaxandi atvinnuleysi og lokanir fyrirtækja og hugsanleg gjaldþrot, þá munu fylgja því vandræði hjá mörgum þeirra sem við þessa grein starfar. Það mun líka þýða vandræði hjá verktökum sem hafa verið að byggja upp ný hótel af miklum krafti og þeirra birgjum. Keðjuverkunin gæti því orðið nokkuð hröð og ofsafengin. Spurningin er þá hvort stjórnvöld muni aftur gefa fjár- málastofnunum skotleyfi á þá skuldsettu, eða hafa þau kjark til að setja á greiðslu- stöðvun lána meðan slík holskefla ríður yfir? /HKr. Stjórnarskipti hjá Bændasamtökum Íslands Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Námafjall og umhverfi er háhitasvæði sem liggur um sprungurein sem nær norður úr Öxarfirði gegnum eldstöðina Kröflu og suður fyrir Hver- fell. Jarðhitanum er viðhaldið af kvikuinnskotum frá eldstöðinni. Fyrr á öldum var mikið brennisteinsnám við Námafjall. Eigendur Reykjahlíðar auðguðust mikið á sölu brennisteins. Brennisteinn var unninn í Hlíðarnámum. Danakonungur eignaðist námurnar árið 1563. Þær voru nýttar af og til fram á miðja 19. öld. Verksmiðja til að vinna brennistein var reist í Bjarnarflagi árið 1939 og starfaði í nokkur ár. Mynd / Hörður Kristjánsson Veiruvá Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.