Bændablaðið - 05.03.2020, Page 8

Bændablaðið - 05.03.2020, Page 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 20208 FRÉTTIR Verkefnin Fyrirmyndarbú og Gæðaeftirlit Auðhumlu lögð niður: Ástæðan sögð einföldun og sparnaður Stjórn Auðhumlu ákvað á fundi sínum þann 26. febrúar síðastliðinn að sameina verkefnin Fyrirmyndarbú og Mjólkureftirlitið undir nafninu Gæðaeftirlit Auðhumlu. Rekstur Auð humlu er viðkvæmur og stendur ekki undir álags­ greiðslum af þessu tagi. Ágúst Guðjónsson, bóndi að Læk og stjórnarformaður Auðhumlu, segir að í skipulagsbreytingu af þessu tagi og sameining verkefna felist sparnaður sem muni styrkja rekstur Auðhumlu. Álagsgreiðslur til þeirra sem flokkuðust undir Fyrirmyndarbú verðar felldar niður en þær voru ein króna á lítra á síðasta ári en höfðu lækkað úr tveimur prósentum á lítrann á árinu þar á undan. „Þátttaka í verkefninu Fyrir­ myndar bú varð ekki eins og vonir stóðu til í upphafi og aðeins rúm lega 20% mjólkurbúa féllu undir Fyrirmyndabú. Rekstur Auðhumlu er viðkvæmur og stendur einfaldlega ekki undir álagsgreiðslum af þessu tagi. Við stefnum að því að einfalda nálgun á því hvernig úttektir verða framkvæmdar með hliðsjón af hlutverki Mast í veitingu starfsleyfa og úttektum þeirra og komast þannig hjá tvíverknaði,“ segir Ágúst. Ekki slakað á kröfum Ágúst fullyrðir að þetta þýðir ekki að slakað sé á gæðakröfum eða eftirliti af hálfu Auðhumlu. „Hjá Auðhumlu eru starfandi þrír gæðaráðgjafar sem hafa eftirlit með gæðamálum mjólkur og koma til með að gera úttektir hjá framleiðendum þó það verði með öðrum hætti en var í Fyrirmyndarbúsverkefninu.“ Gæðaeftirlit Auðhumlu „Í kjölfar breytinganna munu þrír starfsmenn starfa við gæðaeftirlitið og hefur Sigurður Grétarsson verið ráðinn sviðsstjóri Gæðaeftirlits Auðhumlu sem öll mjólkurbú falla undir. Hann er bændum af góðu kunnur enda með langa starfsreynslu er kemur að mjöltum, mjaltatækni og gæðamálum þeim tengdum. Úttektir af okkar hálfu eftir breytingarnar munu snúa að matvælaöryggi og ásýnd búa og aðkomu að þeim en ekki þeim þáttum sem Mast ber ábyrgð á. Hugmyndin að baki Fyrirmyndar­ búsverkefninu var mjög jákvætt og lifandi og tók mið af aðstæðum á hverjum tíma og ýtti undir jákvæðar breyt ingar. Þessar breytingar eru liður í því að þróa verkefnið þannig að það nýtist bændum og afurða­ stöðvum þeirra sem best með innra gæðaeftirliti.“ Ágúst segir að í framhaldi af þessari ákvörðun munu greiðslur fyrir Fyrirmyndarbú falla niður frá 1. maí 2020 og að samhliða þessum breytingum hafi Jarle Reiesen dýralæknir látið af störfum og eru honum þökkuð góð störf í þágu bænda og Auðhumlu. /VH Ágúst Guðjónsson, stjórnarformaður Auðhumlu. Háskólinn á Akureyri, Há skóli Íslands og Háskólasetur Vest fjarða standa nú fyrir könnun á viðhorfum til búsetu, lífsgæða og fyrir ætlana fólks í sveitum og öðru strjálbýli á landinu. Myndin er af Bíldudal. Mynd / HKr. Fagráðstefna skógræktarinnar 2020: Könnun á viðhorfum fólks í sveitum og öðru strjálbýli Byggðastofnun stendur nú fyrir könnun á viðhorfum til búsetu, lífsgæða og fyrir ætlana fólks í sveitum og öðru strjálbýli á landinu. Könn unin er unnin í samvinnu við Háskólann á Akureyri, Há skóla Íslands og Háskólasetur Vest fjarða. Þóroddur Bjarnason, prófessor í byggðafræði við Háskólann á Akureyri, stýrir rannsókninni en hann hefur stundað rannsóknir og látið nokkuð til sín taka í umræð­ um um byggðamál á undanförn­ um árum. Hann útskýrir tilgang könnunarinnar þannig: „Það er svo skrýtið, ótrúlega margir virðast vita allt um sveit­ ir landsins – hverjir búa í sveit og hvers vegna, hvaða vandamál steðja að sveitunum og hvernig sé best að leysa þau vandamál. Það er kannski þess vegna sem íbúar sveitanna eru sjaldan eða aldrei spurðir álits á þessum málum. Á hverju einasta ári eru gerðar ótal kannanir á því hvaða stjórnmála­ flokk fólk styðji, hvaða álit það hafi á einstökum vörumerkjum og hversu margir unglingar hafi reykt sígarettur, en við vitum sáralítið um íslensk sveitasamfélög í heild. Auðvitað þekkir fólk vel til í sinni sveit og sumir hafa mjög góða yfir­ sýn um það hvernig málin hafa þró­ ast á landsvísu. Aðrir byggja sínar hugmyndir kannski meira á því sem einhver sérfræðingur hefur sagt, eða að hafa verið í sveit fyrir mörgum áratugum, nú eða af því að horfa á kvikmyndir eins og Hrúta, Land míns föður eða Óðal feðranna. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir almenna umræðu og sérstaklega fyrir stefnumótun í byggðamálum að raddir fólks í sveitum landsins heyrist í þessari almennu umræðu sem oft er mjög höfuðborgarmiðuð. Þessi könnun mun vonandi hjálpa til í þeim efnum,“ segir Þóroddur. Könnunin er netkönnun á slóðinni www.byggdir.is og tekur að sögn Þórodds 10–12 mínútur að svara henni. Margrét Gísladóttir, fram­ kvæmda stjóri Lands­ sambands kúa bænda, segir að landsambandið hefði viljað sjá betri þátttöku í Fyrirmyndarbúinu, enda gott og þarft verkefni þar á ferð. „Fyrirmyndarbúið var byggt á sameiginlegri vinnu LK og Auðhumlu á sínum tíma sem Auðhumla tók svo áfram með sérstökum greiðslum til þeirra búa sem stóðust úttekt. Með þessari sameiningu undir nafninu Gæðaeftirlit Auðhumlu falla sérstakar greiðslur fyrir Fyrirmyndarbúið niður en þetta er ekki fullmótað og mér skilst að við munum sjá skýrari útfærslu í nánustu framtíð. Við hvetjum að sjálfsögðu alla bændur á öllum tímum að ástunda fyrirmyndarbúskap, hvort sem er innan slíks verkefnis eður ei.“ Hefði viljað sjá betri þátttöku í Fyrirmyndarbúinu Margrét Gísladóttir. Mynd / HKr. Besti lambafaðirinn og mesti kynbótahrúturinn á fagfundi sauðfjárræktarinnar: Bændur verðlaunaðir fyrir Durt og Klett Á fagfundi sauðfjárræktarinnar á föstudaginn var samkvæmt venju afhent verðlaun sæðingastöðvanna; annars vegar fyrir besta lambaföð­ ur stöðvanna og hins vegar mesta kynbótahrút stöðvanna. Að sögn Eyþórs Einarssonar, sauðfjárræktarráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), er besti lambafaðirinn valinn út frá árangri hans frá liðnu hausti; út frá niðurstöðum lambadóma, kyn­ bótamats og þungauppgjöri úr skýr­ sluhaldinu. Mesti kynbótahrúturinn byggir á alhliða reynslu hans sem lambaföður og ærföður. Hann þarf að eiga orðið tvo árganga af dætr­ um, tilkomnum í gegnum sæðingar, með afurðauppgjör. Eyþór segir að sauðfjárræktarráðunautar RML sjái um valið á þessum hrútum út frá ákveðinni forskrift. Þroskamikil afkvæmi, með góðan bakvöðva og úrvals lærahold Eyþór kynnti besta lambaföður stöðvanna árið 2019, sem er Durtur 16­994 frá Hesti. Í yfirliti hans kom fram að Durtur væri sonur Rudda 15­ 737 frá Hesti og dóttursonur Danna 12­923 frá Sveinungsvík. „Í þriðja ættlið standa þeir á bakvið hann; Garri 11­908 frá Stóra­Vatnshorni, Grábotni 06­833 frá Vogum 2 og Hergill 08­870 frá Laxárdal. Í fljótu bragði virðist því „Hestblóðið“ ekki þykkt sem um æðar hans rennur. Hins vegar er það í gegnum suma þessa áðurnefndu stöðvahrúta sem rekja má ættir hans í helstu stórstjörnur Hestbúsins á síðari árum og má þar nefna Kveik 05­965, Raft 05­966 og Lóða 00­871. Durtur var valinn á sæðingastöð á grunni afkvæmarannsóknar á Hesti haustið 2017. Hann fékk strax ágætar viðtökur. Haustið 2018 voru stigaðir 80 synir hans vítt og breitt um landið. Þar kom fram mikið af kostagripum og vinsældir hans jukust í kjölfarið. Síðasta haust átti hann næststærsta hóp lambhrúta sem til skoðunar kom, eða 250 hrútlömb. Þá hefur Durtur þegar skilað öflug­ um syni inn á stöðvarnar, Glæponi 17­809 frá Hesti. Afkvæmi Durts eru yfirleitt þroskamikil, með góðan bakvöðva og úrvals lærahold. Ullin er lakasti eiginleiki þeirra. Durtur er engin fituleysiskind en gefur þó ekki óhóf­ lega feitt. Kynbótamat hans fyrir fitu er nú 99 stig. Hann skilar frábæru holdfyllingarmati hjá sláturlömbum. Kynbótamat hans fyrir þann eigin­ leika stendur nú í 125 stigum. Þar með trónir hann á toppnum fyrir þann eiginleika með afgerandi hætti af núlifandi stöðvahrútum sem hlotið hafa reynslu í gegnum sæðingar. Durtur gefur úrvals gerð og góðan þroska. Hann hlýtur nafn­ bótina „besti lambafaðirinn“ fyrir árið 2019,“ sagði í kynningu Eyþórs. Klettur fer ákaflega vel af stað Árni B. Bragason, sauðfjár­ ræktarráðunautur hjá RML, kynnti mesta alhliða kynbótahrút sæðinga­ stöðvanna árið 2020, sem er Klettur 13­962 frá Borgarfelli í Skaftártungu. Árni sagði að sterkar ættir stæðu að Kletti, sem byggðu á hinni öflugu fjárrækt heima á Borgarfelli í bland við kynbótahrúta af sæðingastöðvun­ um. „Faðir hans er sonur Stála 06­831 frá Teigi í Fljótshlíð og móðir hans dóttir Kveiks 05­965 frá Hesti. Bæði föðurmóðir og móðurmóðir rekja ættir sínar að Hesti að hluta til og þarf ekki að rekja ættir þeirra langt aftur til að finna höfðingja eins og Hyl 01­883, Bút 93­982 og Möl 95­812. Gunnlöð 08­932 móðir Kletts var frá­ bær afurðaær. Hún bar 24 lömbum og af þeim 13 valin til lífs. Gunnlöð var með 9,9 afurðastig að loknu æviskeiði sínu 9 vetra gömul. Klettur var valinn til notkunar á sæðingastöðvunum sumarið 2016. Hann fékk strax góðar viðtökur hjá bændum vítt og breitt um landið og var árlega í hópi mest notuðu stöðva­ hrútanna þá þrjá vetur sem hann þjón­ aði þar. Samkvæmt Fjárvís hafa verið skráðar 3.150 sæddar ær við Kletti. Afkvæmi Kletts eru jafnan fremur þroskamikil, þykkt bakvöðva og stig­ un þeirra hefur legið nærri meðaltöl­ um stöðvahrútanna og þessi lömb eru yfirleitt fremur fitulítil. Hann stendur nú í 109 stigum fyrir gerð samkvæmt BLUP kynbótamati og 115 stigum fyrir fitu. Klettur fer ákaflega vel af stað sem ærfaðir eins og væntingar stóðu til. Dæturnar eru prýðilega frjósamar og stendur hann nú í 112 í kynbótamati fyrir þann eiginleika. Þær virðast jafnframt mjög mjólk­ urlagnar og þar stendur kynbótamat Kletts í 116. Klettur er því kominn í hóp öflugustu ærfeðra sem fram hafa komið í ræktunarstarfinu. Klettur er að verða mikill ætt­ faðir og nú þegar hafa komið fram nokkrir synir hans sem virðast mjög spennandi lambafeður. Næsta víst má telja að afkomendur Kletts verði að finna í hópi stöðvahrútanna á kom­ andi árum. Klettur er sannarlega einn af öflugustu alhliða kynbótagripum stöðvanna og er vel að því kominn að vera útnefndur „mesti kynbótahrútur sæðingastöðvanna árið 2020“. Fyrir hönd sæðingastöðvanna afhenti Anton T. Bergsson frá Búnaðarsamtökum Vesturlands verð­ launin. Eyjólfur Kristinn Örnólfsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands, tók við verðlaununum fyrir hönd Hestbúsins. Sveinn Sigurmundsson, frá Búnaðarsambandi Suðurlands, tók við verðlaununum fyrir hönd bændanna á Borgarfelli, þeirra Sigfúsar Sigurjónssonar og Lilju Guðgeirsdóttur. /smh Durtur 16-994. Klettur 13-962. Eyjólfur Kristinn Örnólfsson tekur við verðlaunum fyrir Durt.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.