Bændablaðið - 05.03.2020, Síða 10

Bændablaðið - 05.03.2020, Síða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 202010 „Það verður að viðurkennast að það eru margir orðnir lang­ þreyttir á ástandinu og horfa með tilhlökkun til vorsins og batnandi tíðar með blóm í haga,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Sveitarfélaginu Skagafirði. Ansi langt er síðan Skag firðingar hafa upplifað sam bærilegan vetur og þann sem nú stendur enn yfir og virðist í fullu fjöri. Veður hefur verið mun verra en gengur og ger­ ist að vetrarlagi í byggðarlaginu. Veður og tilheyrandi ófærð hafa haft mikil áhrif á daglega starfsemi í héraði, en tíð hefur verið einkar rysjótt frá því norðanáhlaupið gekk yfir landið 10.–11. desember síð­ astliðinn. Þjóðvegur 1 bæði um Vatnsskarð og Öxnadalsheiði hafa ítrekað í vetur verið lokaðir og vegur um Þverárfjall og Siglufjarðarvegur enn oftar, en síðasttöldu vegirnir eru í þjónustuflokki 3 sem skýrir að þeir hafa verið lokaðir oftar, í 26 og 24 skipti. Mikil ófærð hefur að auki verið á stundum innan héraðs. Í þrígang hefur sjór flætt yfir hafnarsvæðið og Strandveg á Sauðárkróki. Skólahald hefur margoft fallið niður í vetur í grunnskólum hér­ aðsins. Sem dæmi má nefna að 4 heilir kennsludagar hafa fallið niður í Árskóla á Sauðárkróki vegna ófærðar eða rafmagnsleysis, 7 dagar hafa fallið niður í Varmahlíðarskóla og í Grunnskólanum austan Vatna hafa fallið niður 8 kennsludagar. Því til viðbótar hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem hluti kennsludaga hafa fallið niður. Tíðar lokanir hafa einnig verið í vetur í leikskólum, tónlistarskóla og íþróttamannvirkj­ um af sömu völdum. Sigfús segir ekki búið að meta heildartjón sem hlaust af óveðrinu í desember. Raforkukerfi hafi lask­ ast verulega á nokkrum svæð um, þá varð umtalsvert tjón á hafnar­ svæðinu á Sauðárkróki og sjóvar na­ görðum þar sem í tvígang flæddi inn á svæðið. Hann nefnir einnig að tjón hafi orðið á húsakosti í dreifbýli, skepnur fennt og mikið tjón orðið víða um hérað vegna skemmda á girðingum. Þá hafi stöku kúabóndi í Skagafirði orðið fyrir tjóni vegna rafmagnsleysis í desember og eins megi nefna tjón í formi vinnslu­ stöðvana hjá fyrirtækjum. /MÞÞ FRÉTTIR Náttúrulegur styrkur Skagfirðingar langþreyttir á óvenju erfiðum vetri – Horfa með tilhlökkun til vors og batnandi tíðar Umtalsvert tjón hefur orðið á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki og sjóvarnagörðum þar sem í tvígang hefur í vetur flætt inn á svæðið. Skagfirðingar og eflaust fleiri bíða vors með óþreyju eftir óvenju erfiðan vetur. Mynd / Sveitarfélagið Skagafjörður Fimm ný verndarsvæði í byggð Lilja Alfreðsdóttir mennta­ og menn ingarmála ráðherra hefur staðfest tillögur að fimm nýjum verndar svæðum í byggð. Til­ gangur slíkra svæða er að stuðla að verndun byggðar vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis þeirra. Tillögur um verndarsvæði koma frá viðkomandi sveitarfélagi en Minjastofnun Íslands veitir sveitarfélögum ráðgjöf við undirbúning til lagna og skilar einnig um sögn sinni til ráðherra. Svæðin sem um ræðir nú eru framdalur­ inn í Skorradal, gamli bæjarhlutinn á Sauðár króki, vestur­ hluti Víkur í Mýrdal, Þórkötlustaða hverfi í Grindavík og bæjar­ hlutarnir Plássið og Sandur inn á Hofsósi í Skagafirði. Byggð svæði hluti af menningararfi „Menningararfur okkar Íslendinga er fjölbreyttur og byggð svæði eru hluti hans. Verndarsvæði í byggð geta meðal annars haft sögulegt, félagslegt eða fagurfræðilegt gildi fyrir fyrri, núlifandi og komandi kynslóðir. Fyrstu verndarsvæðin voru staðfest árið 2017 og nú eru þau orðin tíu talsins. Ég hvet landsmenn til þess að heimsækja þessi svæði og kynna sér merkilega sögu þeirra og þýðingu – bæði þá og nú,“ segir ráðherra í frétt á vefsíðu ráðuneytisins. Eitt svæðanna er vesturhluti Víkur í Mýrdal, svæði sem nær frá Víkurbraut 16 í austri og tekur til húsa norðan Víkurbrautar til og með bátaskýlisins við Víkurbraut 40a, auk húsa númer 21 (Halldórsbúð), 21a, 17 (Skaftfellingabúð), 19, 11 og 11a, sem eru sunnan Víkurbrautar. Innan þessarar afmörkunar eru verslunar­ og íbúðarhús frá upphafi fjölbýlismyndunar í Vík og fram til ársins 1918, auk nokkurra yngri bygginga. Tvö verndarsvæði í Skagafirði Gamli bærinn á Sauðár­ króki: er á svæði sem afmarkast að norðan af nyrsta íbúðar­ húsi Sauðár króks, að austan af Strandvegi, að sunnan af Kirkju­ torgi og Kirkjuklauf (Hlíðarstíg) og að vestan af Nöfum. Pláss ið og Sandurinn á Hofsósi er á svæði sem er um 3 hektarar að stærð og afmarkast af Brekkunni að norðan, af brekkubrún Bakkans að austan og sjó og hafnargarði að sunnan og vestan. Framdalur Skorradals afmarkast við heimatún bæjanna Háafells, Fitja, Sarps, Efstabæjar, Bakkakots og Vatnshorns. Einnig nær verndin til gömlu þjóðleiðanna sem liggja um lönd fyrrgreindra bæja. Um er að ræða fornar þingleiðir, biskupa­ og prestaleiðir m.a. tengdar Fitjakirkju og Þingvöllum, gamlar verleiðir milli landshluta og leiðir til aðdrátta sem lengst af lágu til Hvalfjarðar. Þórkötlustaðahverfi í Grindavík er svæði sem afmarkast af Austur­ vegi til norðurs og af túnmörkum og hlöðnum túngörðum við Sloka hraun til austurs. Strandlengja Þórkötlu­ staða bótar afmarkar svæðið til suðurs og vesturmörkin eru við Kóngahraun við Þórkötlustaðanes. /MÞÞ Lilja Alfreðsdóttir.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.