Bændablaðið - 05.03.2020, Side 11

Bændablaðið - 05.03.2020, Side 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 2020 11 Nýlega tóku 70 nemendur í fram haldsskólum víðs vegar um landið sveinspróf í vélvirkjun. Sérstaka athygli vekur að nú var haldið sveinspróf í Fjölbrauta­ skóla Suðurlands á Selfossi í fyrsta skipti í 20 ár í náminu. Vélvirkjun er í heildina 6 anna nám sem byrjar með grunndeild málmiðna sem er fjórar annir og svo eru tvær annir í vélvirkjun. Eftir skóla þá tekur við 18 mánaða vinna í faginu og þá fyrst er nemandinn klár í sveinspróf. Sveins prófinu er skipt upp í nokkra hluta. Fyrst er skriflegt próf úr öllu námsefni annanna á undan. Því næst er prófað í smíða stykkjum, bilanagreiningu, slitmælingu og suðu. „Það voru 12 nemendur sem tóku prófið núna og stóðu sig allir með mikilli prýði. Höfðu nemendur á orði að aðstaðan okkar í skólanum væri framúrskarandi enda erum við með nýtt og glæsilegt verknámshús, sem heitir Hamar,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. /MHH Náttúrulegur styrkur Styrkjum úr Uppbyggingarstjóði Norðurlands eystra var úthlutað við athöfn í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra: Áttatíu og tvö verkefni hlutu 76 milljónir króna í styrki Úthlutað hefur verið úr Upp­ byggingar sjóði Norðurlands eystra 76 milljónum króna til menn ingar, atvinnuþróunar og nýsköp unar en athöfnin var í Skjól brekku í Mývatnssveit. Ávörp fluttu Þorsteinn Gunnars­ son, sveitarstjóri Skútu staða hrepps, Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitar félaga á Norðurlandi eystra, Eva Hrund Einarsdóttir, formaður úthlut unarnefndar Uppbyggingar sjóðs og Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE. Jóla svein arnir í Dimmuborgum sáu um skemmti atriðin og Sel­Hótel sá um veitingarnar. Sjóðurinn er samkeppnis sjóður og veitir verkefnastyrki til menn­ ingar verkefna, atvinnu þróunar og nýsköpunar auk stofn­ og rekstrar styrkja til menningar mála. Samningurinn er hluti af samningi milli SSNE og ríkisins um Sóknar­ áætlun Norðurlands eystra 2020– 2024. Uppbyggingarsjóði bárust sam­ tals 158 umsóknir, þar af 68 til atvinnu þróunar og nýsköpunar og 90 til menningar. Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 82 verkefnum styrkvilyrði að upphæð 76 milljónum króna. Sam tals var sótt um tæpar 335 milljónir króna. /MÞÞ Sjötíu tóku sveinspróf í vélvirkjun Einbeittir nemendur í sveinsprófinu í vélvirkjun í verknámshúsinu Hamri en prófið var tekið á einni helgi. Mynd / MHH Brunavarnir Húnaþings vestra: Nýr tankbíll í stað bíls sem skemmdist í óveðrinu í vetur Byggðarráð Húnaþings vestra hefur samþykkt að nýta fjár­ magn á fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 sem ætlað var til endur­ nýjunar á bifreið fyrir félags­ þjónustu til kaupa á tankbíl fyrir Brunavarnir Húnaþings vestra. Alvarleg bilun varð á tankbíl Brunavarna Húnaþings vestra í óveðrinu í desember við hreinsun á tengivirki Landsnets í Hrútatungu. Við skoðun kom í ljós að viðgerð á bílnum svarar ekki kostnaði. Breytingin, þ.e. að kaupa tank­ bíl í stað bifreiðar fyrir félags­ þjónustuna, hefur ekki áhrif á heilda r niðurstöðu fjárhagsáætlunar 2020. /MÞÞ Hvammstangi. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.