Bændablaðið - 05.03.2020, Side 27

Bændablaðið - 05.03.2020, Side 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 2020 27 Setningarathöfn Búnaðarþings 2020 fór fram í hádeginu á mánudag í Súlnasal Hótel Sögu. Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, flutti setningarræðu og síðan ávarpaði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gesti. Haraldur Benediktsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, hélt hátíðarræðu. Soffía Björg Óðinsdóttir flutti eigin tónlist og veitingar voru í boði íslenskra bænda. Loks veitti Kristján Þór tveimur bæjum landbúnaðarverðlaunin, nautgripabændunum í Garði í Eyjafirði og blómaframleiðendunum á Espiflöt í Reykholti í Biskups- tungum, og er nánar fjallað um verðlaunin hér annars staðar á síðunni. Stöndum þétt saman Í ræðu Guðrúnar kom fram að viðeigandi hafi verið að nota slagorðið „stöndum þétt saman“ fyrir Búnaðarþingið 2020 vegna þess að félagskerfi landbúnaðarins var eitt af stóru málum þingsins. „Nefnd var skipuð sem hafði það verkefni að leggja fram tillögu að því hvernig einfalda mætti félagskerfið. Við bændur erum með talsvert mörg félög, bæði eftir búgreinum og eins eftir landsvæðum. Nú þegar samkeppnin við innfluttar búvörur er orðin býsna hörð, meðal annars vegna innflutnings á fersku kjöti og aukinna heimilda á ostainnflutningi á lágum eða engum tollum, er enn mikilvægara en áður að við náum að þétta raðirnar. Bændur – sama í hvaða búgrein þeir starfa – þurfa að standa saman sem ein heild,“ sagði Guðrún. Hún bætti við að stefna ætti að samstöðu víðar en í landbúnaði, bændur, stjórnvöld og neytendur eiga saman að standa vörð um íslenska framleiðslu. „Við eigum að sameinast um að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar, framleiða fyrsta flokks matvæli og hafa gæði þeirra alltaf í forgrunni. Horfum á holla og heilbrigða fæðu sem þátt í lýðheilsu þjóðarinnar,“ sagði hún. Guðrún sagði að Ísland þyrfti sjálfbæran og samkeppnishæfan landbúnað til að tryggja framleiðslu á hágæðamat fyrir landsmenn alla – líka sterkt félags- og efnahagslegt samfélag á landsbyggðinni. „Við þurfum að koma á heildstæðri stefnu um landbúnaðinn og hvaða hlutverki hann á að þjóna fyrir þjóðfélagið. Skýr stefna er grundvöllur þess að íslenskur landbúnaður geti þróast og tekist á við þær áskoranir sem landbúnaðargeirinn og dreifbýlið stendur frammi fyrir. Örar breytingar á ytra umhverfi og neysluháttum er áskorun fyrir frumframleiðendur og alla fæðukeðjuna. Þessar breytingar gera það að verkum að landbúnaðurinn þarf að aðlagast nýju umhverfi og það hratt. Við verðum að huga á nýjan hátt að framleiðslunni – hvernig hún fer fram og hvað er framleitt. Landbúnaðarstefnan þarf eðlilega að ríma við matvælastefnu, innkaupastefnu og aðra gildandi stefnumótun sem hefur verulega snertifleti við hana. Nútímavædd landbúnaðarstefna þarf að leggja meiri áherslu á umhverfi og loftslag: Stuðla að umskiptum í átt til sjálfbærari landbúnaðar og styðja við þróun lifandi og öflugra sveita. Stefnumótun er ekki töfraorð sem mun leysa öll viðfangsefni á einni nóttu. En hún mun koma okkur nær því að vinna betur saman. Skýrir BETRA START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir dráttarvéla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. Ráðgjafar Olís og Rekstrarlands veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. Ræður við setningarathöfn Búnaðarþings 2020: Stöndum þétt saman – um stefnu að nýjum og betri landbúnaði framtíðarinnar Frá fundi á Búnaðarþingi 2020 sem fram fór í Bændahöllinni í Reykjavík. Mynd / HKr. Guðrún Tryggvadóttir við setningu Búnaðarþings Bændasamtaka Íslands 2020. – Framhald á næstu síðu

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.