Bændablaðið - 05.03.2020, Qupperneq 28

Bændablaðið - 05.03.2020, Qupperneq 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 202028 markmiðin og hjálpar okkur að ná árangri til þess að efla íslenskan landbúnað,“ sagði Guðrún. Fyrsta konan í formannsstöðu í sögu heildarfélags bænda Hún vék næst talinu að jafnréttisstefnu Bændasamtakanna, en um hana var sérstaklega fjallað á þinginu. „Um fjórðungur þeirra sem taka þátt í félagstarfi bænda eru konur. Þarna þurfum við að taka okkur á og jafna kynjahlutfallið. Á Búnaðarþingi verður fjallað um jafnréttisstefnu Bænda­ samtakanna sem uppfærð var í framhaldi af úttekt og skýrslu um þátttöku kvenna í félagsstarfi bænda. Sú sem hér stendur er fyrsta konan í 183 ára sögu heildarfélags íslenskra bænda sem gegnir formannsstöðu. Það er áhugaverð staðreynd. Við höfum núna síðastliðið ár verið tvær konur í fimm manna stjórn en þar á undan var ég eina konan í hópi stjórnarmanna.“ Komið til móts við neytendur Guðrún ræddi einnig um þær neyslubreytingar sem eiga sér stað í samfélaginu og að mæta þeim sé ein af áskorunum sem landbúnaðurinn stendur frammi fyrir. „Áskoranir þýða samt ekki að landbúnaðurinn eigi ekki tækifæri. Í nýsköpun og vöruþróun felast sóknarfæri í matvælaframleiðslu fyrir nýja markhópa. Það að fólk breyti neysluvenjum sínum þýðir ekki að það vilji ekki íslenska vöru. Það þýðir einfaldlega að við þurfum að leggja vinnu í að finna hvað það er sem fólk vill borða og hvernig við getum fullnægt kröfum þess. Með aukinni neyslu grænmetis hljóta til dæmis að skapast tækifæri fyrir stóraukna framleiðslu í þeim geira. Íslenskt haframjöl og bygg sýna okkur að við eigum góða möguleika í ræktun kornmetis. Hinar hefðbundnu greinar landbúnaðarins eiga að sjálfsögðu mörg sóknarfæri og eiga ýmis spil uppi í erminni. Lítil lyfjanotkun, hreint vatn, mikil grasfóðrun og áætlanir um kolefnisjöfnun eru allt sölupunktar sem við höfum fram yfir flesta okkar keppinauta. Inni í fyrrnefndri land búnaðar­ stefnu þarf að vera pláss og fjármagn til að styðja við nýsköpun og nýjar greinar.“ Að lokum ræddi Guðrún um hlutverk íslensks landbúnaðar í framtíðinni. Landbúnaðarstefna snýst ekki bara um það hvað ríkið ætlar að gera fyrir landbúnaðinn. Hún gerir líka ríkar kröfur til bænda sjálfra. Þeir þurfa að tengjast neytendum miklu betur og vinna í krafti sameiginlegrar sýnar fyrir landbúnaðinn í heild. Búa þarf þannig um hnútana að kynslóðaskipti og nýliðun verði auðveld svo að ljós geti logað í sem flestum gluggum á sveitabæjum landsins. Landbúnaðurinn verður að geta fjárfest og þróast í takt við samfélagið í heild og skila bændum sambærilegum lífskjörum og öðrum í þjóðfélaginu. Raunhæft og réttlátt verð til frumframleiðenda er uppskrift að góðum landbúnaði. Bændur þurfa að ná sterkari stöðu við sölu afurða sinna og njóta ávaxta virðiskeðjunnar í heild. Meginspurningin sem við verðum að svara er: „Hvaða hlutverki á landbúnaðurinn að þjóna til framtíðar í íslensku samfélagi?“ Svar okkar sem hefjum nú störf á Búnaðarþingi er afdráttarlaust. Við viljum að íslenskur landbúnaður vaxi og dafni. Hann er mikilvægur hlekkur í atvinnulífinu og innan hans leynast fjölmörg sóknarfæri. Það er okkar að nýta þau,“ sagði Guðrún í lok ræðu sinnar. Erfiðri stöðu snúið í vænlega Kristján Þór sagði í upphafi ræðu sinnar að á síðustu tveimur árum, frá síðasta Búnaðarþingi, hefði tekist að snúa erfiðri stöðu fyrir íslenskan landbúnað, í vænlega. Nefndi hann sérstaklega aðgerðaráætlunina sem ástæðu þess, vegna afnáms frystiskyldunnar á innfluttum búvörum, sem þurfti að ráðast í með breytingum á lögum. Með henni væru byggðar upp öflugar varnir, öryggi matvæla og bústofna tryggt – auk þess sem samkeppnisstaða innlendrar matvælaframleiðslu væri styrkt. Tilraunaverkefni um heimaslátrun Hann gerði vanda sauðfjárbænda að umræðuefni, að hann hafi verið til umfjöllunar í aðdraganda síðasta Búnaðarþings. „Í janúar í fyrra var skrifað undir endurskoðun sauðfjársamningsins sem var stórt skref til að bregðast við þeim vanda, en þar var meðal annars samið um breytingar sem stuðla að meira jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á markaði með sauðfjárafurðir. Mikilvægast af öllu er að nú sjást merki um að hagur sauðfjárbænda sé að vænkast, meðal annars með hærra afurðaverði. Þá tel ég að þeir aðlögunarsamningar sem samið var um hafi gefið góða raun. Þannig hafa 15 bændur gert aðlögunarsamninga um að hætta eða draga úr framleiðslu og ráðast í staðinn í fjölbreytt verkefni í sveitum landsins. Við þurfum hins vegar áfram að leita leiða til að styrkja tekjugrunn sauðfjárræktarinnar og byggja undir stöðugan atvinnurekstur til frambúðar. Eitt slíkt verkefni sem kallað er eftir er leyfi bænda til heimaslátrunar sem aukið gæti frelsi þeirra til dreifingar á kjöti á markaði. Í landbúnaðarráðuneytinu er unnið að því að setja af stað tilraunaverk efni í samstarfi við Landssamtök sauðfjárbænda og vonast ég til að kynna það nánar á næstu vikum,“ sagði Kristján Þór. Ráðherra sagði að nú væri rétti tíminn til að hefja heildstæða stefnumótun fyrir íslenskan landbúnað. „Því fagna ég tillögu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga að mótuð verði landbúnaðarstefna, um sameiginlega sýn og skýrar áherslur til framtíðar. Skýr landbúnaðarstefna til langrar framtíðar er hagur allra; bænda, neytenda, smásöluaðila, framleiðenda og stjórnvalda. Samhliða gefst tækifæri til að endurskoða landbúnaðarkerfið frá grunni. Við þurfum ekki að óttast endurskoðun. Hún er löngu tímabær og ég er sannfærður um að hún er forsenda frekari framþróunar greinarinnar. Mótun landbúnaðarstefnu er samvinnuverkefni bænda, neytenda og atvinnulífs, og stuðlar að frekari sátt um framtíð íslensks landbúnaðar.“ Fyrsti þáttur verkefnisins að móta nýja landbúnaðarstefnu myndi hefjast á næstu vikum, meðal annars með opnum fundum um allt land. Skrifstofa landbúnaðar og matvæla Kristján Þór notaði tækifærið til að vekja athygli á að landbúnaðarskrifstofa ráðuneytisins hafi verið efld til muna á kjörtímabilinu og því stæðust ekki fullyrðingar um hið gagnstæða. Fyrrum starfsmenn Búnaðarstofu Matvælastofnunar, sem nýlega færðust til ráðuneytisins, hafa þannig verið færðir undir skrifstofu landbúnaðar og matvæla. „Sú skrifstofa er nú orðin öflugri og kraftmeiri en hún hefur verið undanfarin ár og er nú fjölmennasta fagskrifstofa ráðuneytisins. Þrátt fyrir að ég sé ekki þeirrar gerðar að tala fyrir mikilli fjölgun opinberra starfsmanna er staðreyndin sú að aldrei áður hafa fleiri sérfræðingar unnið að landbúnaðarmálum í stjórnarráðinu en á þessum tímapunkti.“ Hann ræddi síðan um metnaðarfull markmið innan landbúnaðargreina um loftslags­ vænni landbúnað á næstu árum og áratugum. Hann mælti með því að bændur og stjórnvöld myndu sameinast í því metnaðarfulla markmiði að stefna að því að íslenskur landbúnaður yrði að fullu kolefnisjafnaður eigi síðar en árið 2040. /smh BÚNAÐARÞING 2020 STÖNDUM ÞÉTT SAMAN Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, setur Búnaðarþing 2020 í hádeginu 2. mars. Mynd /smh Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpar Búnaðarþingsgesti. Mynd / smh Tímarit Bændablaðsins gefið út samhliða Búnaðarþingi Tímarit Bændablaðsins var gefið út samhliða Búnaðarþingi 2020. Í ritinu eru viðtöl og fjölbreytt umfjöllun um málefni landbún- aðarins. Þar má nefna viðtöl við Geir Guðlaugsson, fyrrverandi kúabónda að Kjarans stöðum í Hvalfjarðarsveit, og Halldóru Ólafsdóttur, sem starfaði í 40 ár í Bændahöllinni. Rætt er við fólk sem starfar í 15 búgreinum og félögum sem eiga aðild að BÍ um búskap og fram­ tíðarhorfur greinarinnar. Að auki er fjallað um Hlöðuna – hlaðvarp Bændablaðsins, nýsköpunarfyr­ irtækið Atmonia, sem er að þróa nýja aðferð við vinnslu áburðar, Embluverðlaunin og margt fleira. Hagtölur um landbúnað og kynning­ arefni frá fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast bændum er á sínum stað. Tímaritinu er dreift ókeypis á öll lögbýli, til áskrifenda og í helstu fyrirtæki sem starfa í landbúnaði. Hörður Kristjánsson ritstýrði ritinu eins og fyrri ár.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.