Bændablaðið - 05.03.2020, Side 30

Bændablaðið - 05.03.2020, Side 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 202030 BÚNAÐARÞING 2020 STÖNDUM ÞÉTT SAMAN Ályktanir Búnaðarþings 2020 Búnaðarþing 2020 ályktaði um fjölda mála. Á vefsíðu Bændasamtakanna, bondi.is, er að finna ítarlegri texta, ályktanir og greinargerðir í heild sinni. Þar eru einnig fundargerðir þingsins aðgengilegar ásamt upplýsingum um þingfulltrúa og nefndaskipan. Landbúnaðarstefna Búnaðarþing 2020 beinir því til stjórnar Bændasamtakanna að hraða mótun landbúnaðarstefnu. Markmiðið er að til verði áherslupunktar sem byggðir eru á grunni stefnumarkmiða aðildarfélaga Bændasamtakanna. Samtökin komi á samtali aðildarfélaga sinna, með það að leiðarljósi að fá fram markmið þeirra og sjónarmið. Stjórn BÍ er falið að sjá um framgang málsins. Nýtt skipulag á félagskerfi landbúnaðarins Búnaðarþing 2020 felur stjórn BÍ að ljúka endurskipulagningu á félagskerfi samtakanna, við þá vinnu verði tillögur félagskerfisnefndar sem liggja fyrir Búnaðarþingi hafðar til hliðsjónar. Tillögur að nýju og fullmótuðu skipulagi félagskerfisins liggi fyrir eigi síðar en á Búnaðarþingi 2021. Búnaðarþing leggur ríka áherslu á eftirfarandi þætti: • Ein öflug hagsmunasamtök fyrir landbúnaðinn. • Bein aðild félagsmanna að BÍ með veltutengdu félagsgjaldi. • Byggt á tveimur megin stoðum, bændum og landbúnaðar­ tengdum fyrirtækjum. Umhverfisstefna landbúnaðarins 2020-2030 Búnaðarþing 2020 samþykkir Umhverfisstefnu landbúnaðarins 2020­2030. Markmið með stefnumörkuninni eru m.a. eftirfarandi: 1. Að umhverf iss tefnan verði leiðarljós einstakra bænda og búgreina sem og landbúnaðarins alls í umhverfismálum. 2. Að umhverfisstefnan verði mikilvægt verkfæri við endurskoðun búvöru­ samninga og aðra framtíðar­ samninga ríkis og bænda um umhverfistengd verkefni. 3. Að umhverf is s tefnan verði mikil vægt verk­ færi til markaðs sóknar landbúnaðarvara á íslenskum markaði og jákvæðrar ímyndarsköpunar fyrir íslenskan landbúnað. Umhverfisstefnan fjallar á almennan hátt um landbúnað og umhverfismál og skilgreinir megin markmið íslensks landbúnaðar í umhverfismálum næsta áratuginn. Lagt er til að leiðarljós stefnunnar verði loftslagsmál, sjálfbærni og vistheimt og meginmarkmið landbúnaðar í umhverfismálum hafi skírskotun í þessa þætti. Jafnréttisstefna BÍ Bændasamtök Íslands eru samtök bænda sem starfa að framgöngu landbúnaðar á Íslandi í víðri merkingu. Með jafnréttisáætlun vilja Bændasamtök Íslands stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla í félagskerfi sínu með því að ryðja úr vegi hindrunum sem geta verið á vegi kvenna og karla. Áætluninni er ætlað það hlutverk að skoða og endurmeta aðstæður á hverjum vinnustað og tryggja sambærilega möguleika fyrir alla starfsmenn. Auknu jafnrétti fylgja ný verkefni, meiri stöðugleiki og aðdráttarafl fyrir nýtt starfsfólk. Stjórnendur og starfsfólk taka höndum saman og vinna markvisst að jafnrétti með hagsmuni allra í huga. Markmiðið er að auka hlut kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Bændasamtaka Íslands með því að leitast við að tilnefna fólk af báðum kynjum. Samtökin leitist við að skapa jákvæða ímynd samtakanna varðandi viðhorf til kynjanna. Friðun landsvæða og stofnun þjóðgarðs Búnaðarþing 2020 krefst þess að friðun landsvæða og stofnun þjóðgarðs verði ekki gerð nema í samvinnu og með samþykki landeigenda og sveitarfélaga. Landsvæði verði ekki tekið undir friðunarákvæði án þess að ítarlegt samráð verði haft við alla hagaðila að málinu og horft til áhrifaþátta svo sem atvinnuveg, landbúnað og fleira. Málinu verði fylgt eftir í samræmi við umsagnir Bændasamtaka Íslands um frumvarp til laga um þjóðgarðastofnun og frumvarp til laga um stofnun hálendisþjóðgarðs. Vísinda- og rannsóknastarf landbúnaðarins Búnaðarþing 2020 telur að efla þurfi mennta­, vísinda­ og rannsóknarstarf í landbúnaði. Samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar þarf að styrkja með öflugri menntun, vísinda­ og rannsóknarstarfi. Landbúnaðarháskólunum í landinu verði tryggt nægilegt fjármagn til að starfrækja öflugt rannsóknastarf. Að búa til fleiri hvata fyrir nemendur til að afla sér framhaldsmenntunar á sviði landbúnaðar. Stjórn BÍ er falið að vinna málinu framgang. Ályktun Búnaðarþings 2018 um sama efni er ítrekuð, sem og ályktanir Búnaðarþings 2015 og 2016 um landbúnaðarháskóla. Aðför að Framleiðnisjóði mótmælt Búnaðarþing 2020 mótmælir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við setningu Búnaðarþings 2020. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, ávarpar búnaðarþingsfulltrúa. Myndir / HKr. Frá fundi á Búnaðarþingi 2020.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.