Bændablaðið - 05.03.2020, Page 31

Bændablaðið - 05.03.2020, Page 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 2020 31 Borgartúni 5a | Sími 520 5600 | rikiseignir@rikiseignir.is | www.rikiseignir.is Ríkiseignir auglýsa eftir umsóknum um leigu á ríkis­ jörðunum Miðgarðar, Sveinsstaðir og Sveintún í Grímsey. Um er að ræða ríkisjarðirnar, Miðgarðar, landnúmer 151851, Sveins staðir, landnúmer 151857 og Sveintún, landnúmer 151896, í Grímsey, ásamt öllum réttindum og gæðum jarðanna, s.s. nýtni hlunninda í fuglabjörgum. Séreignarland jarðanna er samliggjandi og talið vera samtals um 20 hektarar að stærð. Enginn húsakostur fylgir jörðunum. Áhugasömum er bent á að fara á staðinn og skoða jarðirnar og nánasta umhverfi á eigin vegum. Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl. n.k. og nálgast má umsóknar­ eyðublað og frekari upp­ lýsingar um jarðirnar og fyrirkomulag úthlutunar á heimasíðu Ríkiseigna, www.rikiseignir.is. Leiga á ríkisjörðunum Miðgarðar, Sveinsstaðir og Sveintún í Grímsey Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR í flestar gerðir dráttarvéla Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Gerðu verðsamanburð og fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 540 1100 eða á netfanginu lifland@lifland.is Líf í tún og akra í vor harðlega þeirri aðför að Fram­ leiðnisjóði sem felst í fyrirhugaðri sameiningu Framleiðni sjóðs og AVS (rannsókna sjóðs í sjávarútvegi). Framleiðnisjóður er nýsköpun­ ar­og framfarasjóður greinarinnar. Hann hefur styrkt hagnýt rann­ sókna­og þróunarverkefni af ýmsum toga ásamt stuðningi við fræðslumál og verkefni á vegum bænda er lúta að nýsköpun og þróun á bújörðum. Fjármunir til Framleiðnisjóðs koma að nær öllu leyti í gegnum ramma­ samning BÍ og ríkis og gildir sá samningur til ársins 2026. Á þeim tíma getur ríkið hvorki tekið einhliða ákvörðun um að leggja sjóðinn niður né heldur ákveðið að finna þessum þróunarfjármunum nýjan farveg. Með sameiningu Framleiðnisjóðs og AVS er hætta á að þar hverfi frá land­ búnaðinum stuðningur sjóðsins við fjölmörg verkefni sem eru liður í að styrkja byggð vítt um landið en falla ekki beint undir matvælaframleiðslu í þröngri skilgreiningu. Hugmyndir að þessari breytingu, þ.e. sameining Framleiðnisjóðs og AVS, hafa ekki verið ræddar við BÍ. Byggðamál: Raforka – Samgöngur - Fjarskipti Markmiðið er að hinar dreifðu byggðir landsins búi við sambærilegar aðstæður og þéttbýli hvað varðar afhendingaröryggi og verð á raforku, samgöngur og fjarskipti. Byggðarstefna BÍ 2016 (BÞ) er ítrekuð auk Samfélag sveitanna 2018 (BÞ). Stjórn BÍ er falið að fylgja eftir aðgerðalýsingu stjórnvalda um uppbyggingu innviða frá febrúar 2020 og krefjast þess að flutningskostnaður rafmagns verði jafnaður strax. Hagtölur og mælaborð landbúnaðarins Búnaðarþing 2020 samþykkir að leitað verði leiða til að byggja upp mælaborð landbúnaðarins. Aukið aðgengi upplýsinga um stöðu og þróun landbúnaðar og matvælafram­ leiðslu á Íslandi sem eru birtar reglulega og sýna breytingar innan árs eða tímabils. Bændasamtökin safni saman upplýsingum hjá Hagstofunni, Byggðastofnun, atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytinu, Ráð gjafar miðstöð land­ búnaðarins, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri aðilum. Þessar upplýsingar verði svo birtar á vef Bændasamtakanna sem mælaborð. Breytingar á samþykktum BÍ og þingsköpum búnaðarþings Stjórn BÍ leggur til að aftur verði snúið til þess fyrirkomulags að Búnaðarþing verði haldið árlega. Eftir fjögurra ára reynslu af því að halda þingið annað hvort ár og ársfund á móti er það mat stjórn­ arinnar að það sé sterkara fyrir samtökin að færa fyrirkomulagið til fyrra horfs og því verði árs­ fundarfyrirkomulagið lagt af. Sú tillaga var því lögð fyrir þingið að fella burt ákvæði um ársfund og tilvísanir til hans úr samþykktum BÍ. Stjórnin leggur jafnframt til að skylda um að félagsmenn í BÍ séu jafnframt í a.m.k. einu aðildarfé­ lagi samtakanna falli brott. Þetta ákvæði hefur reynst þungt í vöfum. Félagsmenn hafa upplifað það sem hamlandi og sumir vilja ekki sætta sig við að það að þeir vilji ganga í eitt félag hafi í för með sér að þeir séu þvingaðir til aðildar að öðru. Stjórnin telur eðlilegt að félags­ mönnum sé algerlega í sjálfsvald sett hvaða félögum þeir kjósa að vera aðilar að og þessi skylda verði því afnumin. Stefnumótun fyrir lífrænan landbúnað Búnaðarþing 2020 samþykkir að unnin verði drög að opinberri stefnumótun fyrir lífrænan land­ búnað á Íslandi. Markmiðið er að leggja grunn að stefnu fyrir lífrænan landbúnað́ og leggja mat á möguleika hans til útbreiðslu hér á landi og skilgreina markmið þar um. Slíkt starf gæti skapað grund­ völl fyrir opinberri aðgerðaáætlun fyrir lífrænan landbúnað með sér­ stöku fjárframlagi hins opinbera. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar­ innar er kveðið á um að auka beri lífrænan landbúnað hér á landi og ýmis markmið þar um hafa heyrst, s.s. í tengslum við Græna hagkerfið. Áhugi neytenda á lífrænt vottuðum afurðum kemur fram í vaxandi inn­ flutningi þar sem innlend framleiðsla hefur ekki staðið undir eftirspurn. Í lífrænum landbúnaði hefur ríkt stöðnun hér á landi undanfarin ár og stöndum við langt að baki þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við, s.s. í Danmörku þar sem skýr opinber aðgerðaáætlun hefur verið forsenda vaxtar í þessari atvinnugrein. Mörg fleiri lönd hafa sett sér slíka stefnu sem stuðlar m.a. að nýsköpun í landbúnaði og styrkir grundvöll fyrir búsetu í dreifðum byggðum. Jarðamál Það er markmið að tryggja að gott landbúnaðarland nýtist fyrst og fremst til landbúnaðar. Koma á í veg fyrir að eignarhald jarða verði á höndum fárra aðila. Mikilvægt er að viðhalda og þróa byggð í landinu og skapa stjórnvöldum betri yfirsýn og möguleika að stýra þróun eignarhalds og nýtingu fast­ eigna í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi. Leiðir: Stjórn BÍ vinni að umsögn­ um um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varðar eignarráð og nýtingu fasteigna. Að stjórn BÍ vinni að umsögn vegna reglugerðar um vernd landbúnað­ arlands og komi að endurskoðun á landsskipulagsstefnu.Að tryggja afkomu landbúnaðarins enn frekar. Áfallasjóður Búnaðarþing 2020 skorar á ríkis­ valdið að ljúka vinnu við útfær­ slu á Hamfara­ og tryggingasjóði. Stjórn BÍ er falið að vinna málinu framgang. Félagsgjöld BÍ Félagsgjöld BÍ 2020 verði innheimt samkvæmt eftirfarandi þrepaskiptingu veltu í landbúnaði 2019: Velta m.kr. Félagsgjald, kr. 0-5 18.000 5-10 52.000 10-15 62.000 15-20 72.000 20-25 82.000 25-30 92.000 30-35 112.000 35-40 132.000 40-50 152.000 50-65 172.000 65-85 192.000 85< 212.000 A­aðild að BÍ er samkvæmt töflunni hér að ofan. B­aðild er kr. 18.000. C­aðild skv. töflunni hér að ofan (velta 0­5 m.kr. ). D­aðild kr. 18.000. Til viðbótar verði greiddar kr. 2.000 í Velferðarsjóð með hverju félagsgjaldi. /TB Guðrún Gauksdóttir og Lára Björk Ævarsdóttir á Búnaðarþingi 2020.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.