Bændablaðið - 05.03.2020, Síða 36

Bændablaðið - 05.03.2020, Síða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 202036 Stjörnuanís hefur verið nýtt til matar og lækninga í Austurlöndum fjær frá fornu fari. Í dag er aldin plöntunnar skemmtileg viðbót í matargerð á Vesturlöndum og efni úr plöntunni notað til framleiðslu á inflúensulyfinu Tamiflu. Ekki fundust áreiðanlegar heim- ildir um heildaruppskeru af stjörnu- anís í heiminum þar sem FAOSTAD, Tölfræðideild Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, flokkar stjörnuanís með fennil, kóríander og anísfræjum. Talið er að heimsframleiðslan árið 2001 hafi verið milli 30 og 50 þúsund tonn og hefur hún farið talsvert vaxandi síðan þá. Framleiðsla stjörnuanís er mest í Kína og talið að milli 80 og 90% heimsuppskerunnar komi þaðan. Þar á eftir koma Víetnam, Indland, Japan og önnur lönd í Asíu. Auk þess sem tegundir skyldar stjörnuanís eru ræktaðar í Egyptalandi, Tyrklandi og Mexíkó. Neysla á kryddinu stjörnu- anís er mest í Asíu en Bandaríki Norður-Ameríku og lönd Evrópu- sambandsins flytja inn mest af því. Stjörnuanís, hvort sem það er heilt, til lögunar í seyði, mulið eða pressað, er flokkað í innflutnings- tölum Hagstofu Íslands með heilum anís, kúmeni og einiberjum og því ekki hægt að meta innflutning þeirra samkvæmt þeim. Ættkvíslin Illicium og tegundin verum Ríflega 30 tegundir tilheyra ætt- kvíslinni Illicium sem er eina ætt- kvíslin innan Illicia-plöntuættarinnar eða anganviðarætt. Allar tegundirnar eru sígrænir runnar eða lágvaxin tré sem finnast villtar, aðallega í Austur- Asíu en einnig í suðausturhluta Norður-Ameríku, Mexíkó og eyjum í Karíbahafi. Plöntur af ættkvíslinni kjósa skuggsælan vaxtarstað þar sem loftraki er mikill og flestar þola illa beina sól. Laufblöðin leðurkennd viðkomu, ilmsterk, stakstæð, smáhærð á sumum tegundum og nokkur saman á stöngli. Blómin stakstæð, fjöldi bikarblaða er misjafn milli tegunda og í tveimur til þremur krönsum. Innri röðin í sumum tilfellum líkari blómhlífum en bikarblöðum. Fjöldi fræva og frævla ólíkur eftir tegund- um. Aldin sem er stjörnulaga mynd- ast við samruna nokkurra blómbotna og inniheldur nokkur olíurík fræ, harðnar við þroska og rifnar þannig að fræin falla úr. Nokkrar tegundir Illicium eru ræktaðar sem skrautplöntur vegna blaða og blóma. Auk þess sem að úr fræjunum er unnin olía í ilm snyrti- vara og bragð matar og drykkja. Sú tegund sem við þekkjum best er I. verum, eða stjörnuanís. Stjörnuanís er meðalhátt sígrænt tré, með trefjarót, nær 8 til 20 metra hæð en verður sjaldnar meira en 25 metrar að þvermáli. Langlíf tré sem geta gefið uppskeru í 100 ár er upprunnið í Víetnam og Suðaustur- Kína. Börkurinn ljósbrúnn eða grár og laufkrónan þétt. Laufblöðin stakstæð, 6 til 15 sentímetra löng og 2,5 til 5 sentímetrar að lengd, rauðgræn í fyrstu en verða dökkgræn með aldrinum, lensulaga, heilrennd og nokkur, 3 til 6, saman á stöngli. Blómin 1 til 1,5 sentímetrar í þver- mál, ilmandi og standa á um tveggja sentímetra löngum stilk, stakstæð, hvít, gul og yfir í rauð að lit, bikar- blöðin í tveimur krönsum og 6 til 8 í hvorum kransi. Aldinið hörð ryðbrún 5 til 9 arma stjarna, hver armur um einn sentímetri að lengd og með einu olíuríku fræi sem er brúnt, dropalaga og um 5 millimetrar að lengd, slétt, glansandi og hart viðkomu. Nafnspeki Ættkvíslarheitið Illicium kemur úr latínu og þýðir að tæla, ginna eða lokka en tegundarheitið verum er dregið af veritas sem þýðir sannleikur. Heiti aldins stjörnuanístrjáa er víða tengt lögun þess. Á ensku kallast það star anise eða anise star, Þjóðverjar kalla það stenanis og Ítalir anice stellato. Ensku heitin Chinese anisi og badain eða badiana þekkjast líka en þau eru komin úr frönsku, anis de la Chine, anise étoilé og badiane. Á Spáni kallast aldinið anis estrllado eða badian. Á japönsku Kanji-máli kallast stjörnuanís daiuikyō, en á kóresku taehoihyang. Rússar segja badyan, sem mun vera komið úr persnesku badiyan, Uppruni þess orðs er ekki þekktur en talið líklegast að það sé hljóðbreyting á kínverska heitinu ba jiao. Tyrkir segja çin anason, Pólverjar anyż gwiazdkowaty, Eistar tähtani- is en Finnar kalla aldinið tähtian- is. Svíar stjärnanis en Norðmenn og Danir stjerneanis og þaðan er íslenska heitið stjörnuanís líklega komið. Saga og útbreiðsla Þrátt fyrir að uppruni stjörnuanís sé í Suðaustur-Asíu og eigi sér langa sögu þar finnst tegundin I. verum ekki villt í náttúrunni og því einungis til sem ræktuð planta. Talið er að nytjar plöntunnar í Kína sem lækn- inga- og matjurt nái að minnsta kosti 3.000 ár aftur í tímann. Talið er að stjörnuanís hafi borist til Evrópu árið 1578 með breska landkönnuðinum og ævin- týramanninum Thomas Cavendish, uppi 1560 til 1592, frá Filippseyjum. Cavendish er þó fremur þekktur fyrir að gera árásir á spænskar borgir og ræna spænsk skip og vera annar maðurinn, á eftir Francis Drake, til að stýra skipi kringum hnöttinn en að kynna Evrópumönnum fyrir stjörnuanís. Hollenski læknirinn og grasa- fræðingurinn Carolus Clusius, uppi 1526 til 1609, er sagður hafa haft með sér stjörnuanís frá Rússlandi til London árið 1601. Í framhaldi af því urðu talsverð viðskipti með aldinið, sem kallaðist síberísk kardimomma, eftir Teleiðinni, sem stundum er HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Stjörnuanís er asísk nytjaplanta Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Aldinið sem er stjörnulaga myndast við samruna nokkurra blómbotna og inniheldur nokkur olíurík fræ, harðnar við þroska og rifnar þannig að fræin falla úr. Nokkrar tegundir Illicium eru ræktaðar sem skrautplöntur vegna blaða og blóma. Illicium verum í grasagarðinum í Frankfurt.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.