Bændablaðið - 05.03.2020, Qupperneq 37

Bændablaðið - 05.03.2020, Qupperneq 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 2020 37 kölluð Silkileiðin syðri, frá Yunnan í Kína til Evrópu. Franski grasafræðingurinn og læknirinn François-Pierre Chaumeton, uppi 1775 til 1819, skrifaði um stjörnuanís í bók sinni Flore Medicale og sagði það hreinsandi. Nytjar Stjörnuanís er gömul lækningajurt í Kína og víðar í Suður- og Suðaustur- Asíu. Plantan og ekki síst seyði aldinsins þótti gott við alls kyns iðra- og þarmasjúkdómum. Það þótti einnig gott við kvefi, liðagigt, bak- verkjum og sagt hita lifur og nýru, vera kvalastillandi, lystaraukandi og bæta meltinguna. Kínverjar segja að aldinið hafi góð áhrif á móðurlífið og örvi mjólkurframleiðslu mæðra. Auk þess sem það er ríkt af járni og kalsíum. Aldinið er eitt af undirstöðu- kryddum í kínverskri, asískri og indverskri matargerð og mikið haft með svínakjöti og önd. Það er eitt af kryddunum í kínverski krydd- blöndu sem kallast kryddin fimm. Auk stjörnuanís eru í blöndunni kardimommur, kínverskur kanill, sisjúan pipar og fennilfræ. Plantan gegnir einnig veigamiklu hlutverki á Ayurveda-lækningum á Indlandi og Sri Lanka. Í Japan er börkur stjörnuanístrjáa brenndur sem reykelsi. Fljótlega eftir að farið var að flytja stjörnuanís til Evrópu var farið að nota það til að bragðbæta mat og drykki, meðal annars til að koma í veg fyrir vonda lykt og bragð vegna skemmda. Mulið stjörnuanís var til dæmis notað til að bragðbæta sýróp. Anísfræjum, Pimpinella anisum, var fljótlega skipt út fyrir stjörnuanís, þar sem hann er bragðmeiri, og notaður sem bragðefni í grískt ouzo, ítalskt galíanó, franskt pernó og svissneskt absint. Samkvæmt Vísindavefnum sem vitnar í Heimsmetabók Guinness er ouzo hluti af lengsta orði sem vitað er um í samanlögðum bók- menntum heimsins og að finna í gríska leikritinu Þingkonunum eftir Aristófanes, uppi 448 til 380, fyrir Krist. Í frumtextanum er orðið 170 stafir. Orðið merkir mat sem er samsettur úr 17 hráefnum, súrum og sætum, meðal annars hunangi og ediki, gúrkum, merg og heila, og loks bragðbættur með ouzo. Orðið er í íslenskri umritun 180 stafir: lopadotemakkoselakkoga leokra nioleipsanodrimhypototrimmatosil fioparaomeelitokatakekkymenokik klepikossyfofattoperissteralektryon optekefalliokigklopeleiolagoiosirai obafetraganopterygon. Neysla á stjörnuanís á Vestur- löndum hefur aukist mikið með til- komu og vinsældum austurlenskrar matagerðar og veitingahúsa. Þrátt fyrir að stjörnuanís sé mikið notað þurrkað til matargerða fer talsvert af því í að framleiða olíu sem er notuð í mat, sápur, tann- krem, munnskol gegn andremmu, tyggigúmmí og ýmiss konar sætindi, til dæmis lakkrís, snyrtivörur, krem og í bakstur. Langstærstur hluti uppskerunn- ar er notaður af lyfjafyrirtækjum til að framleiða lyfið Tamiflu sem er notað fyrirbyggjandi eða sem með- ferð á inflúensu. Bundnar hafa verið vonir við að efni í stjörnuanís geti reynst vel í baráttunni við fugla- og svínaflensu með því að draga úr áhrifum sýkingar. Rannsóknir á aldininu í dag beinast að því hvort í því sé að finna efni sem geta dreg- ið úr áhrifum af völdum sýkingar Corid-19 veirunnar. Alls óvíst er hvort sú sé raunin. Aldinið hækkaði talsvert í verði á alþjóðamarkaði eftir að lyfjafyrirtæki fóru að kaupa það í miklu magni. Sagt er að stjörnuanís fari einstak- lega vel með tómötum og að lakk- rískeimur kryddsins í litlu magni örvi bragð í tómarpúre, tómat- og chiliréttum og uxahalasúpu og lyfti því á æðra plan. Stjörnuanís hefur verið notað til að bragðbæta kaffi og er hægt að nota hvert aldin nokkrum sinnum en ekki bara í eina könnu. Varast bera að neyta of mikils af stjörnuanís í einu þar sem slíkt getur valdið eitrun. Aldinið geymist vel í loftþéttum umbúðum en fer að missa mesta bragðið eftir ár í geymslu. Ræktun Stjörnuanís er sérvitur planta sem vex ekki við hvaða skilyrði sem er og dafnar best í skugga og röku lofti í Suður-Kína og Suðaustur-Asíu. Erfitt er að færa plöntuna eftir að hún er búin að koma sér fyrir og afföll mikil sé henni umplantað. Mest er framleiðsla á stjörnuanís í kringum 25° norðlægrar breiddar þar sem meðal úrkoma er í kringum 1000 millimetrar á ári og loftraki um 80% eða í mistri og rakri þoku. Fræjum er best að sá að vori og skal skyggja moldina. Ungar plöntur þola illa hita undir 5° á Celsíus og þurf helst 20° og mikinn loftraka til að vaxa og dafna. Plantan kýs sýrustig í kringum pH 7 og moldar jarðveg með góðu frárennsli. Eftir að planta kemst á legg þolir hún allt að -10° á Celsíus en dafnar best við 19 til 23° á Celsíus. Þrátt fyrir að tréð geti gefið af sér tvær uppskerur á ári í yfir hundrað ár við góðar aðstæður getur tekið 15 ár eftir spírun þar til tréð fer að blómstra og mynda aldin. Eftir að tré bera aldin eru aldinin tínd af áður en þau ná fullum þroska og látin þorna í sólinni. Stjörnuanís á Íslandi Í Samvinnunni árið 1961 er auglýs- ing fyrir krydd, þar á meðal chillies, múskat, rósmarín og stjörnuanís. Svipaða auglýsingu er að finna í Húsfreyjunni árið 1963 en þar kemur fram að Lillu kryddvörur séu „ávalt beztar“ og síðan er talinn upp fjöldi krydda sem eru í boði. Þar á meðal chillies, múskat, rósmarín og stjörnuanís auk fjölda annarra og sagt að þau séu frá Efnagerð Reykjavíkur. Á árunum eftir það eru reglulegar auglýsingar um Lillu krydd í blöðum og tímaritum og stjörnuanís alltaf með. Samkvæmt Hagskýrslum um utanríkisverslun – Verzlunarárið 1963 segir að flutt hafi verið inn 4 tonn, undir einni tölu, af anís, stjörnuanís, finkul, kóríander, rómversku kúmeni, kúmeni og einiberum. DV segir frá stjörnuanís í grein með fyrirsögninni Krydd í tilver- una í ágúst 1988. „Stjörnuanís (e.star-anis) er lítill stjörnulaga ávöxtur trés sem aðeins vex í Kína. Þegar ávöxturinn hefur verið þurrk- aður verður hann rauðbrúnn og bragðinu svipar til anís. Þetta er ein af tegundunum í kínversku krydd- unum fimm og er mjög illfáanleg- ur. Mikið notað í kínverskri mat- argerð og í hefðbundinni franskri matreiðslu.“ Stjörnuanís er í dag þekkt krydd og talsvert notað til matargerðar hér á landi. Framleiðsla stjörnuanís er mest í Kína og talið að milli 80 og 90% heimsuppskerunnar komi þaðan. Neysla á kryddinu stjörnuanís er mest í Asíu en Bandaríki Norður-Ameríku og lönd Evrópusambandsins flytja inn mest af því. Blómin eru ilmandi og standa á um tveggja sentímetra löngum stilk, stak­ stæð, hvít, gul og yfir í rauð að lit. Efni úr stjörnuanís er notað til fram- leiðslu á inflúensulyfinu Tamiflu. Laufblöðin rauðgræn í fyrstu en verða dökkgræn með aldrinum. Eftir að tré bera aldin eru aldinin tínd af áður en þau ná fullum þroska og látin þorna í sól. Stjörnuanís skömmu fyrir tínslu. Þurrkað eintak af stjörnuanís frá 1887 sem er varðveitt í Kew grasa­ garðinum í London. Stjörnuanís í ræktun.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.