Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 202050 LESENDABÁS Umræður um gróðurhúsa­ lofttegundir, hækkandi hita­ stig á jörðinni og aðkallandi heimsendi, er að gera ungu fólki lífið leitt og er það upp til hópa að tapa lífsgleði og lífsham­ ingju. Þeir sem fremstir fara í flokki þessara falsfréttamanna eru íslenskir opinberir starfs­ menn og ráðherrar í ríkisstjórn Íslands. Samsetning andrúmsloftsins sem við nú öndum að okkur er þekkt sem köfnunarefnið (N) 78%, súrefnið (O2) 21 % og aðrar gastegundir um 1% sem skiptast niður á um 10 undirflokka og eru methan, prophane, neon og aðrar gastegundir þar í flokki. Samspil jarðar og sólar hefur oft hér mikið með það að gera hvert hitastig er á jörðinni, eins og til dæmis eldgos sem blása upp eiturgasi í gufublöndu og síðan efnið sem er mesti áhrifavaldur á jörðinni, efnið Carbon eða (C). Frá sól­ inni og sólgosi fáum við síðan hitageisla sem allir þekkja. Opinberir starfsmenn og ráð­ herrar í ríkisstjórn Íslands halda því fram og trúa því að það komi súrefni út úr útblástursrörum bíla, skipa og flugvéla. Það kemur t.d. fram í lögum um bifreiðagjald og þá talað um koltvísýring eða CO2 sem lofttegund. Það rétta er að það kemur carbon/sót út úr rörunum eða C og síðan súrefnislaus vatns­ gufa eða O. Síðan er því haldið fram að t.d. bílar blási út 274 grömmum af CO2 koltvísýringi á ekinn kílómetra. Út á þessa villu ert þú látinn borga útblástursskatt upp á kr. 50.000 á ári hverju. Þetta mun vera dýrasti vatnsskattur í heimi. Það rétta er að bílar blása út ca 0,010 grömmum af sóti (C), á hvern ekinn km á jafnsléttu, auk súrefnislausrar vatnsgufu. Kolviður er leynifélag Skóg­ ræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins sem safnar inn pening­ um frá fyrirtækjum og fólki til að kolefnajafna útblástur sinn, frá farþegum flugvéla, skipa og bíla. Kolviður hefur ekki starfsleyfi til skógræktar eða landgræðslu almennt því allt slíkt þarf að fara í skipulags­ og umhverfismat. Hér hlæja opinberir starfs­ menn að auðtrúa almenningi sem trúir og treystir á ráðherra mála­ flokksins. Leynifélag ráðherrans heldur því fram á vefsíðu sinni að far­ þegaþota noti um 3,5 til 4 tonn af þotueldsneyti á klukkustund og ef flogið er í 6 tíma losi hún 66­76 tonn af CO2. Viðkomandi ráðherra málaflokksins ætti nú að ráðfæra sig við forstjóra Icelandair hvort þetta fái staðist og ætti ritstjóri Bændablaðsins að gera slíkt hið sama og deila þeim upplýsingum með okkur lesendum blaðsins. Kolviður heldur áfram og segir á vefsíðu sinni: Bensínbíll sem eyðir að jafnaði 10l/100 km og ekið er 20 þúsund km losar 4,6 tonn af CO2 út í and­ rúmsloftið. Hér fer meira magn af eldsneyti út um púströrið en sem nemur eldsneyti inn á aflvélina. Umhverfisráðherra heldur því fram að sjórinn við Ísland sé að súrna, ég held að ráðherrann sé að segja að PH gildi sjávar sé að lækka. Ráðherrann leggur ekki fram nein gögn frá Hafrannsókna­ stofnun til að styðja málstað sinn. Það ætti hann að gera. Ég tel sannleikann í málinu vera annan og alvarlegri því það sem hækkar PH gildi sjávar næst Íslandi kemur úr rassinum á mér, þér og okkur öllum. Þetta hækkar hitastig sjávar og PH gildið fer upp á við, sjórinn hitnar, lífríkið blómstrar frá N áburði frá mér og þér og okkur. Þetta er að gerast við strendur Íslands, Evrópu og Ameríku og víðar. Þetta tel ég vera líklegustu skýringuna á hækkandi hitastigi sjávar og um leið jarðar. Ég mætti á ritstjórn Bænda­ blaðsins með búnað sem mælir CO2 í andrúmslofti og útskýrði fyrir ritsjóra blaðsins hvernig búnaðurinn virkaði, áður en að ég kom inn hafði ég mælt CO2 úti við heimili mitt sem var 385ppm, næst var mælt á ritsjórnarskrif­ stofu Bændablaðsins og sýndi tækið nú 1385ppm. Hér var tækið að mæla carbonagnir (C) v/s súr­ efnismólikúl. O2. Tækið var að mæla carbonagnir C í andrúms­ lofti. Við þetta varð ritsjórinn eitt stórt spurningarmerki. Það væri fróðlegt að mæla andrúms­ loftið hjá háttvirtum umhverfis­ ráðherranum. Kópavogur 20.02. 2020. Guðbrandur Jónsson. Andrúmsloftið okkar Guðbrandur Jónsson. Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 21,9% fólks á höfuðborgarsvæðinu les Bændablaðið 21,9% 41,9% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu 29,2% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2019. Aldur 12-80 ára. Hvar auglýsir þú? Ítrekun til ráðherra að banna lausagöngu búfjár Tuttugasta og fyrsta janúar síðastliðinn birtist bréf mitt til ráðherra umhverfis og auðlinda hér í Bændablaðinu. Nánast engin viðbrögð komu við þessu bréfi og dreg ég því þá ályktun að landinn sé bara sáttur við það sem ég skrifaði og er því engin ástæða til að fresta ákvörðun um lausagöngubann frekar, það væri gott fyrir bændur að hafa nægan fyrirvara. Því miður sá ráðherrann enga ástæðu til að bregðast við bréfinu. Þó nokkur efasemdarskilaboð, sem skipta svosem ekki meginmáli en ég vil samt útskýra frekar til að eyða mögulegum misskilningi. 1. Auðvitað er atvinna í sveitum mikilvæg fyrir búsetu þar. Fólki, sem flytur í sveit, mun ganga betur að byggja upp atvinnutækifæri með notkun á landi sínu, ef það þarf ekki að standa í endalausri baráttu við lausagöngurollur. Líka er lausagöngubann atvinnuskapandi, hverju sveitarfélagi er skylt lögum samkvæmt að ráða dýraeftirlitsmann, skemmtilegt starf fyrir manneskju með áhuga fyrir vel þjálfuðum hundum, búpeningi og mannlegum samskiptum. 2. Ég fullyrði að það er töluvert hagstæðara að girða skepnur inni en úti, sérstaklega ef aðbúnaður og fóðrun eru betri innan girðingar en utan. 3. Nokkur gagnrýni kom vegna þess að ég dæmdi aðeins lífrænt vottað kjöt neysluhæft. Til að skilja það þarf maður að setja sig í spor kjötneytanda sem þarf að stöðva bílinn sinn til að leyfa lamb­ inu að klára að sleikja í sig mengun upp af veginum. Neytandinn hugsar auðvitað: „Ekki ætla ég að eta kjöt af þessi lambi.“ Þegar hann kemur síðan í búð til að kaupa sér kjöt spyr hann sig: „Hvar er kjötið sem ég ætlaði ekki að eta?“ Allt kjöt lítur eins út, svo hann snýr sér auðvitað að einhverju öðru. Málið er núna orðið enn alvar­ legra fyrir bændur. Samkvæmt EES reglum þarf eftirlit og rannsóknir á gæðum afurða í sláturhúsum að aukast verulega. Þá verður ekki gæfulegt fyrir lambakjötsframleið­ endur ef það kemur í ljós að þeir hafa verið að eitra fyrir landanum síðustu 40 árin undir merkjum hreinleika. Þess vegna er best að málið komi aldrei upp og til að svo megi vera þarf að hætta lausagöngu svo engin veglömb mæti í sláturhús næsta haust. Bændur eru almennt að gera sér grein fyrir því að það er hagkvæmt að hafa aðbúnað og fóðrun sem besta, kúabændur eru alveg komnir í þann gír og sauðfjárbændur eru líka margir hverjir með góða vetraraðstöðu, með ræktuð tún og reyna að slá snemma til að fá sem best hey til að gefa við fengitíma og fyrir burð. Síðan fer allt úr skorðum, allt í einu skal hliðið opnað og féð rekið eða keyrt upp á fjall. Þegar féð kemur þangað er gróður vonandi ( þó ekki víst) að koma úr vetrardvala og þá byrjar féð á endalausum eltingaleik eftir nýgræðingi. Sumt féð lendir á svo slæmum stöðum að þessi eltingaleikur getur orðið að tugum kílómetra löngum hringjum daglega yfir urð og grjót og alls konar ófærur eftir svokölluðum kindagötum. Ekki tekur betra við ef féð nær að fylla magann þvi innihaldið er næringarlaust og nánast ómeltanleg rusl. Jafnvel gæsin flýr fjallavistina um leið og hún er orðin fleyg og nær sér í orku í ræktarlöndum í byggð. Rollurnar þurfa hins vegar að hanga minnst mánuði lengur í vatnsleysi í þurrkatíð, þola ofsaveður og næturfrost, éta gróður sem er byrjaður að undirbúa sig fyrir næsta árs árás, og hættur að vaxa. Í næsta úrhellis hauststormi fjúka örmagnaðar rollur um koll, lenda á bakinu afvelta milli þúfna og þurfa að bíða eftir að tófan finni þær og rífi lifandi í sundur. Hvað segir MAST? Er þetta virkilega í lagi? Þetta virðist vera í lagi, þau segja bara að svona sé íslenska náttúran, „hún gefur og tekur“, eins og það var líka í lagi að 100 hross fykju í skurði og skafla og dræpust fyrr í vetur. Þetta gerist þrátt fyrir að samkvæmt reglum megi ekki setja á fleiri útigangsdýr en maður geti hýst. Reglurnar skylda mann ekki til að nota aðstöðuna. Það var líka ákveðið í samningum við sauð­ fjárbændur að þeir þyrftu að eiga nóg fóður og aðstöðu á eigin búum fyrir allan bústofn sinn. Samt er ekki lögð niður heimild til lausagöngu. Af hverju? Landgræðslan var stofnuð til að hafa umsjón með landinu, vinna gegn gróðureyðingu og stöðva sand­ og moldfok. Áttum við góðan hugsjónamann í Sveini Runólfssyni, sem landgræðslu­ stjóra, en bóndi með hugmyndir um kornrækt á hálendinu tók við. Sauðfjárbændur gripu tækifærið og tóku Landgræðsluna í gíslingu, nú stundar Landgræðslan fóðurrækt og rannsakar hvort mögulegt verði að kalla lausagöngu sjálfbæra. Nú kalla sauðfjárbændur sig umsjónarmenn hálendis. Maður getur líkt ástandinu við mann sem lánar kunningja bíl­ inn sinn, kunninginn keyrir bílinn í klessu en lætur gera við hann og sendir reikninginn til eigandans. Kunninginn skilar samt ekki bílnum heldur segist hafa bjargað bílnum, sé orðinn umsjónarmaður hans og hafi því rétt til að nota bílinn áfram. Skógrækt lenti líka undir hæl sauðfjárræktarinnar. Áður fyrr var tilgangur skógræktarinnar að vernda og stuðla að útbreiðslu náttúrulegra skóga, auk þess að gera tilraunir með ræktun nýskóga og stjórna framkvæmd nytjaskógræktar bænda. Núna virðist skipunin vera að athuga beitarþol skóga, planta beitarskógum og að fjármagna gróðursetningu trjáa á jörðum sauðfjárbænda, til að binda CO2 og bæta ímynd lambakjöts. Allt annað fólk borgar sjálft ef það kolefnisbindur umsvif sín. Skógrækt og ríki eiga meira en nóg land til að rækta skóg á. Auk þess er ekki hægt að taka peningana af því sem var úthlutað til skógarbænda. Sauðfjárbændur munu heldur ekki taka því þegjandi ef hluti af fimm milljarða króna opinberum stuðningspeningum þeirra væri notaður í aðra búgrein. Samantekt 1. Íslenskir bændur hafa enga sérstaka hæfileika umfram aðra til að búa í sátt og samlyndi við íslenska náttúru. Þess vegna er best fyrir náttúruna og bændur að vera eins aðskilin og kostur er. 2. Sauðfjárbændur viðurkenna við hvert tækifæri, sem þeim gefst, að þeir geti ekki lifað af búskap sínum. Af hverju eru þeir þá að stunda þennan búskap? 3. Kúabændum virðist ganga ljómandi vel. Munurinn milli búgreinanna er sá að kúabændur hugsa vel um skepnur sínar allt árið, sauðfjárbændur ekki. 4. Mjólkandi kýr og kindur þurfa sama gæðafóður og aðstöðu til að framleiða afurðir á hagkvæman hátt. 5. Sauðfjárbændur eiga sömu möguleika og kúabændur á að rækta og afla sér fóðurs á eignajörðum sínum. 6. Rökin fyrir áframhaldandi lausagöngu sauðfjár eru annaðhvort skrípó eins og það að sauðfé hafi haldið Íslendingum á lífi í 1000 ár eða að sauðfé sé búið að ganga laust frá landnámi. Eða einfaldlega falsfréttir eins og að útlendingar vilji sjá ósnortin víðerni. 7. Í 50 ár, eða síðan Halldór Laxness birti grein sína, „Hernaðurinn gegn landinu“, hafa landeigendur og aðrir áhugamenn um náttúruvernd barist gegn lausagöngu sauðfjár og aðeins mætt fádæma skilningsleysi. Stuðningsmenn lausagöngunnar hafa ekki komið með nein skynsamleg rök í allan þann tíma. Nú er mál að linni. Minnst 204.000 Íslendingar vilja að eitthvað raunhæft verði gert í loftslagsmálum, 66.000 að auki þjást af loftslagskvíða og eru til í hvað sem er til að stöðva „hernaðinn gegn landinu“. Þrátt fyrir fjöldann höfum við nú lent í ansi þungri stöðu síðan Landgræðslan og skógræktin skiptu um lið. Því er okkar eina von um friðsamlega lausn bundin við að Alþingi banni lausagöngu sauðfjár með lögum. 8. Bréf þetta birtist almenningi, vonandi í Bændablaðinu, en verður líka sent eintak til allra þingmanna á Alþingi. Með von um góðar undirtektir og viðbrögð. Kristján Beekman. Fé á Auðkúluheiði. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.