Bændablaðið - 05.03.2020, Qupperneq 55

Bændablaðið - 05.03.2020, Qupperneq 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. mars 2020 55 RÁÐGJÖF Í NAUTGRIPARÆKT Heyverkun, fóðrun, hönnun fjósa og aðbúnaður Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir S. 892-1480 Netfang: gretarhrafn@simnet.is Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is OKKAR ÆR OG KÝR — STARTARAR OG ALTERNATORAR — LÖGGARÐUR EHF. Almenn lögfræðiþjónusta, erfðaskrár, skipti dánarbúa, gallamál vegna fasteigna, vinnuréttamál og slysamál. Hafðu samband: loggardur.is eða 568-1636. Stofnað 1985 ERTU Á LEIÐ ERLENDIS? Toyota Reykjanesbæ tekur að sér allar almennar bílaviðgerðir og smurþjónustu. Við geymum bílinn, þér að kostnaðarlausu meðan á dvöl þinni erlendis stendur. Vélabær ehf. bíla- og búvélaverkstæði Borgarbyggð óskar eftir bifvéla- eða vélvirkja til starfa. Menntun og reynsla af viðgerðum á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði er skilyrði. Reynsla af stjórnun kostur. Meistararéttindi í faginu æskileg. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 660-3437 (Sigurður) 869-4275 (Lárus) eða á netfang larpet@aknet.is Vélabær ehf. S. 435-1252 - velabaer@vesturland.is Almennar bíla- og búvélaviðgerðir Smur- og hjólabarðaþjónusta Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? liðléttingar gEta skapað hættu liðléttingar hafa náð mikilli útbreiðslu meðal bænda undanfarin ár. Tækin eru þægileg til notkunar en geta skapað hættu. Liðléttingar eru oft á tíðum notaðir í miklum þrengslum, við gjafir, þrif og ýmis smáverkefni. Sérstakrar aðgæslu er þörf þar sem börn eru í úti- húsum, þrengsli og fátt um undankomuleiðir. PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is www.bbl.is Staðfest riðusmit við Varmahlíð í Skagafirði Staðfest tilfelli um riðuveiki er á bænum Grófargili við Varmahlíð í Skagafirði. Á bænum eru um 100 fjár. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að unnið sé að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Bóndi á Grófargili hafi haft samband við stofnunina þar sem ein kind hafi sýnt einkenni riðuveiki. Hafi kindin verið skoðuð og síðan aflífuð. Sýni hafi verið tekin og send á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, þar sem riðuveikin hafi verið staðfest. Grófargil er í Húna- og Skagahólfi en þar hafa langflest til- felli komið upp á síðustu 20 árum. Alls hafa komið upp riðutilfelli á 20 bæjum á því tímabili. Þetta er í fyrsta skiptið sem riða kemur upp í Grófargili, en árið 2016 var staðfest tilfelli á bænum Brautarholti sem er næsti bær við Grófargil. Síðast greindist riða í hólfinu á síðasta ári og einnig var staðfest tilfelli í hólf- inu 2018, en ekki árið 2017. Eitt tilfelli í fyrra og eitt komið í ár Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur einnig fram að þetta sé fyrsta tilfelli um riðusmit á árinu. Í fyrra hafi einungis eitt tilfelli komið upp, einmitt í Skagafirði. Þar segir enn fremur að riðan sé á undanhaldi en brýnt sé að sofna ekki á verðinum, það sýni þetta tilfelli nú. Í upplýsingum á vef Matvæla- stofnunar um aðgerðir gegn riðutilfellum segir: „Þegar riðuveiki finnst á nýjum bæ er samið við eiganda, öllu fénu fargað strax og þinglýst fjárleysi á jörðinni. Farga skal hverri kind sem látin hefur verið til annarra bæja frá sýkta bænum, líka öllum kindum frá öðrum bæjum sem hýstar hafa verið á riðubænum yfir nótt eða lengur. Þar sem riða hefur náð að búa um sig og smitleið er ókunn getur þurft að farga á snertibæjum og jafnvel öllu fé á heilum svæðum. Héraðsdýralæknir metur hvað hægt er að hreinsa, hvað verður að fjarlægja og áætlar jarðvegsskipti við hús. Hús, tæki og tól eru háþrýstiþvegin og sótthreinsuð með klóri og joði eða sviðin með loga. Hreinsun skal taka út áður en yfirborði er lokað, timbri með fúavarnarefni, steini og járni með sterkri málningu. Notað er mauraeitur tvisvar sinnum vegna heymauranna. Heyjum frá riðutíma er eytt. Jarðvegsskipti fara fram, síðan er sand- eða malborið (malbikað). Að tveimur árum liðnum er nýr fjárstofn tekinn frá ósýktu svæði.“ /smh

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.