Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 10

Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202010 FRÉTTIR Design. Build. Export. www.frameandlogcabins.co.uk High quality timber frame cabins and structures from the UK. All buildings designed and engineered to Icelandic regulations. Samningar fyrir íslenska hestinn undirritaðir Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegs og landbúnaðar ráðherra hefur undirritað samning við Félag hrossabænda, Landssamband hestamannafélaga, Félag tamn- ingamanna og Íslands stofu um áframhald markaðsverkefnisins Horses of Iceland, til kynningar á íslenska hestinum. Við sama tilefni undirritaði ráð- herra samning við Félag hrossa- bænda og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum um prófun á forvarnarbóluefni gegn sumarexemi í útfluttum hrossum. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Horses of Iceland Tilgangur markaðsverkefnisins Horses of Iceland er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um heim allan til að leggja grunn að auk- inni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu. Um er að ræða samstarf aðila í hestatengdri starf- semi, sem aðilum um heim allan stendur til boða að gerast þátttak- endur að. Atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið og Íslandsstofa gerðu með sér samning um verk- efnið árið 2016 til fjögurra ára. Samningurinn rann út um áramót, en hefur nú verið framlengdur til 30. júní 2021. Ráðuneytið leggur að hámarki 19.000.000 kr til verk- efnisins á umræddu tímabili þar sem fjárframlag sem því var ætlað hefur ekki verið fullnýtt síðustu ár. Þá leggja hagsmunaaðilar til sam- bærilegt mótframlag. Sumarexem í hrossum Verkefnið felur í sér að hópur af hrossum verða bólusett gegn sum- arexemi með aðferð sem þróuð hefur verið á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Eftir bólusetn- inguna verða hestarnir fluttir á flugusvæði í Sviss til að athuga, við raunaðstæður, hvort bólusetn- ingin ver þá gegn ofnæminu. Gerð verður samanburðarrannsókn á þekktu svæði í Bern í Sviss þar sem sumarexem hefur verið til mikilla óþæginda fyrir hross sem fædd eru á Íslandi. /MHH Samningarnir voru undirritaðir við nokkuð sérstakar aðstæður að þessu sinni vegna kórónuveirunnar, eða í gegnum fjarfundabúnað þar sem allir staðfestu samninginn með undirritunum sínum. Bænda 7. maí Hundrað milljónir króna settar í lagningu rafstrengja í jörðu Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið hefur gengið frá útfærslu 100 milljóna króna fjár- festingar á lagningu dreifikerfis raforku í jörðu í samræmi við sérstakt tímabundið fjárfestingar- átak stjórnvalda. Verkefnin eru á undirbúningsstigi og framkvæmdir hefjast í sumar. Vegna þessa hefur verið gengið frá því gagnvart RARIK og Orkubúi Vestfjarða að fjármunirnir verði nýttir á árinu 2020 til þess að flýta mikilvægum framkvæmdum við jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku. „Með þessu framlagi úr fjár- festingarátaki stjórnvalda getum við flýtt enn frekar lagningu dreifikerfis raforku í jörðu á þessu ári, til sam- ræmis við tillögur átakshóps stjórn- valda frá í febrúar. Þessir fjármunir munu nýtast vel strax í sumar við að hefja þær mikilvægu framkvæmd- ir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fjármununum verður skipt þannig: • 50 milljónir króna fara í streng lagningarverkefni hjá RARIK við Laxárdal og Fellsströnd í Dalabyggð, strenglögn frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar, strenglögn frá Vík að Kirkjubæjarklaustri og strenglögn frá Hvolsvelli að Þverá. Alls er um 30 km að ræða af raflínu í jörð og fram- kvæmdakostnaður samtals 150 milljónir kóna. Mun framlagið dekka öll þau verkefni. • Hjá Orkubúi Vestfjarða mun 50 milljóna króna framlag ríkisins verða nýtt í að hefja það verk- efni að koma Rauðasandslínu (frá Sauðlauksdal að Rauðasandi) í jörðu í nokkrum áföngum (Sauðlauksdalur - Hnjótur - Breiðavík - Örlygs- höfn - Láginúpur - Breiða- vík - Bjargtangar - Örlygs- hafnarvegur - Rauðisandur). Alls er þar um 70 km að ræða og heildarfjárfestingarkostnaður um 370 milljónir króna. Mun framlagið nýtast fyrir fyrsta áfanga þess verk- efnis. /MHH Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­ dóttir, ferðamála­, iðnaðar­ og nýsköpunar ráðherra. Aflvélar ehf. í Garðabæ keyptu þrotabú Jötunn véla ehf.: Jötunn verður rekinn með nær óbreyttu sniði á Selfossi Fyrirtækið Aflvélar ehf. í Garða- bæ keyptu í byrjun apríl þrotabú Jötunn véla ehf. á Selfossi. Ráðgert er að halda þar uppi svipaðri starfsemi með órofinni þjónustu við landbúnaðinn og hafa margir af lykilstarfsmönnum í Jötni verið endurráðnir til fyrirtækisins. Friðrik Ingi Friðriksson, for- stjóri Aflvéla, sagði í samtali við Bændablaðið að vissulega væri svolítið sérstakt að fara út í slíkar aðgerðir á jafn undarlegum tímum og nú ríktu vegna COVID-19 far- aldursins. Þeir þyrftu að treysta nær alfarið á sjálfan sig og eigið fé við að koma þessum kaupum í kring, þar sem aðgengi að lánastofnunum væri nú mjög skert vegna ástandsins. Verður rekið á kennitölu Aflvéla „Það er í raun með ólíkindum að láta sér detta það í hug að fara í svona aðgerð á þessum tímum og búið að vera mjög erfitt. Jötunn verður hluti af starfsemi Aflvéla og verður rekið á kennitölu Aflvéla. Við erum búnir að ráða margt af því fólki sem áður vann hjá Jötunn vélum og það mun halda sínu starfi óbreyttu. Á Selfossi mun því að mestu starfa sami kjarni og áður.“ Aflvélar flytja úr Garðabænum á Selfoss síðar á árinu „Svo erum við með fyrirtækið Aflvélar í Garðabæ, en það er stefnt á það síðar á þessu ári að Aflvélar flytji líka starfsemi sína á Selfoss. Þó þetta verði allt saman rekið á sömu kennitölu, þá verður landbúnaðarhlutinn áfram rekinn undir merkinu Jötunn. Þá verður heima- síðan jotunn.is óbreytt og áfram verða sömu símanúmer og áður voru hjá Jötni vélum. Fyrir við- skiptavinina ætti þetta því að verða lítil breyting,“ segir Friðrik Ingi. Munu reyna að halda í vélaumboð – Nú voru Jötunn vélar með öflug umboð á borð við Massey Ferguson, og Valtra, verða þau áfram? „Já, ég vonast til að við verðum með eitthvað af þeim umboðum, en það er verið að vinna í þeim málum og mun skýrast betur á næstunni. Allt tekur þetta smá tíma. Við erum allavega með alla varahluti í þau tæki sem þarna voru til sölu.“ Aflvélar urðu til 2004 Fyrirtækið Aflvélar var stofnað árið 2004 og á rætur að rekja til Burstagerðarinnar og Besta sem voru í eigu sömu aðila. Í raun hafa Aflvélar selt tæki frá árinu 1984 þegar innflutningur á Beilhack og Danline flugbrautarsópunum byrj- aði í kjölfar sölu Burstagerðarinnar á burstum fyrir flugvallarsópa frá árinu 1979. „Við höfum í gegnum árin verið með mikið af snjóruðningstækjum og búnaði fyrir Isavia og flugvellina, Vegagerðina, bæjarfélög um land allt og einnig til bænda,“ segir Friðrik Ingi. „Það skarast svo sem ekkert við þá þjónustu sem Jötunn hefur verið að bjóða. Hjá Aflvélum höfum við verið að selja mikið af búnaði fyrir verktaka og m.a. verið að breyta vörubílum í snjóruðningstæki.“ Bjartsýnn á þjónustu við verktaka og bændur Friðrik Ingi segir að þrátt fyrir erfiða stöðu í landinu vegna COVID-19 faraldursins, þá horfi hann með nokkurri bjartsýni til áforma ríkisins um aukin umsvif við uppbyggingu vega og annarra samgöngumannvirkja. „Þá er maður líka á horfa á þau tækifæri sem felast í þjónustu við landbúnaðinn sem heldur áfram starfsemi og þarf sín tæki og tól. Það var líka dálítill hvati til að fara út í þessi kaup að menn hafa verið að horfa á nauðsyn þess að auka innlenda framleiðslu á landbúnað- arafurðum.“ Með um 17 starfsmenn á Selfossi og í Garðabæ Friðrik Ingi segir að á Selfossi muni starfa um tíu manns til að byrja með og þá séu um sjö starfsmenn í Garðabænum. Hann segir að það sé hins vegar ekki í kortunum í bili að halda úti starfsemi á Akureyri og Egilsstöðum. Aflvélar með fjölda umboða Meðal umboða og þjónustu sem Aflvélar eru með er ASH Aebi Schmidt Holding sem er stórfyr- irtæki í sumar- og vetrarvélum með höfuðstöðvar í Zürich í Sviss. Fyrirtæki í eigu ASH eru m.a. AEBI í Sviss, Schmidt í Þýskalandi, Nido í Hollandi, Beilhack í Þýskalandi, DMI (hugbúnaðarfyrirtæki) í Þýska- landi, Tellefsdal í Noregi og Meyer í Bandaríkjunum. Hundruð tækja frá ASH Aebi Schmidt til snjóruðnings og sum- arstarfa eru nú í notkun á landinu og þau eru þjónustuð af starfsmönnum Aflvéla ehf. Einnig er Aflvélar með umboð fyrir ýmis tæki fyrir sumar og vetur frá Pronar í Póllandi, veghefla frá Veekmas oy í Finnlandi, ásamt fleiri umboðum s.s. Weber burstaverksmiðjun- um í Þýskalandi, GMI í Noregi og Monroe í USA, slitblöðum frá Kuper í Þýskalandi og Nordic steel í Noregi ásamt vélum til innanhúss- þrifa; i-Team og Cleanfix frá Sviss. Aflvélar er með stórt og full komið eigið verkstæði að Vesturhrauni 3, sem getur tekið við öllum stærðum af tækjum. Á verkstæði fyrirtækisins starfa sér- þjálfaðir starfsmenn og sinna þeir öllum viðgerðum auk þess að veita tæknilega aðstoð. /HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.