Bændablaðið - 23.04.2020, Page 20

Bændablaðið - 23.04.2020, Page 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202020 Varaflugvöllur fyrir millilanda- flug á suðvesturhorni landsins og millilandaflugvöllur á Suðurlandi hafa ítrekað verið í umræðunni á liðnum misserum og árum. Sitt sýnist hverjum, en frá því farþega- og flutningaflug hófst á Íslandi eftir síðari heimsstyrjöldina hafa stjórnmálamenn tekið margar ákvarðanir í þessum málum sem reynst hafa afdrifaríkar, án þess að þær hafi þó skapað almennilega lausn á málinu. Þó nær algjör ördeyða sé í innan- lands- og millilandaflugi í dag vegna COVID-19 faraldursins, þá er öllum ljóst að það vofir yfir himinhrópandi nauðsyn þess að tryggja hér á landi öruggan varaflugvöll eða varaflug- velli fyrir millilandaflugið. Það má trúlega flokka það frekar undir ótrú- lega heppni frekar en eitthvað annað að ekki skuli hafa orðið alvarleg slys í millilandafluginu vegna flugvéla sem ekki hafa getað lent í Keflavík af einhverjum orsökum. Það gætu hæg- lega komið upp tilvik þar sem flug- vélar hafa ekki nægt eldsneyti til að fljúga til varaflugvallar í Skotlandi eða jafnvel til Egilsstaða. Eins og staðan er í dag geta líka hæglega komið upp tilvik þar sem ekki er nægjanlegt pláss á flughlöðum flug- valla á Akureyri eða á Egilsstöðum til að taka við stórum þotum sem ekki geta lent í Keflavík eða Reykjavík. Úr þessu stæðavandamáli fyrir flugvélar á Akureyrarflugvelli og á Egilsstöðum á nú vonandi að fara að bæta ef marka má yfirlýsingar stjórnmálamanna. Umræða um byggingu á nýjum millilandaflugvelli á sama tíma og þjóðin er að sigla inn í mikla efnahagslægð vegna sjúkdómsfar- aldurs, kann hins vegar að sýnast mikil tímaskekkja. Trúlega gefst þó aldrei betra tækifæri en einmitt núna til að láta yfirvegaða skynsemi fremur en þrönga pólitíska hags- muni og draumóra ráða för í mótun framtíðarstefnu í samgöngumálum þjóðarinnar. Vatnsmýrin eða Bessastaðanes Íslenska ríkið á flugvöllinn í Vatns- mýrinni í Reykjavík sem mætti stækka fyrir stærri þotur en þar geta lent í dag þannig að hann nýttist sem varavöllur fyrir Keflavíkurvöll. Vandinn við slíka lausn er óeining um flugvallarstæðið vegna ásælni borg- aryfirvalda í landið í Vatnsmýrinni fyrir byggingar. Vegna þessara átaka hafa menn bent á ýmsar aðrar lausnir, eins og Hólmsheiði, Löngusker, Hvassahraun og fleiri, sem flestar hafa reynst vera flugtæknilega óhag- stæðari, nema ein, en það er flug- völlur á Álftanesi, eða öllu heldur á Bessastaðanesi. Sá möguleiki gæti þó farið að hverfa úr myndinni fljótlega vegna aukinnar ásóknar í byggingarland á svæðinu en er þó enn tæknilega vel framkvæmanlegur. Hins vegar má segja að Hannibal Valdimarsson hafi stigið afdrifaríkt spor gegn slíkri hugmynd á pólitísk- um vettvangi árið 1973 sem hefur síðan haft áhrif á allar slíkar vanga- veltur. Þá var reyndar verið að tala um hugmyndir um flugvallagerð á Álftanesinu öllu en ekki eingöngu á Bessastaðanesinu næst Skerjafirði. Söguleg og tilfinningaleg rök eru þó vissulega enn til staðar gegn slíkum áformum og eiga fullan rétt á sér, en þetta svæði er samt utan friðunar- marka. Þarna verður einfaldlega að vega og meta afkomuhagsmuni þjóðar- innar í heild á móti mögulegum sögulegum og huglægum rökum. Búseta manna hefur alltaf haft og mun alltaf hafa áhrif á umhverfið. Ekki er til dæmis ýkja langt síðan mest allt land á höfuðborgarsvæðinu voru ósnortin holt og hæðir. Þar er nú verið að brjóta land undir byggð nán- ast á hverjum einasta degi án þess að nokkur hreyfi þar andmælum. Meira að segja er byggt yfir kirkjugarða og fornminjar í miðri höfuðborginni þrátt fyrir öflug mótmæli. Fyrsta leitin að flugvallarstæði fór fram fyrir stríð Saga flugvallar á höfuðborgarsvæð- inu er orðin býsna löng og gerði Leifur Magnússon verkfræðingur henni ágætlega skil í stuttri grein í Morgunblaðinu 1. nóvember 2013. Þar kemur fram að fyrsta leit að flugvallarstæði hafi farið fram á vegum skipulagsnefndar Reykjavíkur á árunum 1938–1940, Í bréfi um málið til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytis til bæj- arstjórnar Reykjavíkur þann 11. október 1937, fylgdi uppdráttur af flugvelli í Vatnsmýri, sem Gústaf E. Pálsson verkfræðingur hafði gert 12. september 1937. Á vegum nefndarinnar var gerð rannsókn á sjö stöðum. Það var Bessastaðanes, Flatir (austan Rauðhóls upp af Hólmi), Kapelluhraun (sunnan Hafnarfjarðar), Kringlumýri, Melar (ofan við Ártún), Sandskeið og Vatnsmýri. Það fór þó svo að breska setu- liðið sem hertók Ísland 10. maí 1940 hóf flugvallargerð í Vatnsmýrinni í október 1940. Var sá flugvöll- ur síðan opnaður fyrir flugumferð 4. júní 1941. Leit númer tvö taldi Álftanes eða Bessastaðanes vera ákjósanlegustu kostina Á árunum 1960 til 1971 var algert byggingarbann á Álftanesi, þar sem til skoðunar voru möguleikar á að byggja flugvöll á nesinu. Önnur leitin að flugvallarstæði fólst í störfum „Flugvallarnefndar 1965–1967“, sem Ingólfur Jónsson samgöngu- ráðherra hafði skipað. Þá höfðu Loftleiðir þegar tekið í notkun stórar CL-44 skrúfuþotur, sem ekki gátu notað Reykjavíkurflugvöll og flugu því um Keflavíkurflugvöll. Flugfélag Íslands stefndi þá að kaupum á nýrri farþegaþotu, sem þurfti helst lengri flugbraut en völ var á í Reykjavík. Að sögn Leifs beindi nefndin augum sínum fyrst og fremst að Álftanesi, en klofnaði í niðurstöð- um sínum. Þriggja manna meirihluti nefndarinnar mælti með svonefndum „X-kosti“ á Bessastaðanesi, sem var tveggja til þriggja flugbrauta flug- völlur fyrir innanlandsflug, þar sem lengsta flugbrautin átti að vera 1.800 metrar. Tveggja manna minnihluti vildi frekar „L-kost“, sem var mun stærri flugvöllur með tveimur flug- brautum, allt að 2.700 metrum að lengd, og ætlaður bæði fyrir innan- lands- og millilandaflug. Með bréfi Hannibals Valdimars- sonar félagsmálaráðherra til skipulagsstjórnar ríkisins, dags. 1. júní 1973, fengu þessar hugmyndir hins vegar afgerandi endi. Í bréfinu er rakinn ágreiningur um skipulags- mál, m.a. mótmæli hreppsnefndar Bessastaðahrepps við því „að flug- völlur verði staðsettur á Álftanesi“. Bréfinu lýkur síðan með eftirfarandi ályktunarorðum: „Í aðalskipulagi Bessastaðahrepps skal ekki gera ráð fyrir að flugvöll- ur kunni að verða staðsettur í landi Bessastaða, Breiðabólsstaða og Akrakots.“ Þar með var formlega aflétt fyrri hömlum á byggð á Álftanesi, sem settar höfðu verið vegna hugsanlegs flugvallar á svæðinu. Með bréfi Zóphoníasar Pálssonar, skipulagsstjóra ríkisins, til sam- gönguráðuneytis, dags. 25. júní 1973, er framangreind ákvörðun félagsmálaráðherra formlega kynnt, en Hannibal var á þessum tíma bæði félagsmála- og samgönguráðherra. Þriðja leitin að flugvallarstæði skilaði engri niðurstöðu Þriðji leitarleiðangurinn að flug- vallarstæði var svo gerður á vegum samráðsnefndar samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Var skilað skýrslu um málið í apríl 2007 sem nefnd var: „Reykjavíkurflugvöllur – úttekt á framtíðarstaðsetningu“. Sjö manna vinnuhópur á vegum nefndar- innar ákvað að skoða nánar eftirfar- andi 13 staði, aðra en Vatnsmýri og Keflavíkurflugvöll: Afstapahraun, Bessastaðanes, Engey, Geldinganes, Hafnarfjörður, Hólmsheiði, Hvassahraun, Löngu- sker, Melanes, Mosfellsheiði, Sandskeið, Selfoss og Tungubakkar. Eftir nánari umfjöllun ákvað samráðsnefndin að þrengja valið í sjö kosti, þ.e. fjóra mismunandi kosti flugvallar í eða við Vatnsmýri, Hólmsheiði, Keflavík og Löngusker. Í niðurstöðum nefndarinnar sagði: „Núverandi flugvöllur er á mjög góðum stað frá sjónarmiði flugsamgangna og flugrekenda. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Nauðsyn er á að tryggja öryggi í millilandaflugi og enn er leitað að nýju flugvallarstæði á suðvesturhorninu: Eftir 82 ára leit og ótal skýrslur og fjárútlát er engin pólitísk lausn í sjónmáli Hugmynd sem Ívar Örn Guðmundsson, arkitekt hjá Nexus Arkitektastofu, setti á blað sem mögulega lausn í flugvallamálum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða tvær 2.400 metra langar flugbrautir, en til samanburðar er norður-suður braut Reykjavíkurflugvallar 1.630 metrar og austur-vestur brautin 1.350 metrar. Þessi lausn býður upp á mikið hagræði fyrir erlenda ferðamenn og Íslendinga bæði hvað varðar tímasparnað og styttingu vegalengda sem og bættum möguleika til flugs beint út á landsbyggðina. Flugvöllurinn yrði tengdur með jarðgöngum (punktalínan) við miðborgarsvæði Reykjavíkur og myndi létta verulega á umferð um miklar umferðaræðar eins og Reykjanesbraut, Miklubraut og Hringbraut. Mynd / Ívar Örn Guðmundsson Flugflotastöð í Reykjavík 15. október 1943. Þá var flugvöllurinn sem breski flugherinn (RAF) byggði í Vatnsmýrinni á árunum 1940 til 1941 kominn undir stjórn Bandaríkjamanna og hafði bæði bandaríski flotinn og flugherinn þar aðstöðu. Ef vel er að gáð má sjá C-47 flutningavélar á stæði neðst í hægra horninu. Mynd / U.S. Navy Seabee Museum

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.