Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 20

Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202020 Varaflugvöllur fyrir millilanda- flug á suðvesturhorni landsins og millilandaflugvöllur á Suðurlandi hafa ítrekað verið í umræðunni á liðnum misserum og árum. Sitt sýnist hverjum, en frá því farþega- og flutningaflug hófst á Íslandi eftir síðari heimsstyrjöldina hafa stjórnmálamenn tekið margar ákvarðanir í þessum málum sem reynst hafa afdrifaríkar, án þess að þær hafi þó skapað almennilega lausn á málinu. Þó nær algjör ördeyða sé í innan- lands- og millilandaflugi í dag vegna COVID-19 faraldursins, þá er öllum ljóst að það vofir yfir himinhrópandi nauðsyn þess að tryggja hér á landi öruggan varaflugvöll eða varaflug- velli fyrir millilandaflugið. Það má trúlega flokka það frekar undir ótrú- lega heppni frekar en eitthvað annað að ekki skuli hafa orðið alvarleg slys í millilandafluginu vegna flugvéla sem ekki hafa getað lent í Keflavík af einhverjum orsökum. Það gætu hæg- lega komið upp tilvik þar sem flug- vélar hafa ekki nægt eldsneyti til að fljúga til varaflugvallar í Skotlandi eða jafnvel til Egilsstaða. Eins og staðan er í dag geta líka hæglega komið upp tilvik þar sem ekki er nægjanlegt pláss á flughlöðum flug- valla á Akureyri eða á Egilsstöðum til að taka við stórum þotum sem ekki geta lent í Keflavík eða Reykjavík. Úr þessu stæðavandamáli fyrir flugvélar á Akureyrarflugvelli og á Egilsstöðum á nú vonandi að fara að bæta ef marka má yfirlýsingar stjórnmálamanna. Umræða um byggingu á nýjum millilandaflugvelli á sama tíma og þjóðin er að sigla inn í mikla efnahagslægð vegna sjúkdómsfar- aldurs, kann hins vegar að sýnast mikil tímaskekkja. Trúlega gefst þó aldrei betra tækifæri en einmitt núna til að láta yfirvegaða skynsemi fremur en þrönga pólitíska hags- muni og draumóra ráða för í mótun framtíðarstefnu í samgöngumálum þjóðarinnar. Vatnsmýrin eða Bessastaðanes Íslenska ríkið á flugvöllinn í Vatns- mýrinni í Reykjavík sem mætti stækka fyrir stærri þotur en þar geta lent í dag þannig að hann nýttist sem varavöllur fyrir Keflavíkurvöll. Vandinn við slíka lausn er óeining um flugvallarstæðið vegna ásælni borg- aryfirvalda í landið í Vatnsmýrinni fyrir byggingar. Vegna þessara átaka hafa menn bent á ýmsar aðrar lausnir, eins og Hólmsheiði, Löngusker, Hvassahraun og fleiri, sem flestar hafa reynst vera flugtæknilega óhag- stæðari, nema ein, en það er flug- völlur á Álftanesi, eða öllu heldur á Bessastaðanesi. Sá möguleiki gæti þó farið að hverfa úr myndinni fljótlega vegna aukinnar ásóknar í byggingarland á svæðinu en er þó enn tæknilega vel framkvæmanlegur. Hins vegar má segja að Hannibal Valdimarsson hafi stigið afdrifaríkt spor gegn slíkri hugmynd á pólitísk- um vettvangi árið 1973 sem hefur síðan haft áhrif á allar slíkar vanga- veltur. Þá var reyndar verið að tala um hugmyndir um flugvallagerð á Álftanesinu öllu en ekki eingöngu á Bessastaðanesinu næst Skerjafirði. Söguleg og tilfinningaleg rök eru þó vissulega enn til staðar gegn slíkum áformum og eiga fullan rétt á sér, en þetta svæði er samt utan friðunar- marka. Þarna verður einfaldlega að vega og meta afkomuhagsmuni þjóðar- innar í heild á móti mögulegum sögulegum og huglægum rökum. Búseta manna hefur alltaf haft og mun alltaf hafa áhrif á umhverfið. Ekki er til dæmis ýkja langt síðan mest allt land á höfuðborgarsvæðinu voru ósnortin holt og hæðir. Þar er nú verið að brjóta land undir byggð nán- ast á hverjum einasta degi án þess að nokkur hreyfi þar andmælum. Meira að segja er byggt yfir kirkjugarða og fornminjar í miðri höfuðborginni þrátt fyrir öflug mótmæli. Fyrsta leitin að flugvallarstæði fór fram fyrir stríð Saga flugvallar á höfuðborgarsvæð- inu er orðin býsna löng og gerði Leifur Magnússon verkfræðingur henni ágætlega skil í stuttri grein í Morgunblaðinu 1. nóvember 2013. Þar kemur fram að fyrsta leit að flugvallarstæði hafi farið fram á vegum skipulagsnefndar Reykjavíkur á árunum 1938–1940, Í bréfi um málið til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytis til bæj- arstjórnar Reykjavíkur þann 11. október 1937, fylgdi uppdráttur af flugvelli í Vatnsmýri, sem Gústaf E. Pálsson verkfræðingur hafði gert 12. september 1937. Á vegum nefndarinnar var gerð rannsókn á sjö stöðum. Það var Bessastaðanes, Flatir (austan Rauðhóls upp af Hólmi), Kapelluhraun (sunnan Hafnarfjarðar), Kringlumýri, Melar (ofan við Ártún), Sandskeið og Vatnsmýri. Það fór þó svo að breska setu- liðið sem hertók Ísland 10. maí 1940 hóf flugvallargerð í Vatnsmýrinni í október 1940. Var sá flugvöll- ur síðan opnaður fyrir flugumferð 4. júní 1941. Leit númer tvö taldi Álftanes eða Bessastaðanes vera ákjósanlegustu kostina Á árunum 1960 til 1971 var algert byggingarbann á Álftanesi, þar sem til skoðunar voru möguleikar á að byggja flugvöll á nesinu. Önnur leitin að flugvallarstæði fólst í störfum „Flugvallarnefndar 1965–1967“, sem Ingólfur Jónsson samgöngu- ráðherra hafði skipað. Þá höfðu Loftleiðir þegar tekið í notkun stórar CL-44 skrúfuþotur, sem ekki gátu notað Reykjavíkurflugvöll og flugu því um Keflavíkurflugvöll. Flugfélag Íslands stefndi þá að kaupum á nýrri farþegaþotu, sem þurfti helst lengri flugbraut en völ var á í Reykjavík. Að sögn Leifs beindi nefndin augum sínum fyrst og fremst að Álftanesi, en klofnaði í niðurstöð- um sínum. Þriggja manna meirihluti nefndarinnar mælti með svonefndum „X-kosti“ á Bessastaðanesi, sem var tveggja til þriggja flugbrauta flug- völlur fyrir innanlandsflug, þar sem lengsta flugbrautin átti að vera 1.800 metrar. Tveggja manna minnihluti vildi frekar „L-kost“, sem var mun stærri flugvöllur með tveimur flug- brautum, allt að 2.700 metrum að lengd, og ætlaður bæði fyrir innan- lands- og millilandaflug. Með bréfi Hannibals Valdimars- sonar félagsmálaráðherra til skipulagsstjórnar ríkisins, dags. 1. júní 1973, fengu þessar hugmyndir hins vegar afgerandi endi. Í bréfinu er rakinn ágreiningur um skipulags- mál, m.a. mótmæli hreppsnefndar Bessastaðahrepps við því „að flug- völlur verði staðsettur á Álftanesi“. Bréfinu lýkur síðan með eftirfarandi ályktunarorðum: „Í aðalskipulagi Bessastaðahrepps skal ekki gera ráð fyrir að flugvöll- ur kunni að verða staðsettur í landi Bessastaða, Breiðabólsstaða og Akrakots.“ Þar með var formlega aflétt fyrri hömlum á byggð á Álftanesi, sem settar höfðu verið vegna hugsanlegs flugvallar á svæðinu. Með bréfi Zóphoníasar Pálssonar, skipulagsstjóra ríkisins, til sam- gönguráðuneytis, dags. 25. júní 1973, er framangreind ákvörðun félagsmálaráðherra formlega kynnt, en Hannibal var á þessum tíma bæði félagsmála- og samgönguráðherra. Þriðja leitin að flugvallarstæði skilaði engri niðurstöðu Þriðji leitarleiðangurinn að flug- vallarstæði var svo gerður á vegum samráðsnefndar samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Var skilað skýrslu um málið í apríl 2007 sem nefnd var: „Reykjavíkurflugvöllur – úttekt á framtíðarstaðsetningu“. Sjö manna vinnuhópur á vegum nefndar- innar ákvað að skoða nánar eftirfar- andi 13 staði, aðra en Vatnsmýri og Keflavíkurflugvöll: Afstapahraun, Bessastaðanes, Engey, Geldinganes, Hafnarfjörður, Hólmsheiði, Hvassahraun, Löngu- sker, Melanes, Mosfellsheiði, Sandskeið, Selfoss og Tungubakkar. Eftir nánari umfjöllun ákvað samráðsnefndin að þrengja valið í sjö kosti, þ.e. fjóra mismunandi kosti flugvallar í eða við Vatnsmýri, Hólmsheiði, Keflavík og Löngusker. Í niðurstöðum nefndarinnar sagði: „Núverandi flugvöllur er á mjög góðum stað frá sjónarmiði flugsamgangna og flugrekenda. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Nauðsyn er á að tryggja öryggi í millilandaflugi og enn er leitað að nýju flugvallarstæði á suðvesturhorninu: Eftir 82 ára leit og ótal skýrslur og fjárútlát er engin pólitísk lausn í sjónmáli Hugmynd sem Ívar Örn Guðmundsson, arkitekt hjá Nexus Arkitektastofu, setti á blað sem mögulega lausn í flugvallamálum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða tvær 2.400 metra langar flugbrautir, en til samanburðar er norður-suður braut Reykjavíkurflugvallar 1.630 metrar og austur-vestur brautin 1.350 metrar. Þessi lausn býður upp á mikið hagræði fyrir erlenda ferðamenn og Íslendinga bæði hvað varðar tímasparnað og styttingu vegalengda sem og bættum möguleika til flugs beint út á landsbyggðina. Flugvöllurinn yrði tengdur með jarðgöngum (punktalínan) við miðborgarsvæði Reykjavíkur og myndi létta verulega á umferð um miklar umferðaræðar eins og Reykjanesbraut, Miklubraut og Hringbraut. Mynd / Ívar Örn Guðmundsson Flugflotastöð í Reykjavík 15. október 1943. Þá var flugvöllurinn sem breski flugherinn (RAF) byggði í Vatnsmýrinni á árunum 1940 til 1941 kominn undir stjórn Bandaríkjamanna og hafði bæði bandaríski flotinn og flugherinn þar aðstöðu. Ef vel er að gáð má sjá C-47 flutningavélar á stæði neðst í hægra horninu. Mynd / U.S. Navy Seabee Museum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.