Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 2020 21 Rannsaka ber til hlítar möguleika á flugvallarstæðum á Hólmsheiði og Lönguskerjum með tilliti til veður- fars og flugskilyrða.“ Hólmsheiði er nú talin út úr myndinni m.a. vegna nálægðar við vatnsból. Flugvöllur á Lönguskerjum er svo talin lítt fýsi- legur vegna mikils kostnaðar við uppfyllingar. Einnig vegna sjóroks og seltu sem erfitt yrði að komast hjá og er slæm fyrir flugvélar. Fjórða leitin að flugvallarstæði Í fjórða sinn var gerður út leitarleið- angur að flugvallarstæði 2013 og átti honum að ljúka fyrir árslok 2014. Starfshópurinn var settur á laggirnar í október 2013 og hafði það að mark- miði að skoða kosti undir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin, sem kölluð var „Rögnunefndin“ í höfuðið á nefndarformann- inum Rögnu Árnadóttur, núver- andi skrifstofustjóra Alþingis, var stýrihópur á vegum ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group. Í nefndinni sátu Ragna Árnadóttir formaður, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrir hönd ríkisins, Matthías Sveinbjörnsson fyrir hönd Icelandair og Dagur B. Eggertsson fyrir Reykjavíkurborg. Átti hópurinn að skila skýrslu fyrir áramótin 2014 en fékk frest til þess að skila plagginu þar til í júní 2015. Var leit að flugvallarstæði gerð með hliðsjón af stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem for- mennirnir kynntu 22. maí 2013 og sagði: „Reykjavíkurflugvöllur er grund- vallarþáttur í samgöngum landsins. Til þess að hann geti áfram gegnt því mikilvæga þjónustuhlutverki, sem hann hefur gert gagnvart landinu öllu, þarf að tryggja framtíðarstað- setningu hans í nálægð við stjórn- sýslu og aðra þjónustu.“ Hvassahraun talið álitlegast en er á hættusvæði vegna eldgosa Könnun Rögnunefndarinnar beindist að fjórum nýjum flugvallar- stæðum. Þau eru Bessastaðanes, Hólmsheiði, Hvassahraun og Löngusker. Þá skoðaði stýrihópur- inn einnig breyttar útfærslur á legu flugbrauta í Vatnsmýri. Taldi Rögnunefndin að hag- kvæmast væri að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni, sem er á mörkum Hafnarfjarðar og Voga. Bessastaðanesi var ýtt út af borðinu að sagt var af umhverfisástæðum. Í umræðum vegna vax- andi möguleika á eldgosum á Reykjanesskaganum að undanförnu virðist öll skynsemisrök benda til að flugvöllur í Hvassahrauni sé endanlega út úr myndinni. Þá er Hvassahraun sagt vera á mörkum veðurskila sem oft leiðir til meiri veðursældar í og við Reykjavík en á utanverðum Reykjanesskaga. Samt eru stjórnvöld áfram að eyða verulegum peningum í að skoða Hvassahraunið og á sama tíma er stöðugt verið að þrengja að Reykjavíkurflugvelli. Verða skoðanir áfram hengdar á pólitískan gaddavír eða settar í farveg skynsamlegrar umræðu? Reyndar virðast menn oftar en ekki í umræðum um flugvallarmál í eða við Reykjavík hafa hengt sig með öflugum pappírsklemmum á póli- tískan gaddavír fremur en að taka tillit til skynsemi eða þjóðhagslegrar hagkvæmni. Svo ekki sé talað um hagsmuni landsbyggðarbúa. Þess vegna hefur niðurstaðan oftast ekki verið annað en marklítið málskrúð sem búið er að eyða í hundruðum milljóna ef ekki milljörðum af al- mannafé. Hugmyndir um Bessastaðanes Ýmsir einstaklingar hafa þrátt fyrir allt lagt fram sínar hugmyndir, m.a. um flugvöll á Bessastaðanesi sem skerða ekki byggingaráform á Álftanesi. Þannig sýndi Emil Hannes Valgeirsson t.d. ágæta mynd af slíku flugvallarstæði í bloggfærslu þann 20. mars 2013. Teiknaði hann inn á mynd flugvöll með þremur flug- brautum sem eru jafnlangar þeim sem eru í dag á Reykjavíkurflugvelli og með svipaðri stefnu. Þær eru allar á svæði sem enn er óbyggt og stendur ekki til að byggja á. Setti hann einnig inn vegtengingar yfir Skerjafjörð sem myndi gjörbreyta álagi á umferðaræðar til og frá mið- borg Reykjavíkur með tengingu inn á Suðurgötuna í Reykjavík. Til að trufla ekki skipa- og skútuumferð gerði hann ráð fyrir göngum undir Skerjafjörð sem líklega er þó óþarft í ljósi lítillar notkunar hafnar í Kópavogi. Með þessum hug- myndum Emils þyrftu menn heldur ekki að keyra í gegnum hlaðið hjá forseta Íslands. Aðflugsleiðir sýnast vera nokkuð hagstæðar þarna því lítið er um byggð allra næst flug- vellinum og ekki yrði lengur flogið yfir miðbæ Reykjavíkur. Hagkvæmni flugvallar á Bessastaðanesi Ívar Örn Guðmundsson, arkitekt hjá Nexus Arkitektastofu, hefur líka teiknað inn athyglisverðan og enn stærri flugvöll á Bessastaðanesið sem honum þótti álitlegt stæði fyrir flugvöll sem bæði gæti þjónað inn- anlands- og millilandaflugi. Var sú hugmynd m.a. kynnt í þætti Björns Jóns Bragasonar, Sögu & samfé- lagi, á Hringbraut þann 11. mars síðastliðinn. Ívar Örn sagðist í samtali við Bændablaðið margoft hafa velt þessum málum upp og hans hug- myndir hafi m.a. verið skoðaðar af Rögnunefndinni svonefndu án þess að nokkuð frekar hafi verið gert með þær. Ívar Örn hefur það með sér í slíkri umræðu að vera sjálfur flug- maður með góða þekkingu og inn- sýn í þarfir flugs. Þá hefur hann starfað við gerð skipulags og hefur kynnt sér vel aðstæður í öðrum löndum með hliðsjón af nálægð alþjóðaflugvalla við höfuðborgir og margháttaða hagkvæmni sem af slíku hlýst. Hann býr sjálfur fast við Reykjavíkurflugvöll og starfar í miðborginni. Hann segist stoltur af að búa og starfa á miðborgarsvæð- inu, en rekur samt uppruna sinn ekki af síðra stolti til Vestfjarða og Norðausturlands. Hann segir flugumferðina um Reykjavíkurflugvöll ekki trufla sig á nokkurn hátt þótt hann hafi hana fyrir augunum bæði á heimili sínu og í vinnunni á hverjum einasta degi. Þá séu þotur í dag mun hljóð- látari en áður og t.d. mun hljóðlátari en gömlu Fokker Friendship flug- vélar Flugfélags Íslands sem nú er hætt að nota. Ívar Örn segist þó alls ekki vilja hengja sig á Bessastaðanesið sem ákjósanlegasta kostinn ef menn geti með rökum sýnt fram á annan þjóð- hagslega betri kost. Hann bendir á að rekstrarlega sé mjög óhagkvæmt að reka Reykjavíkurflugvöll eingöngu sem innanlandsflugvöll. Hins vegar er heldur pólitískur vilji um þessar mundir til að stækka völlinn þannig að hann nýtist jöfnum höndum fyrir millilandaflug. Telur Ívar Örn að vel sé hins vegar mögulegt að byggja hagkvæman alþjóðaflugvöll á Bessastaðanesi sem nýtist jafnt til innanlandsflugs. Af eigin reynslu telur hann þó að rekstur lítilla einkaflugvéla flug- áhugafólks eigi ekkert erindi inn á slíkan flugvöll. Slíkri starfsemi ætti að vera hægt að finna annan samastað. Ívar Örn miðar við tvær 2.400 metra flugbrautir sem duga myndu flestum þotum. Bendir hann á að samkvæmt hans útreikningum þá verði mun meiri fjarlægð frá flugbrautum á Bessastaðanesi í mikilvægar byggingar en nú er á Reykjavíkurflugvelli. Aðflug og frá- flug yrði í flestum tilvikum yfir sjó og þyrfti sjaldnast að fara yfir byggð. Þegar fara þyrfti yfir byggð væri fjarlægð og flughæð mun meiri en nú er varðandi Reykjavíkurflugvöll. Varðandi ferðamennsku telur hann að flugvöllur á Bessastaðanesi verði mun ákjósanlegri kostur en Keflavíkurflugvöllur. Hann yrði ekki mikið fjær höfuðborgarmiðju en helstu flugvellir í stórborgum í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar þar sem mikil áhersla er lögð á hagkvæmni af slíkri nálægð. Sem dæmi nefnir hann vegalengdir frá nokkrum alþjóðaflugvöllum að borgarmiðju: Hagræði fyrir ferðamenn Flugvöllur á Bessastaðanesi myndi að mati Ívars auka verulega líkur á að erlendir ferðamenn fljúgi beint þaðan til áfangastaða úti á landi. Ástæðan er sparnaður í tíma, vegalengdum og kostnaði. Það myndi auk þess styrkja innanlands- flugið verulega. Ívar Örn bendir einnig á að vesturhluti Reykjavíkur eigi nú þegar við mikinn umferðarvanda að stríða sem mætti leysa með jarð- göngum frá núverandi flugvallar- stæði í Vatnsmýri. Þau lægju undir Skerjafjörð með hliðargöngum inn á Kársnes í Kópavogi, inn á Álftanes með tengingu við nýjan flugvöll á Bessastaðanesi. Síðan yrði veg- tenging yfir í Hafnarfjörð og áfram suður á Reykjanesbraut. Eflaust þætti mörgum að flug- völlur á Bessastaðanesi yrði óþægilega nálægt forsetasetrinu á Bessastöðum. Samkvæmt mæling- um Ívars Arnar yrði austur-vestur braut vallarins þó í 1.480 metra fjar- lægð og suður-vestur braut í 500 metra fjarlægð. Til samanburðar er Alþingishúsið í 1.060 metra fjarlægð frá Reykjavíkurflugvelli, Háskóli Íslands í 450 metra fjarlægð og ný aðalbygging Landspítalans verður í 390 metra fjarlægð frá flugbraut. Reykjavíkurflugvöllur eða Bessastaðaflugvöllur? Án efa yrði mikil tilfinninga- leg togstreita um byggingu svo umfangsmikilla mannvirkja á Bessastaðanesi. Því er trúlega aldrei heppilegri tími en einmitt núna til að fara í yfirvegaða umræðu um kosti þess og galla að setja þar niður flug- völl. Aðrir kostir á suðvesturhorninu virðast allir vera verri, nema þá að fara í breytingar og stækkun á nú- verandi Reykjavíkurflugvelli. Um þetta verða menn að ná niðurstöðu, eða að flytja stjórn- sýsluna og ýmsa bráðaþjónustu að verulegu leyti til Keflavíkur og byggja mögulega upp varaflugvöll í Árnessýslu. Höfuðborg án öflugra samgöngutenginga við landið allt og umheiminn er engin höfuðborg. Hjá okkur færðu allt fyrir háþrýstiþvottinn Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Í hugmynd Emils Hannesar Valgeirssonar er Reykjavíkurflugvöllur einfald- lega fluttur yfir á Bessastaðanesið í nær óbreyttri mynd og virðist rúmast þar ágætlega. Fjarlægðir frá nokkrum þekktum flugvöllum að borgarmiðju • Keflavíkurflugvöllur, 47 km. • París, Charles De Gaulle, 20 km. • París, Orly, 15 km. • Lúxemborg 5 km. • London, Heathrow, 10 km. • London, City, 12 km. • Amsterdam, Schiphol, 10 km. • Kaupmannahöfn, Kastrup, 7 km. • Stokkhólmur, Bromma, 6 km. • New York, John F. Kennedy, 18 km • New York, LaGuardia, 12 km (6,6 km í Central Park). • Washington, Ronald Reagan að Hvíta húsinu, 4 km. • Boston, Logan, 3 km. • Baltimore, International, 12 km. • Toronto, Person, 18 km. • Toronto, Billy Bishop, 2,7 km. Heimild: Ívar Örn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.