Bændablaðið - 23.04.2020, Síða 22

Bændablaðið - 23.04.2020, Síða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202022 Í byrjun ferbúar var umfjöllun í Bænda blaðinu um flugvelli á Suð­ ur landi. Þar var rætt um mögu­ lega nýja millilandaflugvelli á Suðurlands undirlendinu. Þar á meðal voru vangaveltur um risa­ stóran flugvöll sem sést úr gervi­ hnöttum en er hvergi skráður og fáir virðast vita af. Í greininni var leitt líkum að því að flugvöllur á Geitasandi austan við Hellu hafi upphaflega verið gerður af breska flughernum sem vitað er að vann að flugvallargerð á þeim slóðum í heimsstyrjöldinni síðari. Flugvöllur gerður að frumkvæði fimm einstaklinga Við upplýsingaöflun vegna þessa flugvallar var fátt um svör, en eftir útkomu blaðsins 19. mars kom í ljós að þessi risastóri flugvöllur var alls ekki verk Breta, heldur var hann gerður fyrir um 30 árum að frum- kvæði fimm íslenskra einstaklinga og áhugamanna um flug. Þessi mannvirkjagerð hefur þó ekki farið hátt og á tiltölulega fárra vitorði, auk þess sem framkvæmdamennirnir hafa ekkert verið að flagga þessu verk- efni. Þeir voru hins vegar tilbúnir að upplýsa lesendur Bændablaðsins um þessi afrek sín. Árið 1990 tóku nokkrir svifflugs- áhugamenn land á leigu af Land- græðslunni í Gunnarsholti. Nánar til- tekið á Geitasandi á Rangárvöllum. Þetta voru þeir Baldur Jónsson, múr- ari og flugmaður, Garðar Gíslason tannlæknir, Gunnar Arthursson, flug maður og fyrrverandi flugstjóri, Marvin Friðriksson flugvirki og Sigurður Benediktsson, verkfræðing- ur og áhugaflugmaður, sem lést 2002. Landið var bara grjót og melar Baldur Jónsson er múrarameistari, flugmaður og landsþekktur svifflug- maður. Hann segir svo frá fyrir hönd félaga sinna: „Landið var bara grjót og melar og ljóst að ekki væri hægt að koma upp flugbrautum nema með mik- illi vinnu þar sem handaflið eitt nýttist. Byrjað var á grjóttínslu og síðan borið á og sáð grasfræi. Vinna við fyrstu brautina tók allt fyrsta sumarið. Samhliða hófst bygging vélageymslu. Næstu ár á eftir var unnið í að fjölga braut- um og eru þær nú fjórar fyrir utan akstursbrautir.“ Samtals 8 km af brautum og sú lengsta nær 3 kílómetrar „Þegar best lét voru brautirnar sam- tals um 8 km og lengsta brautin var í upphafi tæpir 3 km. Ekki hafa komið fram nein merki eða vísbendingar um að áður hafi verið flugbraut á þessu svæði. Völlurinn er mikið notaður af áhugafólki um flug. Brautum er vel við haldið, þó aðeins hafi dregið úr viðhaldi lengstu brautanna á síðustu árum. Á hverju ári er borið á og valtað og slegið eftir þörfum. Trjárækt hefur verið reynd á svæðinu frá upphafi , aðallega birki. Hún fór hægt af stað enda jarðvegur mjög snauður. Hún hefur þó tekið við sér síðustu árin og eru leiguhafar þátt- takendur í Hekluskóga-verkefninu Þetta hefði aldrei tekist nema fyrir samheldni og elju leigutaka, fjölskyldna og vina að ógleymd- um stuðningi og hvatningu Land- græðslunnar,“ segir Baldur Jónsson. Hann sagði í samtali við Bænda- blaðið að hann hafi vitað af ætlun Breta að koma upp flugvelli fyrir herflugvélar á þessum slóðum. Sjálfur hafi hann leitað að þessum flugvelli af landi og úr lofti árum saman en ekki fundið lengi vel. Nú telur hann sig vita að flugvöllurinn sé skammt norðan við þjóðveginn sem liggur ofan við Hótel Rangá. Aldrei mun hafa verið lokið við flugvallargerðina af hálfu RAF, flughers bresku krúnunnar, m.a. þar sem erfitt var um aðdrætti vegna hafnleysis á Suðurlandi. Þá varð mannvirkið mun umfangsminna en það sem íslensku félagarnir fimm gerðu í kyrrþey með sínum fjölskyldum og vinum og er nú sýnilegt úr gervihnöttum. Flugvöllur fimmmenninganna á Geitasandi, eða Geitamel eins og þeir kalla svæðið, hefur, eins og Baldur segir, mikið verið notaður af áhugaflugmönnum, ekki síst í svifflugi. Þá hefur landgræðslu- flugvélinni Páli Sveinssyni verið lent þar vandræðalaust enda hafði hún þar nóg pláss til að athafna sig. VARÚÐ! Þorlákshöfn – Sími 483 1955 – www.sbskilti.is HANDÞVOTTUR OG HANDSPRITTUNHAND WASHING - HAND HYGIENE Endurtakið hvert atriði vandlega fimm sinnum eða oftar! Repeat each step of the hand washing procedure at least five times! Nuddið lófum saman Nuddið bæði handarbökin með lófunum Nuddið vel milli fingra Nuddið fingurgómaog neglur vandlega Nuddið báðaþumalfingur vandlega Nuddið vel inni í báðum lófum Rub hands palm to palm Rub right palm over left dorsum and vice versa Rub thoroughly between fingers Rub fingertips and fingernails ofboth hands together thoroughly Rub thumb ofeach hand thoroughly Rub each palm thoroughly 2 3 4 5 6 1 HANDÞVOTTUR OG HANDSPRITTUN Endurtakið hvert atriði vandlega fimm sinnum eða oftar! Repeat each step of the hand washing procedure at least five times! HAND WASHING - HAND HYGIENE Nuddið lófum saman Nuddið bæði handarbökin með lófunum Nuddið vel milli fingra Nuddið fingurgóma og neglur vandlega Nuddið báða þumalfingur vandlega Nuddið vel inni í báðum lófum Rub hands palm to palm Rub right palm over left dorsum and vice versa Rub thoroughly between fingers Rub fingertips and fingernails of both hands together thoroughly Rub thumb of each hand thoroughly Rub each palm thoroughly 2 3 4 5 6 1 framleiðum öryggis- og varúðarmerkingar FRÉTTASKÝRING Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson á Geitamelsflugvelli á Geitasandi. Mynd / Gunnar Arthursson Á innfelldu myndinni er landgræðsluvélin í lágflugi yfir svæðið undir stjórn Gunnars Arthurssonar. Mynd / Guðrún M. Halldórsdóttir Unnið viða að setja niður trjáplöntur við flugvöllinn. Ein af mörgum grjóthrúgum sem tínd var úr flugvallarstæðinu. Flugvöllurinn sem fimmmenningarnir gerðu á Geitasandi sést vel úr gervi- hnöttum. Svifflugan TF-STD á Geitamelsflugvelli. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Flugvöllurinn Geitamelur á Geitasandi austan við Hellu var ekki verk breska flughersins: Byggður upp af fimm flugáhugamönnum og fjölskyldum þeirra fyrir um 30 árum – Lengsta brautin var upphaflega nær 3.000 metrar eða nærri því eins löng og flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.