Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202028 REKSTRARLAND ER BAKHJARL BÆNDA REKSTRARLAND verslun | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17 Pipar\TBW A Í Rekstrarlandi fást allar almennar rekstrarvörur fyrir landbúnað. Nilfisk háþrýstidælur, Exide rafgeymar, gæðasmurefni og olíur á vélarnar, Ecolab lágþrýstiþvottatæki ásamt hreinsiefnum, sótthreinsandi og græðandi vökvar fyrir spena og júgur. Í lok mars var haldinn „kickoff“ fundur í nýju verkefni sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins, Northern Periphery and Arctic Programme (NPA). Fundurinn átti að fara fram í Cork á Írlandi en vegna COVID-19 varð hann að fjarfundaráðstefnu. Landbúnaðarháskóli Íslands stýrir nýju alþjóðlegu verkefni, Sustainable Resilient Coasts (COAST), sem fjallar um þróun og skipulag strandsvæða og er styrkt af NPA. Samstarfsaðilar eru Oulu University of Applied Sciences, Finnlandi, University College Cork og Mayo County Council, Írlandi og Causeway Coast and Glens Heritage Trust, Norður-Írlandi. Þróun strandsvæða á Norður- slóðum er mikilvægt viðfangsefni fyrir Ísland og nágrannaþjóðir okkar. Tilgangur verkefnisins er að styrkja samkeppnisstöðu svæð- anna og hjálpa sveitarfélögum við að þróa tæki sem geta nýst þeim við að draga úr hagsmunaárekstr- um og stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda á svæðunum í góðu jafn- vægi við náttúruvernd. NPA Norðurslóðaáætlunin Norðurslóðaáætlunin (NPA) er at- vinnu- og byggðaþróunarsjóður samstarfslandanna og spannar sam- starfssvæðið norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands, Írlands ásamt Norður-Írlandi, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Áætluninni er ætlað að stuðla að samstarfsverkefnum sem miða að því að finna lausnir á sameiginlegum viðfangsefnum s.s. að efla nýsköpun og hvetja til frumkvöðlastarfs, hlúa að orkuöryggi og stuðla að sjálf- bærri þróun og varðveislu nátt- úru, samfélags og menningararfs. Byggðastofnun hefur umsjón með þátttöku Íslands í áætluninni. Skipulag haf- og strandsvæða Haf- og strandsvæði á Norðurslóðum búa yfir verð- mætum náttúruauðlindum og –gæðum. Sívaxandi samkeppni er um nýtingu þeirra samhliða því sem aukin áhersla er lögð á verndunarsjónarmið. Huga þarf í auknum mæli að því hvaða áhrif nýting geti haft á sjálfbærni svæð- isins að teknu tilliti til umhverfis, s.s. á líffræðilega fjölbreytni sam félagsins, s.s á uppbyggingu innviða og loks efnahagslegs ávinn ings. Nýtingarmöguleikar eru fjölbreyttir og snúast t.d. um matvæla framleiðslu, ferðaþjón- ustu, náttúru- og fuglaskoðun og aðra afþreyingar starfsemi. Aukin starfsemi á haf- og strandsvæðum hefur ýtt undir þörfina fyrir haf- og strandsvæðaskipulag til að styðja við stefnumótun á svæðunum. Landbúnaðarháskólinn hefur boðið upp á meistaranám í skipu- lags fræðum í meira en áratug og samhliða því hefur byggst upp þekking innan skólans. Nýlega fékk LbhÍ leyfi frá menntamála- ráðuneytinu til að bjóða upp á doktorsnám í skipulagsfræði. Mikil þörf er á frekari rannsókn- um á skipulagsmálum á Íslandi og er þetta rannsóknarverkefni, sem styrkt er af Norðurslóðaáætluninni, liður í að byggja upp rannsóknir í skipulagsfræðum á Íslandi. Skipulags- og hönnunardeild LbhÍ auglýsir eftir doktorsnema Auglýst hefur verið laus til um- sóknar staða doktorsnema við Skipulags- og hönnunardeild Landbúnaðarháskólans tengt verk- efninu. Gert er ráð fyrir að um- sækjendur hafi lokið MS-gráðu í skipulagsfræði, geti unnið sjálfstætt og í hóp og hafi góð tök á ensku og íslensku, sjá nánar á vefsíðu skól- ans www.lbhi.is. Doktorsneminn mun vinna með hópi íslenskra og erlendra vísinda- manna. Nemanum er ætlað, í sam- vinnu við leiðbeinendur og aðra samstarfsaðila, að vinna að undir- búningi, framkvæmd og úrvinnslu ákveðins hluta rannsóknarinnar. Einnig er mikilvægt að neminn þrói sínar eigin rannsóknarspurningar innan ramma þessarar rannsóknar. Nánari upplýsingar Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir og Christian Schultze leiða íslenska hluta verkefnisins og veita allar nánari upplýsingar. Þá má einnig finna upplýsingar á vef verkefnisins http://coast.interreg-npa.eu/ /VH Haf- og strandsvæði á Norðurslóðum búa yfir verðmætum náttúruauðlindum og -gæðum. Sívaxandi samkeppni er um nýtingu þeirra samhliða því sem aukin áhersla er lögð á verndunarsjónarmið. Landbúnaðarháskóli og Menntaskóli Borgarfjarðar: Sameiginleg gráða til stúdentsprófs og búfræðings eða garðyrkjufræðings Undanfarin ár hefur verið boðið upp á sameiginlega braut Menntaskóla Borgarfjarðar og Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar geta nemendur tekið tveggja ára nám í MB þar sem megin áherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar raunvísindagreinar. Seinni tvö árin eru tekin á Hvanneyri þar sem starfsmennta- nám í búfræði fer fram. Nemandinn útskrifast þá með stúdentspróf frá MB og sem búfræðingur frá LbhÍ. Námið ætti að veita nemendum góðan undirbúning undir störf í garðyrkju- greinum og landbúnaði en einnig undir frekara háskólanám í náttúru- vísindum, búvísindum, dýralækning- um eða umhverfisfræðum svo dæmi séu tekin. Bragi Þór Svavarsson, skólameist- ari Menntaskóla Borgarfjarðar, segir að við Menntaskóla Borgar fjarðar hafi frá upphafi verið lögð mikil áhersla á að vera í nánu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í nærumhverfi. „Samstarf MB og LbhÍ hefur því verið afar ánægjulegt og komið sér mjög vel fyrir nemendur MB að geta valið sér námsbrautina Náttúrufræðibraut – búfræðisvið.“ Samningurinn endurnýjaður Rektor LbhÍ segri að í framhaldi af undirritun samningsins hafi verið rætt við stjórnendur MB um að út- víkka samninginn til þess að hann tæki einnig til garðyrkjugreina LbhÍ að Reykjum auk þess sem rætt var við Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara Framhaldsskóla Suðurlands, um möguleika á sam- bærilegu samstarfi.“ Spennandi möguleikar Nú stendur til að bæta við þetta sam- starf og bjóða upp á að taka sam- eiginlega gráðu til stúdentsprófs og garðyrkjufræðings. Þá mun nem- andinn byrja nám sitt í MB og taka seinni tvö árin á Reykjum í Ölfusi þar sem starfsmenntanám í garð- yrkju fer fram. Að sögn Guðríðar Helgadóttur, starfsmenntanámsstjóra við LbhÍ, hefur lengi verið draumur innan garð- yrkjunnar að fara af stað með sams konar fyrirkomulag og í búfræðinni, að vinna með framhaldsskólum að sameiginlegri prófgráðu stúdentsprófs og sérhæfðs starfsmenntanáms. „Við vonum að sem flest ungt fólk sjái kosti þess að mennta sig í garðyrkju, það vantar fólk í garð- yrkjuna,“ segir Guðríður. /VH Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, brautarstjóri búfræðibrautar, Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, fyrrverandi skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar, og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, við undirritun á endurnýjun samningins. LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Landbúnaðarháskóli Íslands og verkefni um skipulag strandsvæða: Alþjóðlegt verkefni styrkt af Norðurslóðaáætluninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.