Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202034 Akureyri · Sími 465 1332 www.buvis.is H ér að sp re nt Verð frá kr. 579.000.- án vsk. Kynntu þér málið! Eitt fullkomnasta alsjálfvirka mælikerfi sem völ er á - EMC hárnákvæm magnmæling 200 sinnum á sekúndu. Eini dreifarinn sem stjórnar og leiðréttir flæði áburðar aðskilið á sitt hvora skífu. Stöðug leiðrétting á flæði áburðar allan tímann sem dreift er, enn meiri nákvæmni á fyrstu metrum dreifingar. Hristingur og halli hefur ekki áhrif á EMC. Sjálfvirk aðlögun vinnslubreiddar að lögun túnsins. Beggja megin í einu eða öðru megin. Afburða dreifigæði, einfalt og þægilegt viðmót, stór skjár þar sem gott er að fylgjast með dreifingu. Vinnslubreidd frá 12- 42 metrar - allt að 3200 kg. burðargeta. Drif í lokuðu olíubaði sem eykur endingu og er viðhaldsfrítt. Tvöföld pólýhúðun sem eykur endingu dreifara og viðheldur glæsilegu útliti. Gerir þú kröfu um nákvæmni í dreifingu? - Aukin nákvæmni felur í sér sparnað til lengri tíma, betri nýtingu af hverjum hektara og betri hey. Framúrskarandi áburðardreifarar frá RAUCH www.rauch.de Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ALTERNATORAR í flestar gerðir dráttarvéla UTAN ÚR HEIMI Landbúnaður á Norðurlöndum í COVID-19 krísu: Skortur á erlendu starfsfólki og hækkandi fóðurverð áhyggjuefni – Svíar hafa áhyggjur af skógariðnaði vegna hruns í útflutningi til Bretlands Norrænu Bændasamtökin eiga í samstarfi í gegnum NBC-samtökin og hafa fundað vikulega eftir að kórónakrísan fór að hafa veruleg áhrif á Norðurlöndunum. Það sem er sammerkt með löndunum er áhyggjuefni af að útvega starfsfólk erlendis frá í land- búnaði ásamt hækkandi fóðurverði sem hefur sérstaklega áhrif á eggja- og kjúklingabændur. Að öðru leyti gengur landbúnaður sinn vanagang í löndunum og innlend framleiðsla fær alls staðar mikinn meðbyr í þjóð- félagsumræðunni. Eftir páska var Danmörk opnuð aftur í áföngum eins og til dæmis for- og barnaskólar. Skólar á ung- linga- og háskólastigi eru enn lok- aðir. Frá og með 20. apríl var „einn á einn“-fyrirtækjum, eins og tann- lækna- og hárgreiðslustofur, opnað aftur. Veitingastaðir, barir og smærri verslanir verður haldið lokuðu fram í miðjan maí sem hefur neikvæð áhrif á verð matvæla. Stærri hátíðahöldum, tónleik- um og mörkuðum er frestað í það minnsta til ágústmánaðar. Þetta hefur áhrif á fyrirtæki í matvæla- iðnaði sem þjónusta þessa staði þar sem velta þeirra hefur hrunið og verða því þau háð ríkisstyrkjum til að halda velli. Í Danmörku hafa umræður, líkt og á hinum Norðurlöndunum, um starfskrafta verið í fyrirrúmi. Í Danmörku hafa ekki verið sótt- kvísreglur fyrir erlent starfsfólk sem kemur inn í landið sýni það fram á heilbrigði, en fagfélög hafa staðið í ströngu við stjórnvöld að fá inn ákveðnar sóttkvísreglur varðandi þennan málaflokk. Landbúnaður gengur vel í Danmörku ásamt útflutningi en þó er hætta talin á að bændur innan græna geirans komi verst út úr þessu tímabili. Viðræður eru við stjórnvöld um að tryggja að Evrópusambandið verði í framtíðinni uppbyggilegra og betur í stakk búið að huga að því hvernig innri markaður sambandsins virki sem best. Hætta er á aukinni þjóðernishyggju og verndarstefnu við slíkar krísur sem hefur að vissu leyti sýnt sig. Áhyggjur af að útvega starfsfólk Í Finnlandi hafa menn áhyggjur af að fá nægilega margt starfsfólk til að starfa í landbúnaði í ár en á ári hverju starfa um 20 þúsund manns tímabundið við landbúnað þar í landi. Sóttkvísreglur í 14 daga gilda um þá sem koma erlendis frá en um 1.500 manns hafa komið undanfarnar vikur til starfa í land- búnaði erlendis frá, flestir með bát frá Eystrasaltslöndunum. Mestar áhyggjur eru af því að útvega starfsfólk í græna geirann og hafa vinnumiðlunarskrifstofur sett í gang átak til að fá fleiri til liðs við land- búnaðinn. Margir starfsmenn óska eftir að koma frá Úkraínu, um þús- und manns, og aðstoða nú finnsku bændasamtökin við að finna hag- kvæmar flutningsleiðir fyrir þá. Líkt og í Danmörku eiga fyrirtæki sem afhenda beint til matvælaþjónustu- fyrirtækja erfitt uppdráttar en stjórn- völd hafa lofað að koma til móts við þennan geira. Mestar áhyggjur eru af skógariðnaði í Finnlandi, líkt og í Svíþjóð, þar sem smærri sögunarmyllur eiga erfitt uppdráttar og nokkrum þeirra hefur verið lokað sem skýrist helst í hruni á útflutningi á timbri. Landbúnaður stendur að öðru leyti ágætlega í Finnlandi, verið er að breyta ræktunarkerfum til að auka innlenda framleiðslu á prótín- fóðri og ríkisstjórnin hefur komið fram með björgunarpakka upp á 30 milljónir evra til aðstoðar við lítil og meðalstór fyrirtæki. Skógariðnaðurinn í vanda Svíar hafa áhyggjur af skógariðnaði þar sem útflutningsmarkaður til Bretlands er hruninn sem hefur mikil áhrif. Líkt og í Finnlandi herja skaðræðisbjöllur á grenitré í landinu svo gripið hefur verið til þess ráðs á ákveðnum stöðum að taka enn meira timbur úr skógunum en í venjulegu árferði og nú eru uppi umræður um fjárhagslegan stuðning til að geyma timbrið. Einnig hefur umræðan um starfsfólk í landbúnaði verið rík hér líkt og á hinum Norðurlöndunum og ræddar eru mismunandi lausnir við vandanum, meðal annars að stjórnvöld gefi eftir í reglum og sýni sveigjanleika. Umræður hafa verið uppi um að geta útvegað hefðbundið fóður í stað lífræns ræktaðs prótínfóðurs sem hefur verið erfitt að útvega vegna hafta á innflutningi. Sænskum landbúnaði er hvarvetna lyft upp í þjóðfélagsumræðunni og mikilvægi hans aldrei meira en nú. Gott hljóð í bændum Í Noregi er byrjað að slaka á höftum og opnuðu leikskólar 20. apríl og þann sama dag var bann við að nota sumarbústaði fellt úr gildi. Viku síðar, 27. apríl, byrjar skóla- starf fyrir 1.–4. bekk ásamt nemum í starfsnámi á efsta stigi. Í apríl verður „einn á einn“-fyrirtækjum, það er að segja tannlækna- og hárgreiðslu- stofum, leyft að opna og frá og með 15. júní verður leyft að halda smærri menningarviðburði. Ríkisstjórnin hefur komið til móts við norsku bændasamtökin með bætur fyrir vörur sem ekki er hægt að uppskera vegna skorts á starfsfólki. Fleiri bótalausnir eru í farvatninu eins og varðandi upp- skerubrest og fleira. Hækkandi fóðurverð er áhyggju- efni, sérstaklega fyrir eggja- og kjúklingabændur. Enn eru sóttkvís- reglur í gildi fyrir erlent vinnuafl og hefur ríkisstjórnin sagt nei við að fá inn starfsfólk frá löndum utan EES. Landbúnaðarráðherra hefur gefið út yfirlýsingu til bænda að halda uppteknum hætti og framleiða líkt og áður. Gott hljóð er í flestum bændum í Noregi og hafa fáir innan greinarinnar sýkst af kórónavírusn- um. /ehg Viðræður eru við stjórnvöld um að tryggja að Evrópusambandið verði í framtíðinni uppbyggilegra og betur í stakk búið að huga að því hvernig innri markaður sambandsins virki sem best. Nýtt nám í sjálfbærum matarupplifunum Nú nýverið var nýtt nám sam- þykkt í Noregi í sjálfbærum matarupplifunum og er það fyrsta sinnar tegundar í heimin- um. Fyrir er sérstök námslína í Harðangursfirði í svæðisbundn- um matvælum sem hefur verið rekið undanfarin tvö ár við góðan róm. Áætlað er að fyrstu nemendur geti útskrifast úr nýja náminu frá fagskólanum í Nordland sumarið 2023. Markmiðið með náminu er að fara til baka í grunn virðiskeðj- unnar. „Samfélagið þarf fagfólk með heildrænan skilning á þeim áskor- unum sem heimurinn stendur frammi fyrir þegar kemur að mat- vælaframleiðslu og -neyslu,“ segir Eva Narten Høberg hjá NIBIO en hún rannsakar matarmenningu og hefur ábyrgð á nýja námstilboðinu. „Við verðum að hafa kunnáttu á framleiðslugrunninum í norskri náttúru og um það hvaða úrræði þarf til að framleiða matinn okkar. Hvað einkennir til dæmis meltingarkerfi hjá grasætum, eins og hjá kúm? Hvernig getum við framleitt mjólk samtímis sem við tökum tillit til menningarlandslagsins, líffræði- legs fjölbreytileika, loftslagsins, dýravelferðar og næringargæða í mjólkinni? Þetta nýja nám mun auka sérþekkingu og meðvitund á náttúru- og menningargildum sem nýtt er við framleiðsluna. /Bondebladet - ehg Áhrif COVID-19 á landbúnað í Bandaríkjunum: Kjötvinnsla dregst saman, uppskera skemmist og mjólk hellt niður Fyrr í þessum mánuði var einu stærsta svínasláturhúsi í Bandaríkjum Norður-Ameríku lokað eftir að rúmlega 200 starfs- menn greindust jákvæðir fyrir COVID-19. Um svipað leyti komu upp smit í kjötafurðastöð í Colorado-ríki og fimm afurða- stöðvum í Kanada. Dregið hefur verið úr starfsemi fyrirtækjanna eða þeim lokað. Grænmetisbændur í Suðurríkjum Bandaríkjanna eiga í vandræðum með að ráða til sín fólk til uppskerustarfa. Ekki er þar með sagt að skortur sé á kjöti í Bandaríkjunum þar sem mikið er til af frystu kjöti og flest sláturhús og afurðastöðvar í landinu eru enn starfandi. Yfirvöld og almenningur í landinu er þrátt fyrir það áhyggjufull og óttast að aukin útbreiðsla COVID- 19 muni leiða til frekari lokana. Bændur sem ala gripi í húsum ótt- ast að ef fleiri sláturhús og afurða- stöðvar loki muni safnast upp hjá þeim sláturgripir sem erfitt er að hýsa og vandamál að losna við eftir að faraldurinn gengur yfir. Auk þess sem mjög gengur á frystipláss vegna minnkandi sölu. Sala og verð á svínakjöti hefur lækkað vegna lokana afurðastöðv- anna vegna ótta neytenda við að smit geti borist í fólk með því og vegna minnkandi sölu til veitingahúsa. Á sama tíma og grænmetis- og ávaxtauppskera í Suðurríkjum Bandaríkjanna er með allra mesta móti eiga bændur í vandræðum með að ráða til sín fólk til uppskerustarfa og víða eru ávextir og grænmeti að skemmast á ökrunum vegna ofþroska. Kúabændur í Wisconsin, Vermont og öðrum ríkjum Bandaríkjanna eru farnir að hella niður mjólk í miklu magni eða nota hana sem áburð á akra. Ástæða þessa er sögð vera margir samverkandi þættir og að í mörgum tilfellum sé einfaldlega hætt að sækja mjólkina til dæmis alla daga og að hún skemmist af þeim sökum. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.