Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 37

Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 2020 37 Er hægt að benda á eitthvert dæmi um að sjúkdómsfaraldur hafi haft áhrif á þróun tungumáls? Já, ég hef nýlega heyrt um eitt slíkt tilfelli og ég ætla að rekja þá sögu hér. Árið 1348 barst Svartidauði til Suðaustur-Evrópu frá Asíu að því er talið er. Hann barst síðan hægt norður eftir álfunni enda voru samgöngur þá með öðrum hætti en nú tíðkast. Árið 1350 kom hann til Noregs og lagðist þungt á marga, m.a. á áhafnir þeirra skipa sem áttu að sigla til Íslands þá um sumarið. Ekki tókst að manna skipin í stað þeirra sem veiktust illa eða dóu, svo siglingar féllu niður það sumarið. Ísland var sem sagt sett í sóttkví að „frumkvæði“ Svartadauða og slapp þess vegna alveg við veikina í það skiptið. Veikin lagðist mjög illa á Norðmenn, ekki síst presta og munka sem voru oft tilkallaðir að sjúkrabeðum til að veita dauðvona fólki sakramentið, og þeim fækk- að í kjölfarið svo mikið að varla voru nokkrir eftir sem kunnu að lesa og skrifa í Noregi. Til þess að geta gert kaupsamninga eða annað sem þurfti nauðsynlega að festa á skinn þá voru fengnir lærðir menn frá Danmörku og upp frá því fór norskan að breytast og líkjast dönsku, þó sérstaklega í kaupstöðum en minna á afskekkt- um svæðum þar sem enn má heyra orð sem láta kunnuglega í eyrum Íslendinga. Íslendingar áttu seinna eftir að finna fyrir áhrifum veikinnar í Noregi þegar spurn eftir afrit- um af konungasögum og öðrum bókmenntum íslenskum fór að minnka vegna þess að Norðmenn hættu að skilja íslensku, eins og lesa má í „Öldinni fjórtándu“ fyrir árið 1393. Faraldurinn varð líka til að veikja konungsvaldið í Noregi og átti þátt í því að Noregur og um leið Ísland bundust Danmörku og Svíþjóð í sameiginlegu konungsveldi, en það er önnur saga. – Þorsteinn Guðmundsson Bændur standa þétt saman Meginverkefni Bændasamtaka Íslands er að gæta hagsmuna stéttarinnar. Félagsleg samstaða er dýrmæt og öflug starfsemi samtakanna eykur slagkraft bænda. Með aðild að BÍ njóta félagsmenn ýmissa réttinda og afsláttarkjara á þjónustu. Breytingar á félagsgjöldum BÍ voru ákveðnar á síðasta Búnaðarþingi. Framvegis verða félagsgjöldin þrepaskipt og veltutengd. Núverandi félagsmönnum er bent á að yfirfara sína skráningu á Bændatorginu og gefa upp sína veltu af landbúnaðartengdri starfsemi. Gefinn er frestur út apríl til að ganga frá skráningu á Bændatorginu. Þeir félagsmenn sem ekki skrá sitt veltubil fyrir apríllok geta átt von á að það verði áætlað. Breytt félagsgjöld Aðild að Bændasamtökunum borgar sig Fylgstu með bændum á Facebook og bondi.is Fyrir okkur öll Við bjóðum nýja félagsmenn velkomna. Hægt er að skrá sig í samtökin inni á vefnum bondi.is Fulltrúar BÍ svara fyrirspurnum í síma 563-0300 og í netfangið bondi@bondi.is. Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 IAE STÍUGRINDUR 1,23m og 1,84m MÁLFAR&MÁLNOTKUN Áhrif sjúkdómsfaraldra á tungumál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.