Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 42

Bændablaðið - 23.04.2020, Qupperneq 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202042 SAUÐFÉ&BURÐARHJÁLP Burðarhjálparmynd- bönd á YouTube – Íslenskar leiðbeiningar vegna algengra vandamála á sauðburði Ný myndbandarás hefur verið stofnuð á YouTube með það að markmiði að auðvelda bændum burðarhjálpina á sauðburðinum þegar snúin vandamál koma upp. Það er Karólína Elísabetudóttir, sauðfjárbóndi og rithöfundur í Hvammshlíð, sem hefur haft veg og vanda að verkefninu; faglega umsjón með leiðbeiningunum hefur Axel Kárason í Vík (Staðarhreppi), dýra- læknir og búfræðingur. Þau fengu til liðs við sig sauðfjárbændur víðs vegar að við upptökur á kennslu- myndböndunum. Karólína segir að hún hafi auðvit- að rekið sig sjálf á að ekki gangi alltaf allt smurt á sauðburði. „Reyndir sauðfjárbændur geta auðvitað leyst flest vandamál en sumar uppákomur eru sjaldgæfar eins og legsnúningur eða að lambið ber mjög skakkt að. Auk þess er sum vandamál erfiðara að leysa en hin, til dæmis ef stórt lamb kemur afturábak. Þá er gott að geta horft á myndbönd þar sem aðrir bændur sýna hvernig þeir finna út úr þessu og þar sem dýralæknir útskýrir með hjálp líkans hvað er eiginlega að gerast inni í kindinni á meðan. Ekki síst þegar börnin eru að læra burðarhjálp eða minna vant aðstoðarfólk eru upplýsingar sem þessar ómetanlegar,“ segir hún. Fyrsta leiðbeiningarefni sinnar tegundar „Svoleiðis efni, sem miðar auk þess við íslenskar aðstæður, hafði ekki verið til. Jafnvel á öðrum tungumálum eru skýr og skipu- lögð leiðbeiningarmyndbönd afar sjaldgæf. Youtube-rásin heitir Leiðbeiningarefni um burðarhjálp og er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Um 15 mismunandi mynd- bönd – á milli 3 og 17 mínútur að lengd – eru nú þegar aðgengileg þar og bætast fleiri við á næstunni. Verið er að útbúa eins konar ákvarðanatré, sem hjálpar við að finna myndbandið sem á best við í hvert skiptið,“ segir Karólína sem sér sjálf um skipulag, upptökur og uppsetningu. Axel kemur sjálfur fram sem leiðbeinandi í myndböndunum. Upptökur frá 2016 Að sögn Karólínu hófust upp- tökurnar á sauðfjárbúum vorið 2016 í Hvammshlíð, en megin- parturinn hafi verið tekinn upp 2019 á Halldórsstöðum í Skagafirði, svo í Breiðavaði, Steinnesi, Sölvabakka og Stafni í Austur- Húnavatnssýslu. „Auk þess bárust upptökur frá öðrum bæjum svo sem Helgafelli á Snæfellsnesi, Hrísum í Borgarfirði, Hofi í Vatnsdal og Höfða I í Grýtubakkahreppi. Fram koma þaulreyndir bændur eins og Einar Kári Magnússon, Jón Árni Magnússon, Anna Margrét Jónsdóttir, Sævar Sigurðsson, Bjarki Benediktsson, Stefanía Egilsdóttir, Sigursteinn Bjarnason, Þórdís Sigurbjörnsdóttir, Lára Björg Björgvinsdóttir, Jón Gíslason og Ásta F. Flosadóttir. Síðan er notast við líkan af Kallað eftir myndefni og upptök- um af sjaldgæfum vandamálum Af sumum frekar sjaldgæfum vandamálum ásamt lausn er enn bara lítið eða ekkert myndefni til. Því eru upptökur, helst myndbönd, vel þegnar: • legsnúningur, • skeiðarsig, • notkun magaslöngu hjá lambi sem getur ekki kyngt sjálft • keisaraskurður. Myndgæði skipta engu máli í þessu tilfelli og heldur ekki hvort allt sé vísindalega „rétt“ framkvæmt, öll dæmi gera gagn. Best er ef upplausnin er góð og ef myndin er lárétt, ekki lóðrétt, en allt efnið er vel þegið. Það má senda á burdarhjalp@gmail.com eða í FB-skilaboðum (Karólína í Hvammshlíð) – eins með ábendingar og nýstárlegar aðferðir.Suðurhrauni 12b - 210 Garðabæ | 545 4600 | Fax 545 4601 | metal@metal.is Skjámynd af rásinni á YouTube. Afturábak. Skjámynd úr leiðbeiningarmyndbandi. Afturábak. Ærin á bakinu. Skjámynd af Berglindi Bjarnadóttur og Jóni Árna Magnússyni, Steinnesi, vinna saman.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.