Bændablaðið - 23.04.2020, Side 52

Bændablaðið - 23.04.2020, Side 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202052 Í síðasta Bændablaði voru birtar samantektir á nokkrum niður­ stöðum úr jarðvegssýnum frá árunum 2014–2019 að báðum árum meðtöldum. Þau mistök urðu að hluti textans féll niður og um leið þrjú gröf sem áttu að fylgja textanum. Er þetta því endurbirt hér í heild sinni. Samtals er um að ræða efna­ greiningar á 1.320 sýnum sem öll eru tekin með 10 cm sýnatökudýpt. Í meðfylgjandi töflum eru niður­ stöðurnar flokkaðar eftir árum og landshlutum. Niðurstöður af Vestfjörðum fylgja Vesturlandi. Fjöldi sýna er ekki mikill og þyrftu margir bændur að hafa meiri reglu á sýnatöku. Munur milli landshluta Greina má mun milli landshluta hvað varðar einstök næringarefni. Það er þó rétt sé að fara varlega í að túlka þann mun því myndirnar með dreifingu mælinga á fosfór, kalí og sýrustigi jarðvegs sýna mikinn breytileika innan hvers landshluta. Meðaltals gildi fyrir fosfór, kalí, kalsíum, magnesíum og natríum eru öll lægst úr sýnum af Suðurlandi. Fosfór og natríum mælist hæst í sýnum af Vestur landi en kalsíum og magnesíum í sýnum af Norðurlandi. Sýrustig jarðvegs (pH­gildi) er að meðaltali 5,4 í öllum þessum sýnum. Á Vesturlandi mælist það lægst pH=5,2 en er að jafnaði pH=5,5 í öllum hinum landshlutunum. Mæligildi einstakra efna sýna mikla dreifingu. Hér er myndrænt sýnd dreifing á fosfór (P) og kalí (K). Þá má einnig sjá dreifingu mælinga á sýrustigi. Á myndunum sýnir hver punktur eina mælingu. Gráa svæðið táknar það sem ætla má miðlungsgildi fyrir viðkom­ andi næringarefni í jarðveg. Fyrir sýrustig þekur gráa svæðið æski­ legt pH­gildi til að nýting næring­ arefna fyrir plöntur verði nokkuð góð eða góð. Niðurstöðum er raðað á myndirnar eftir landnúmerum frá vinstri til hægri. Niðurstöður af Vesturlandi eru því lengst til vinstri en af Suðurlandi lengst til hægri. Á myndunum má greina mismun innan landshluta sem kann að vera vegna jarðvegsgerðar, staðsetningar t.a.m. fjarlægðar frá sjó og fleiri þátta. Á heimasíðu RML undir flip­ anum „ráðgjöf/jarðrækt/áburð ur“ er hægt að skoða sams konar gröf fyrir önnur næringarefni. Frá því farið var að taka jarðvegssýni í 10 cm dýpt hefur rúmþyngd jarðvegs í hverju sýni verið mæld. Þá niður­ stöðu má m.a. nota til að reikna magn auðleystra næringarefna sem kg/ha í efstu 10 cm jarðvegsins. Á heimasíðu RML má sjá niðurstöður mælinga á fosfór og kalí settar fram á þann hátt. Eins og áður er nefnt sýnir þessi samantekt að lítið er tekið af jarð­ vegssýnum. Jarðvegssýni gefa þó mikilvægar upplýsingar um ástand jarðvegsins s.s. sýrustig og aðgengi­ legt magn helstu næringar efna. Með reglulegri sýnatöku má fylgjast með því hvernig innihald jarðvegs af þessum efnum breytist á nokkurra ára millibili. Æskilegt er að taka jarðvegssýni í þessum tilgangi á 5­7 ára fresti. Hægt er að hafa samband við ráðunaut RML í síma 516­5000 ef óskað er eftir jarðvegssýnatöku og/ eða túlkun jarðvegssýnaniðurstaðna þegar þær liggja fyrir. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Eiríkur Loftsson ráðunautur, Rekstrar- og umhverfissvið el@rml.is Anna Lóa Sveinsdóttir ráðunautur, Rekstrar- og umhverfissvið als@rml.is Jarðvegssýni og jarðvegssýnaniðurstöður Tafla 1. Meðaltal helstu næringarefna milli ára Ár Fjöldi sýna P K Ca Mg Na PH 2014 251 29,4 163,4 1912,4 396,5 141,2 5,6 2015 166 40,0 230,4 2213,1 472,6 193,1 5,5 2016 296 30,9 152,6 1558,3 339,1 110,2 5,4 2017 210 42,4 162,1 1700,3 371,3 122,2 5,4 2018 224 38,9 167,1 2040,6 403,5 121,1 5,3 2019 173 42,1 190,2 2360,4 518,1 143,7 5,4 ALLS / Meðaltal 1320 36,4 173,4 1918,4 406,5 134,8 5,4 Tafla 2. Meðaltöl ára innan landshluta. Samanburður milli landshluta Landshluti / Ár Fjöldi sýna P K Ca Mg Na PH Vesturland 388 47,5 191,1 2074,7 427,8 175,7 5,2 2014 78 38,7 182,1 2341,4 460,1 149,4 5,3 2015 65 50,8 250,6 2191,6 498,7 193,0 5,3 2016 99 42,1 153,9 1621,2 328,5 244,7 5,2 2017 72 53,1 193,4 1931,5 453,3 139,3 5,2 2018 34 68,7 184,1 2584,5 419,9 161,6 5,1 2019 40 44,7 204,3 2300,1 453,4 170,3 5,2 Norðurland 389 36,7 199,8 2633 581,1 145,6 5,5 2014 46 20,8 172,8 2448,2 557,3 161,4 5,5 2015 63 31,7 212,0 2624,0 529,3 154,7 5,4 2016 54 22,3 216,6 2614,3 643,3 186,4 5,8 2017 64 50,8 178,0 2205,3 468,3 133,2 5,4 2018 82 39,0 183,4 2598,6 556,8 119,0 5,5 2019 80 46,1 228,2 3131,1 707,3 122,5 5,5 Austurland 74 30,6 190,4 1997,3 432,8 108,5 5,5 2014 28 31,9 233,3 2466,1 521,9 92,3 5,8 2015 9 17,6 274,0 2137,8 531,7 116,0 5,8 2016 2 17,0 122,0 1458,0 403,0 122,2 5,3 2018 25 34,7 144,8 1494,5 334,9 83,0 5,1 2019 10 29,8 115,7 1869,4 342,1 102,8 5,2 Suðurland 469 27,8 134 1179,6 238,9 95,7 5,5 2014 99 25,4 124,6 1168,8 236,1 117,4 5,7 2015 29 41,1 211,7 1392,3 272,7 101,2 5,7 2016 141 26,4 127,3 1110,8 229,5 114,3 5,3 2017 74 24,2 116,9 1027,2 204,4 81,4 5,6 2018 83 27,7 150,2 1416,0 262,6 85,5 5,3 2019 43 35,1 123,7 1096,8 267,0 104,7 5,6 Heildarsumma/Meðaltal: 1320 36,4 173,4 1918,4 406,5 134,8 5,4 Vesturland Norðurland Suðurland 0 50 100 150 200 250 300 m g/ kg Jarðvegssýni Fosfórgildi, P við 10 cm sýnatökudýpt Miðlungsgildi P Graf 1: Dreifing fosfórgilda jarðvegssýna Vesturland Norðurland Suðurland 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1000 m g/ kg Jarðvegssýni Kalí, K við 10 cm sýnadýpt Miðlungsgildi K Graf 2: Dreifing kalígilda jarðvegssýna Vesturland Norðurland Suðurland 3,5 4 4,5 5 5,5 6 6,5 7 7,5 pH g ild i Jarðvegssýni Sýrustig, pH mv. svæði Viðmiðunargildi pH Lá gt g ild i M eð al gi ld i Há tt gi ld i Graf 3: Dreifing sýrustigsgilda jarðvegssýna Bænda 7. maí Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 41,9% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 21,9% 41,9% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu 29,2% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2019. Aldur 12-80 ára. Hvar auglýsir þú? Jarðvegssýni.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.