Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 11

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 11
I j Forsætisráðherra flytur þjóðhátíðarávarp sitt á 17. júní sl. sumar. „Almannatryggingakerfið er flókið þar sem því er ætlað að mæta þörfum mjög mismunandi einstakl- inga. Sú endurskoðun sem nú fer fram á framkvæmd örorkumats og endurhæfingar mun vonandi þæta út þessu, “ segir forsætisráðherra hér í viðtalinu. Leiðtogar stjórnarflokkanna, þau Geir h. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi ÖBÍ skömmu fyrir síð- ustu kosningar, þar sem fulltrúar allra framboða voru inntir svara um umbætur í málefnum fatlaðra. vonandi bæta út þessu. í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar eru einnig ákvæði um endurskoðun og einföldun almannatryggingakerfisins og félags- málaráðherra hefur nú þegar skipað nefnd til að skoða þau mál.“ Á fundi með ÖBÍ sl. vor, skömmu fyrir kosning- ar, þar sem var rætt um málefni öryrkja var mikið rætt um þótamálin almennt - en kannski minna um hvernig þjóðfélag við viljum skapa fötluðum. Erum við ef til vill svolítið föst í því að tala um þótamál og afkomutryggingu, í stað þess að horfa á þjóðfélag- ið heildstætt í þessu samþandi? „Já, umræðan snýst oft og tíðum að verulegu leyti um bótaupphæðir og vissulega skipta þær höfuðmáli fyrir einstaklinga sem lifa á bótum al- mannatrygginga. En það má ekki gleyma því að mikilvægt er að huga að öðrum þáttum líka eins og til dæmis líðan þessa fólks. Margir fatlaðir ein- staklingar hafa mikinn vilja til að vera á vinnumark- aði og því er nauðsynlegt að þjóðfélag okkar geri þeim það kleift og tryggi að fólk einangrist ekki heima hjá sér sökum aðstöðuskorts."

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.