Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 36
36 I ÖBÍáfram
Ekkert er óeðlilegt við að vera fatlaður, segir einn hinna fjölmörgu málsmetandi einstaklinga sem hér er vitnað tii. Nú á því herrans ári
2007 eru málefni fatlaðra komin á dagskrá og myndast hefur raunverulegur vilji til að skapa eitt þjóðfélag fyrir alla. Járnið heitt þarf
því að hamra. Þá mun árangur sjást, rétt eins og sannleikurinn gerir okkur frjáls!
„Hér á landi býr undirþjóð opinberra styrkþega og
láglaunafólks. Annars vegar eru þar fjölmennastir
sumir öryrkjar, sjúklingar og aldraðir. Hins vegar
sumar fjölskyldur einstæðra foreldra og auðnu-
leysingja af ýmsu tagi. Ellistyrkir og eyðilagðir líf-
eyrissjóðir koma í veg fyrir, að aldrað fólk komist
beinlínis á vonarvöl. En þeir duga ekki til að lyfta
öllu fólki, að loknum vinnudegi, upp í hið stétt-
lausa þjóðfélag íslenzkrar velsældar. Hið sama
gildir um fjölskyldur einstæðra foreldra, sem verða
að lifa á einföldum láglaunum einnar fyrirvinnu og
hafa vegna heimilisanna ekki tækifæri til að sinna
yfirvinnu eða eiga hennar kannski alls ekki kost.
Hlutfallslega eru það fá börn og fá gamalmenni,
sem verða útundan í efnahagsundrinu. En þetta
fámenni ætti einmitt að verða okkur hvatning til úr-
bóta. Það er svo lítið, sem vantar til að gera þjóð-
ina alla að einni stétt.“
- Jónas Kristjánsson í DV árið 1981
„Engum, sem les stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn-
ar, á að blandast hugur um hver meginstefnu-
málin eru. Það er annars vegar traust og ábyrg
efnahagsstjórn sem skapar atvinnulífinu þannig
rekstrar- og skattaumhverfi að hvetji til vaxtar og
framþróunar, hins vegar félagslegar áherslur sem
beinast að því að bæta hag barna, aldraðra og ör-
yrkja og efla jafnrétti í þjóðfélaginu á sem flestum
sviðum. Þjóðarbúskapur okkar stendur þannig, og
mun standa þannig áfram ef haldið verður rétt á
málum, að við höfum gott tækifæri til að leggja fé
í félagsleg verkefni sem brýnt er orðið að bæta úr.
Ríkisstjórnin hefur þegar stigið fyrstu skrefin með
lögum og ályktunum nýafstaðins sumarþings í
málefnum barna, aldraðra og öryrkja."
Geir H. Haarde forsætisráðherra
í þjóðhátíðarávarpi sínu 17. júní sl.
„Því miður er endurhæfingarþættinum afar illa sinnt
hér á landi og lítill gaumur gefinn að þeim ávinningi,
sérstaklega fjárhagslegum sem góðri endurhæf-
ingu fylgir. Athuganir sýna, meðal annars í Svíþjóð,
að hver króna sem lögð er í vel skipulagða og
skilvirka endurhæfingu skilar sér nífallt til baka með
ýmsum hætti. Það væri íslensku samfélagi bæði til
sóma og ávinnings, ef ráðmenn þess sæu sér hag
í að bjóða fötluðum upp á virka og kjarngóða end-
urhæfingu sem miðaði að því að gera flesta ein-
staklinga eins sjálfstæða og sjálfbjarga og kostur
er. Starfsendurhæfing og endurhæfing yfirleitt er
mikilvægur þáttur í því meðal annars að draga úr
fjölgun örorkumetinna einstaklinga.11
Halldór Sævar Guðbergsson formaður
Blindarafélagsins í blaði félagsins.
„Sem móðir fatlaðs ungs drengs vil ég segja þetta:
Fötluð börn eru gjöf lífsins til okkar rétt eins og
önnur börn. Við sem höfum orðið þeirrar gæfu að-
njótandi að ala upp fatlað barn vitum vel að það er
erfitt og því fylgir mikil vinna. Við vitum aftur á móti
líka hversu gefandi það er að sjá þessi börn vaxa
og dafna, taka framförum í lífi og starfi, verða full-
orðin og læra að takast á við lífið á sínum forsend-
um. Því miður er staðreyndin sú að erfiðleikarnir við
uppeldi fatlaðra barna snúa ekki endilega að börn-
unum sjálfum heldur því að við foreldrarnir þurfum
endalaust að berjast fyrir rétti þeirra í samfélaginu."
- Sigríður Aðalsteinsdóttir á
bloggsíðunni siggaadalsteins.blog.is
„Við reynum alltaf að kyssa á bágtið, eins fljótt og
auðið er ef barnið okkar meiðir sig. Eða er það
ekki? Ef bágtið er sýnilegt kyssir kerfið líka en ekki
strax ef fötlunin sést ekki utan á barninu. Mér hefur
einnig opnast sú sýn að foreldrar barna með ósýni-
lega fötlun þurfa helst að hafa yfirnáttúrulega hæfi-
leika; þurfa helst að láta sér detta í hug fyrirbæri
eins og stuðningsfjölskyldur og umönnunarbætur.
Og örugglega er eitthvað fleira til. Upplýsingum um
ýmiskonar aðstoð sem stendur til boða er líklega
ekki beinlínis haldið leyndum, en synd væri að
segja að þeim væri haldið að fólki. Kannski það
yrði þjóðfélaginu of dýrt!”
- Skapti Hallgrímsson blaðamaður í
Viðhorfsgrein í Morgunblaðinu árið 2003
„Ekki er spurt hvað viðkomandi getur heldur hvað
hann getur ekki. Ég hef kynnst fólki, sem ætti sam-
kvæmt kerfinu að vera alveg óvinnufært en skilar
fullri vinnu þrátt fyrir mikla fötlun. Við þurfum að
hætta að spyrja fólk hvað það geti ekki og snúa
okkur að því að spyrja fólk að því hvað það get-
ur. Svo eigum við að hjálpa fólki að rækta þá getu
með öflugri endurhæfingu og endurmennntun með
það að markmiði að fólk verði aftur þátttakendur í
atvinnulífi og daglegu lífi.“
Pétur Blöndal alþingismaður í pistli
á vefsetri Tryggingastofnunar
„Hver sem er getur komið til læknis og sagst vera
óvinnufær vegna andlegra áþjána eða líkamlegra.
Tekin er röntgenmynd af bakinu sem sýnir ekk-
ert en sjúklingurinn kvartar samt. Þá er fengin
sneiðmynd sem sýnir heldur ekkert en sjúkling-
urinn kvartar samt. Sjúkraþjálfun en sjúklingurinn
lagast ekkert. Megrun en sjúklingurinn léttist ekk-
ert. Þunglyndislyf skipta heldur ekki sköpum og
afeitrun gagnslaus. Sálfræðingurinn er fífl, félags-
ráðgjafinn api, læknirinn bæði og í ofanálag ráða-
laus. Sjúklingurinn er búinn að vera á sjúkradag-
peningum í nokkra mánuði og á vonarvöl. Einhver
framfærsla verður að koma til og farvegirnir aðeins
tveir. Að sjúklingurinn taki sjálfur af skarið eða vel-
ferðarkerfið. Illu heilli er seinni kosturinn æ oftar
valinn."
Lýður Árnason læknir í grein
í Morgunblaðinu í febrúar sl.
„Hverjir missa fyrstir vinnuna þegar þrengir að
á vinnumarkaði? Það eru þeir sem hafa skerta
starfsorku, t.d. fatlaðir. Hver er staða þess sem
missir starfsorku vegna heilsubrests og getur ekki
unnið? Hann fær ekki atvinnuleysisbætur eftir að
launum í vinnu sleppir. Velferðarkerfi okkar ýtir
óvinnufærum til örorkubóta og torveldar þeim að
komast út á vinnumarkaðinn að nýju. Það er gert
með skerðingum og jaðarsköttum. Þetta er auðvit-
að engin skynsemi ....Öryrkjar komast ekki út úr
tekjutengingu kerfisins. Tekjutengingin letur fólk til
að fara í starfsendurhæfingu og út á vinnumark-
aðinn því þá skerðast greiðslur frá Tryggingastofn-
un og rétturinn hjá lífeyrissjóðunum skerðist. Margir
veigra sér við að fara í endurhæfingu og úr verður
vítahringur."
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
í ræðu á Aþingi fyrir tveimur árum.