Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 35

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 35
ÖBÍáfram I 35 Ástþór Skúlason ásamt Margrét Fanney Sigurðardóttur, sambýliskonu sinni. „Ég varð að gefa Ástþóri rúman tíma til að hægt væri að sjá hvort honum tækist þetta eða ekki. Þegar tökur hófust bjó Ástþór ásamt foreldrum sínum, Skúla Hjartarsyni og Ólöfu Matthíasdóttur, á Rauðasandi átveimur jörðum, Melanesi og Stökk- um. Kýrnar voru á Stökkum og ærnar á Melanesi. Tíu kílómetrar eru á milli bæjanna. Ólöf Ása, syst- ir Ástþórs, hjálpaði líka til við búskapinn. Ferð- irnar urðu margar, einnig vegna þess að ég vildi taka mikið efni á öllum árstíðum til þess að ná púlsinum á búskapnum og hafa sem mest til að moða úr í klippingu. Það tókst ágætt samstarf við Ástþór og fjölskyldu hans og raunar góður vin- skapur. Þegar tökum lauk hafði vinkona Ástþórs, Margrét F Sigurðardóttir, flutt til hans ásamt börn- um sínum tveimur, en þau Ástþór tóku við fjár- búinu á Melanesi haustið 2006.“ Neitaði að játa sig sigraðan Vátryggingafélag íslands var einn helsti styrktarað- ilinn við gerðar myndarinnar „Saga Ástþórs er saga manns sem neitaði að játa sig sigraðan þótt hjóla- stóllinn yrði skyndilega aðal farartæki hans. Ástþór er fyrsti og eini maðurinn á íslandi, og líklega víðar, sem stundar hefðbundinn fjár- og kúabúskap þrátt fyrir að vera lamaður og bundinn hjólastól. Við vonum að lífsreynsla hans eigi eftir að vekja marga tii umhugsunar um afleiðingar umferðarslysa og hvernig hægt er að sigrast á erfiðum aðstæðum með baráttuanda og góðum vilja,“ segir Ragnheið- ur Davíðsdóttir, forvarnafulltrúi VÍS. Yaktrax Við göngum örugg inn í veturinn á vinsælu hálkugormunum frá Yaktrax Frábært grip í hálku og snjó Einstaklega þægilegir í notkun Öruggasta hálkuvörnin á markaðnum í dag Fást í skó og lyfjaverslunum Endursölulisti á www.afrek.is Afreksvörur ehf Síðumúli 31 - Reykjavík - Sími 553-1020 www.afrek.is - afrek@afrek.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.