Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 20
20
ÖBÍáfram
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri:
Kominn tími til að hugsa
þessi mál upp á nýtt!
Frá árinu 1996 hefur Akureyri ásamt með Húsa-
vík, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjabæ
verið svokallað tilraunasveitarfélag í málefnum
fatlaðra. Á þessum rúmu tíu árum hefur orðið
til mikilvæg reynsla og þekking á yfirtöku nær-
þjónustuverkefna og hefur margt tekist vel.
Mikill metnaður er hjá bænum að skapa fólki
með fötlun tækifæri til sjálfstæðs lífs og er lögð
mikil áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu.
Sigrún Björk Jakobsdóttir tók nýverið við starfi
bæjarstjóra og segir hún það hafa breytt mjög
miklu fyrir íbúa Akureyrar að málefni fatlaðra
færðust á forræði sveitarfélagsins.
„Félagsmálasviðinu var öllu breytt við tilflutning-
inn og starfsfólkið sýndi breytingunni mikinn áhuga.
Þetta hefur kallað á alveg nýja hugsun. Málaflokk-
urinn er allur kominn undir einn hatt, ábyrgðin er
skýr og fólk þarf ekki að sendast á milli aðila. Hér á
Akureyri hefur heilsugæslan einnig verið færð undir
stjórn sveitarfélagsins og þannig er nærþjónustan
öll þar sem hún á að vera.“
Hvernig hafa íbúarnir orðið varir við breyt-
inguna?
„Aðallega þannig að þeir hafa getað leitað á einn
stað eftir þjónustunni. Einnig hefur mikil áhersla
verið lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu.“Sigrún
segir að stærð sveitarfélagsins henti mjög vel í
þessu sambandi. Nálægðin sé meiri og kerfin vinni
betur saman en stundum í stærri sveitarfélögum.
Þá hafi tekist vel að samþætta þjónustu fjórðungs-
sjúkrahússins við starfsemi félagsþjónustunnar.
Þegar bæjarstjórinn er spurður hvort hún telji
fært að heimfæra Akureyrarmódelið yfir á höf-
uðborgina segist hún hafa fulla trú á því. „Með
sterkri hverfaskiptingu og góðu skipulagi er það
hægt. Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar gera
það vei mögulegt að stíga slík skref."
En hvar stendur Akureyri sig ekki nógu vel í
þjónustu við fatlaða? Sigrún hugsar sig um og eitt
augnablik virðist henni ekki detta neitt sérstakt í
hug en lítur svo upp og svarar: „Hér skortir helst
þjónustu við blinda og þá tilfinnanlega mest við
blind börn. Það er hins vegar landlægur vandi eins
og komið hefur fram en þarna þurfum við að gera
betur. „Hún segir að mótuð hafi verið búsetustefna
í málefnum fatlaðra en ekki í málefnum aldraðra
sem búa við fötlun. Unnið sé að því á Akureyri
að framfylgja stefnu um sjálfstætt líf fatlaðra og
þannig sé t.d. heimaþjónusta og ráðgjöf orðin per-
sónulegri.
Hvað með afstofnanavæðingu?
„Ég sé fyrir mér að við byggjum litla kjarna fyr-
ir eldri borgara sem þurfa þjónustu í stað stórra
stofnana. Öldruðum hættir til að einangrast heima
ef þeir njóta aðeins heimaþjónustu. Við þurfum
breytta hugsun um íbúðastefnu."
Hvað með æviíbúðir? íbúðir sem frá grunni eru
byggðar með aðgengi fyrir alla að leiðarljósi þannig
að aðgengismál neyði fólk ekki til búferlaflutninga?
Sigrúnu líst vel á hugmyndina. „Við erum að hugsa
um hverfisuppbyggingu í þessum anda sem og
að slíkar íbúðir verði reistar í blönduðum hverfum.
Sérstaklega er nú unnið að því að skipuleggja slíkt
búsetusvæði fyrir aldraða.“
Verið er að brydda upp á ýmsum nýjungum í
sveitarfélaginu s.s heilsuefiandi heimsóknir til aldr-
aðra og sömuleiðis er komið á tengslum í því skyni
að yfirfara búnað og öryggismál á heimilum en þar
til viðbótar býðst fólki nú að hafa sinn tengil í kerf-
inu. Ráðgjöfin heim - heitir verkefnið en þá kem-
ur ráðgjafinn heim til fólks og styður það í því að
sinna sínum erindum og takast á við dagleg verk-
efni án þess nokkurn tíma að taka af þeim völdin.
„Við miðum þjónustuna algjörlega út frá einstakl-
ingunum og þeirra þörfurn."
Sigrún Björk situr í nefnd félagsmálaráðherra
um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga þar sem
m.a. er til umræðu tilflutningur á nærþjónustuverk-
efnum í málefnum aldraðra og fatlaðra. Hún segist
vonast eftir því að það takist að flytja málefni fatl-
aðra og aldraðra frá ríki til sveitarfélaga. „Ég treysti
sveitarfélögunum fullkomlega til að taka við þessu.
Það er samdóma álit sveitarfélaganna að þetta sé
vel hægt og að það muni takast enda kominn tími
til að við hugsum þetta upp á nýtt!”
Bæjarstjórinn. „Hér skortir helst þjónustu við blinda
og þá tilfinnanlega mest við blind böm. Það er hins
vegar landlægur vandi eins og komið hefur fram en
þarna þurfum við að gera betur. “