Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 27

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 27
ÖBÍ áfram I 27 fötluð eða ekki og eðlilegast að hún sé sem mest veitt í nærsamfélaginu." Soffía: „Múrarnir voru brotnir mjög fljótlega milli kerfa hér á Akureyri en þá komu spurningar upp um þagnarskyldu. Það sem gerðist var að einstakl- ingurinn tók við stjórninni á eigin lífi og það er ein- staklingurinn sem einn gefur leyfið um hver fjalli um hans mál. Með þessu er vandinn um þagnarskyld- una leystur og allir geta unnið saman. í Leonardo verkefninu erum við að smíða svæði og gagnagrunn þar sem einstaklingurinn gefur að- ilum leyfi til að lesa um sín mál og mun hafa fulla stjórn á sínu svæði, t.d. hvaða sérfræðingum hann hleyþir þar inn.“ Aðhald fyrir fagfólk Geirlaug: „Þetta er aðhald fyrir fagfólk. Hvað er skrifað og hvernig aðgangur er ákvarðaður af ein- staklingnum." - Hver er árangurirtn af endurhæfingunni? Geirlaug: „Ég hefði aldrei trúað því að hægt væri að hjálpa fólki að stíga skrefin út á vinnumark- aðinn með tiltölulega einföldum hætti. SN hefur náð góðum árangri, 74% þeirra sem hafa komið í endurhæfinguna eru komin í vinnu eða skóla. Ým- ist í fulla vinnu eða hlutastarf." Soffía: „Mörg þeirra sem hingað koma eru með þrotna sjálfsmynd, hokin og óörugg. ( lok vetr- ar standa þau upp í pontu og tala yfir fullan sal af fólk. Það er allt sem segja þarf.“ Geirlaug: „Þetta er þara frábært." Tómstundir barna með sérþarfir Haldin verður ráðstefna á vegum Æfingarstöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 26. október 2007. Ráðstefnan ber yfirskriftina: Tómstundir barna með sérþarfir. Ráðstefnan verður haidin í veislusal Rúgbrauðsgerðainnar Borgartúni 6 frá kl 9:00 til 16:00. Ráðstefnan er ætiuð fagfólki og foreldrum barna með sérþarfir. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra www.slf.is Við lögum bílinn að þínum þörfum J&j. Eiríksson ehf • Sími 5642820

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.