Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 22

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 22
22 I ÖBÍáfram Heyrnarskerðing er einangrandi fötlun. Nýjasta samskiptatækni iéttir fólki lífið: „Þá fyrst fór ég aö njóta mín“ Svo nú má ég heyra! Málfríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Heyrnahjálpar útskýrir fyrir Höllu formanni hvernig hlustirnar virka. „Sú heyrn sem ég hef er ekki nema hluti af því sem gerist hjá þeim sem fulla heyrn hafa. Með heyrnartækjum, tónmöskvum og öðrum slíkum hjálpartækjum er hins vegar hægt að magna upp ákveðin hljóð og útiloka önnur þannig að sú heyrn sem ég hef, nýtist mun betur en ella væri, þó heyrnartæki bæti aldrei upp allt það sem upp á vantar. Sum hljóð get ég alls ekki heyrt, til dæmis hæstu tóna fiðlunnar," segir Halla B. Þorkelsson formaður Heyrnarhjálpar. Heyrnarhjálp er eitt af elstu aðildarfélögum Ör- yrkjabandalags íslands en haldið verður upp á 70 ára afmæli þess nú á haustdögunum með fjöl- breyttri dagskrá. Heyrnarhjálp er félag þeirra sem eru heyrnarskertir eða hafa misst heyrn að ein- hverju eða öllu leyti, þess fólks sem þjáist af eyr- nasuði eða á við önnur vandamál að etja er snúa að heyrn. Þá koma aðstandendur og áhugamenn að félaginu, en ætla má að um tíund íslensku þjóð- arinnar lifi við heyrnarskerðingu af einhverjum toga. Það er hópur sem oft býr við talsverða félagslega einangrun, því heyrnarskertum hættir gjarnan til að skjóta sér til hlés þegar þeir geta ekki lengur numið tal og tóna svo vel sé. Aðgengi og almenn hagsmunagæsla Þegar öllu er á botninn hvolft eru verkefni aðild- arfélaga Öryrkjabandalagsins svipuð frá einu félagi til annars, það er almenn hagsmunagæsla og bar- átta fyrir bættu aðgengi sem hefur það megininn- tak að gera fólki kleift að taka virkan þátt í samfé- laginu þrátt fyrir fötlun. „Okkar félagsmenn eru að stofninum til heyrn- arskert fólk, þótt nokkrir heyrnarlausir séu vissu- lega líka innan okkar vébanda," segir Málfríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Heyrnahjálpar. Stór hluti félagsmanna hefur heyrt eðlilega og er því íslenskan þeirra mál. Sama á við um þá sem fæðast heyrnarskertir en fá góða hjálp af heyrn- artækjum. Baráttan um bætta þjónustu þessum hópi til handa snýst því mikið um að auka skiln- ing umhverfisins á aðgengismálum heyrnaskertra, en leiðir þeirra liggja í gegnum mögnun á hljóði og textun. Tónmöskvar einfalt tæki Tónmöskvi er einfalt mögnunartæki sem send- ir hljóðið beint inn í heyrnartæki einstaklingsins og útilokar um leið truflun frá umhverfishljóðum. Nota þarf T-stillingu á heyrnartækinu. Tónmöskvi á samkvæmt byggingareglugerð að vera í öllum byggingum til almenningsnota svo sem móttökum sjúkrahúsa, læknastofum, kirkjum, samkomusölum og leikhúsum svo dæmi séu nefnd. „Því miður eru mikil vanhöld á framkvæmd þessarar reglugerðar," segja þær Halla og Málfríður. Heyrnarhjálp á færanlega tónmöskva sem ein- staklingar og félög geta leigt á vægu gjaldi fyr- ir ákveðin tilefni. Hjá Heyrnarhjálp er einnig veitt ýmis önnur þjónusta vegna heyrnarskerðingar, en Heyri ekki hæstu tóna fiðlunnar, segir formaður Heyrnarhjálpar. Sigrún Eðvaldsdóttir strýkur fiðlu- strengi. skrifstofa félagsins er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 11:00 til 14:00 og er á Langholtsvegi 111, en þangað flutti félagið fyrr á þessu ári. Texti er trygg leið „Heyrnarskerðing er fötlun sem ekki sést og því reynist utanaðkomandi oft erfitt að átta sig á því að hvernig hún skerðir lífsgæði og hvernig er hægt að mæta henni. Heyrnarskertir heyra sumt, en alls ekki allt og ytri aðstæður hafa mikið að segja um talgreiningu þeirra. Texti í sjónvarpi er eina trygga leið heyrnarskertra til að ná því sem þar er flutt. Því er það dapurt hve seint gengur að fá texta á íslenskt fréttaefni. Texti á allt íslenskt sjónvarpsefni, ekki síst fréttir, er sjálfsagt sanngirnismál. Sem betur fer hefur okkur þokað áleiðis á undanförnum árum þótt enn sé langt í land," segja Halla og Mál- fríður og bæta við að Ríkisútvarpið sé eina sjón- varpstöðin sem sýnt hefur vilja í verki og textað íslenskt efni. „Rittúlkurinn er eitt mikilvægasta hjálpartæki heyrnarskertra, segir Málfríður. „Hann skilar því sem fram fer annað hvort á tölvuskjá eða veggskjá og gerir heyrnarskertum kleift að sækja fundi og taka þátt í umræðum, sem væru þeim lokaðar ella. Það er mikið réttlætismál að tryggja heyrn- arskertum og heyrnarlausum jafnan rétt að rittúlk og táknmálstúlk. Hver og einn á að fá að velja það túlkunarform sem hentar best hverju sinni.“ Fór að landa tíu á prófum „Heyrnarskerðing er mjög einangrandi fötlun. Fólk misskilur, hváir og missir þráðinn í samtölum og fyrir vikið dregur fólk sig í hlé. í slíkum aðstæðum er hætta á félagslegri einangrun. Fyrir mig var al- gjör bylting að fá góð og rétt stillt heyrnartæki. Þá fyrst fór ég að njóta mín og fór skyndilega að landa tíu á prófum í skólanum," segir Halla og bætir við að ýmis annar hjálparbúnaður hafi sömuleiðs breytt miklu í lífi hennar og nefnir heimilishundinn sem er henni til dæmis ómissandi hjálparhella. „Farsíma- og tölvutækni hefur sömuleiðis breytt afar miklu fyrir okkur sem lifum með heyrnarskerð- ingu. SMS skilaboðin eru afar þægileg fyrir mig, að ég tali nú ekki um MSN og alla aðra möguleika sem tölvan býður upp á; þeir samskiptamöguleikar sem þannig hafa opnast eru algjör bylting," segir Halla B. Þorkelsson að síðustu.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.