Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 34

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 34
34 I ÖBÍáfram Heimildamyndin Annað líf Ástþórs sýnd í Sjónvarpinu í vetur: Ótrúlegur baráttuandi „Ég held að Ástþór geti kennt okkur margt. Hann á við gríðarlegan vanda að etja, sem hann fæst við af fádæma æðruleysi. Lömunin gæti verið svo góð afsökun fyrir því að láta flest verkefnin eiga sig, en Ástþór hefur vilja til að vinna í málunum þangað til lausnin er fund- in. Að gefast upp er ekki til í hans orðabók," segir Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerð- armaður. Sjónvarpið mun í vetur sýna heimildarmynd- ina Annað líf Ástþórs sem framleidd er af Þorsteini Jónssyni. Þetta er hetjusaga ungs bónda, Ástþórs Skúlasonar, sem missti allan mátt í líkamanum neðan við mitti eftir umferðarslys en hefur tekist á Heima á Rauðasandi. Ástþór er refaskytta og hætti því ekki þótt kominn værí í hjólastól eftir alvarlegt bíl- slys. við gjörbreyttar aðstæður af elju og dugnaði sem varla á sér hliðstæðu á íslandi. Ástþór sem býr á bænum Melanesi á Rauða- sandi í Vestur-Barðastrandarsýslu lamaðist í bílslysi í febrúar 2003. Hann léf það samt ekki aftra sér frá því að láta drauminn rætast um að verða bóndi. í myndinni segir Þorsteinn sögu Ástþórs og fjöl- skyldu hans, allt frá því að hann var í endurhæfingu á Grensásdeildinni og þar til hann tók við búforráð- um á Melanesi á Rauðasandi af foreldrum sínum haustið 2006 og hóf búskap upp á eigin spýtur. Myndin Annað líf var frumsýnd á Ratreksfirði og á heimilda- og stuttmyndahátíðinni í Reykjavík um hvítasunnuna sl. vor. „... hvaö þá mann í hjólastól." „Ég rakst á frétt í Morgunblaðinu skömmu eft- ir slysið og hjó eftir því að þessi ungi maður, ætl- aði sér að verða bóndi. Ég sá ekki alveg fyrir mér hvernig það átti að vera hægt, í hjólastól. Ég hringdi í hann þegar hann var á Grensásdeildinni í endurhæfingu og spurði, hvort hann vildi hitta mig. Hann var til í það og það tók viku að fá hann til að samþykkja hugmyndina um að gera heimildamynd. Ég vissi að það var erfitt að lifa af búskap á svona afskekktum stað fyrir heilbrigðan mann, hvað þá mann í hjólastól," segir Þorsteinn sem fór alls ellefu ferðir á þremur árum vestur á Rauðasand vegna gerðar myndarinnar. „Ég held að Ástþór geti kennt okkur margt, “ segir Þorsteinn Jónsson, framleiðandi myndarinnar, sem er lengst til vinstri á þessari mynd en með honum eru þau Ástþór Skúlason og Ragnheiður Davíðsdóttir, for- varnafulltrúi VÍS. r 75 ára m. spron ÍSLENSK ERFÐAGREINING

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.