Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 7
Sorglegaraðstæður!„mér finnst sorglegtþegar fötluð börn og unglingarbúa við lakariaðbúnað en heil-
brigðir jafnaldrar þeirra eins og hefurkomið upp varðandi lengda viðveru í grunnskólum," segir Jóhanna Sig-
urðardóttir félagsmálaráðherra.
,Minn draumur erað þjónustan verðisem jöfnust..."
„Eðli málsins samkvæmt verður viss þjónusta
starfrækt áfram á landsvísu og vil ég þar einkum
nefna starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík-
isins. Hið sama má vissulega segja um mikilvæga
endurhæfingu og hæfingu sem eðli málsins sam-
kvæmt færi áfram fram á viðkomandi stofnunum
sem hafa verið þróaðar og byggðar upp um ára-
tuga skeið. Það er mjög ánægjulegt að menn séu
nú að efla hina góðu og vönduðu starfsemi sem
fram hefur farið hjá Greiningarstöðinni og ég er
stolt af því að hafa komið því verkefni af stað. Ég
geri mér hins vegar grein fyrir því að kerfið þarf allt
að spila mjög vel saman og ég legg áherslu á það
að þörn sem hafa hlotið greiningu fái áframhald-
andi viðeigandi þjónustu um land allt í þeim kerf-
um sem þar eru fyrir hendi. Þetta er afar mikilvægt
samspil því það er svo dýrmætt fyrir samfélagið að
hlúa að sérhverju barni og unglingi. Líðan þeirra
og umönnun skiptir öllu varðandi framtíð þessara
einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Mér finnst oft að
ÖBÍáfram I 7
menn geri sér ekki grein fyrir því að þetta eigi að
vera forgangsverkefni stjórnmálanna, þetta séu hin
raunverulegu verðmæti, en vonandi tekst mér og
samverkafólki mínu að breyta þessari sýn og for-
gangsröðinni í samfélaginu."
Hvernig verður málaflokkurinn eða nærþjónust-
an færð til lítilla eða veikburða sveitarfélaga?
„Eins og ég sagði hér áðan þá eru dæmi um
það að sveitarfélög hafa samvinnu um tiltekna
nærþjónustu og þannig hlýtur það að verða eðli
málsins samkvæmt. Hinu er ekki að neita að for-
eldrar fatlaðra barna leita vissulega í búsetu á þeim
svæðum þar sem þjónustan er best. Þannig er
það og þannig mun það alltaf verða. Minn draum-
ur er að þjónustan verði sem jöfnust en sennilega
verður það alltaf svo að eitt er best í þessu sveitar-
félagi og annað í öðru. Við komust sennilega aldrei
hjá því enda þótt við séum sammála um að viss
grunnþjónusta eigi að vera til staðar um land allt.“
Ný sýn fyrir geðfatlaða
Margir íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa mátt búa
við það að málelnum fatlaðra hefur verið kastað
eins og heitri kartöflu á milli ríkis og sveitarfélaga
án þess að neinn hafi viljað axla ábyrgð á þjón-
ustunni. Þetta er sérstaklega áberandi í málefnum
geðfatlaðra. Hvenær má búast við að ábyrgðin sé
skýr og þetta heyri sögunni til?
„Það er ágætt að þú nefnir málefni geðfatlaðra
sem eru mér mjög hugleikin. Þar er svo sann-
arlega breytinga þörf og ég hef farið mjög vel yfir
þau mál með mínu fólki eftir að ég tók við embætti
félagsmálaráðherra. Við þurfum að byggja á nýrri
sýn þegar þessi hópur er annars vegar og hingað
til hefur að mínu mati skort fjölbreytileikann í þjón-
ustu og jafnvel mannvirðinguna. Ég mun leggja
á það ríka áherslu að menn þyggi upp mun fjöl-
breyttari þjónustu en sjúkrahús og heilbrigðisstofn-
anir geta nokkurn tíman boðið uppá. Ég trúi því
að þessi málaflokkur verði að vinnast í góðri sam-
vinnu ríkis og sveitarfélaga um land allt og sé ekki
á þessu stigi fyrir mér að sú uppbygging geti alfar-
ið farið fram á vegum annars aðilans. Við verðum
hins vegar að vera fólk til þess að vinna saman og
ég tek undir það, að það gengur ekki þegar menn
kasta verkefnum á milli sín þannig að það bitni á
þeim sem við eigum að vera að þjóna."
Þegar á heildina er litið í þessum málaflokki,
hvar kreppir skórinn helst að?
„Auðvitað verðum við að setja aukinn kraft í
uppbyggingu í þágu fatlaðra og þróun þjónust-
unnar almennt, þæði við fatlaða og geðfatlaða.
Langir þiðlistar eiga að heyra sögunni til í okkar
velferðarsamfélagi þar sem velmegun blasir við
sem aldrei fyrr. Ég verð þó að segja það að mér
finnst sorglegt þegar fötluð börn og unglingar búa
við lakari aðbúnað en heilbrigðir jafnaldrar þeirra
eins og hefur komið upp varðandi lengda viðveru
í grunnskólum. Ég vil sjá hraðari uppbyggingu bú-
setu og þjónustu og ég vil sjá aukna uppbyggingu
starfsendurhæfingar. Það er lykilatriði að fatlaðir
einstaklingar á öllum aldri fái að taka þátt í samfé-
laginu okkar frá degi til dags og morgni til kvölds
og blómstra og gefa af sér til okkar hinna. Að því
vil ég vinna.“