Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 32

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 32
32 I ÖBÍáfram Starf aðilarfélaga ÖBÍ er fjölþætt. Þegar öllu er á botninn hvolft eru verkefnin þó í grunninn svipuð frá einu félagi til annars, það er almenn hagsmunagæsla og barátta fyrir bættu aðgengi sem hefur það megininntak að gera fólki kleift að taka virkan þátt í samfélaginu óháð fötlun. Hér að neðan eru fréttir um það helsta í starfsemi félaganna á næstunni og er þá fátt eitt talið. Parkinsonssamtökin Laugardagsfundir. Opið hús verður fyrsta laugardag í hverjum mánuði í vetur. Haldinn verður fræðslufundur um tengsl Parkinson og þunglyndis laugardaginn 3. nóvember. Halldór Kolbeinsson geðlæknir flytur erindi. Jólafundurinn verður haldinn laugardaginn 1. desember. Rit samtakanna kemur út fyrir áramót, annað blað þessa árs. í vinnslu eru þrír nýir bæklingar. Efni þeirra eru upplýsingar fyrir nýgreinda, upplýsingar um starfsemi Reykjalundar fyrir parkinssonsjúka og fróðleikur um samspil matar og lyfja hjá parkinsonsjúkum. Nýverið var ráðinn félagsráðgjafi í hálfa stöðu sem mun halda utan um fyr- irhugaða eflingu Jafningjastuðnings meðal parkinsonsjúkra. Blindrafélagið Þann 15. október næstkomandi er alþjóðlegur dagur Hvíta stafsins. Þann dag notar Blindrafélagið gjarnan til að vekja athygli á málefnum blindra og sjón- skertra á íslandi. í ár mun félagið standa fyrir kynningu í Kennaraháskóla íslands. Þar munu til dæmis kennaranemar geta kynnt sér blindraletur, notkun hvíta stafsins, það nýjasta í tæknimálunum og margt fleira. Einnig verður kynnt nýútkomin bók, Einn skóli fyrir alla, en hún kemur út á vegum Blindrafélagsins þennan dag. Tilgangur bókarinnar er að miðla þekkingu um hvað sjónskerðing hefur að segja fyrir börn og hvernig hægt er að sníða umhverfi skólans að þörfum allra í hópnum, óháð fötlun. Bókin á ekki síður erindi til þeirra sem koma að málefnum barna með aðrar fatlanir en sjónskerðingu þar sem svo margt er sameiginlegt í sambandi við aðlögun og úrræði þegar leikur, samskipti og nám eru annars vegar. Þann 14. október kemur út fréttabréf Blindrafélagsins, Blindrasýn og verður því dreift sem fylgiriti með Morgunblaðinu. MND - félagið MND félagið er með tvö viðburði örugga á næstu misserum. Þann 20. febrúar 2008 verður félagið 15 ára og verður dagskráin birt á vefsetri félagsins sem er á slóð félagsins sem er www.mnd.is. Þann 21. júní 2008 er alþjóða ALS/MND dagurinn. Tónleikar í tilefni dagsins, nánar á www.mnd.is. Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði em stuðnings- og fræðslufundir í Hátúni 10b, 9. hæð, sem hefjast jafnan kl. 19:00. ADHD samtökin Dagskrá veturinn 2007-2008 Haustönn 2007 • Fræðslufundur um framhaldsskólanema með ADHD Fyrirlesari: Sigrún Harðardóttir, námsráðgjafi, kennari og félagsráðgjafi í Menntaskólanum á Egilsstöðum Fimmtudaginn 4. okt. kl. 20 í Háteigskirkju • Fræðslufundur um fullorðna með ADHD Fyrirlesari: Grétar Sigurbergsson geðlæknir Fimmtudaginn 1. nóv. kl. 20 í Háteigskirkju • Fræðslufundur um olnbogabörn skólasamfélagsins Fyrirlesari: Arnar Þorsteinsson, námsráðgjafl í Ölduselsskóla, Ekki komin tímasetning - líklega nóvember • Skólaganga barna með athyglisbrest og ofvirkni Fyrir kennara og annað starfsfólk grunnskóla Verður haldið á Egilsstöðum 20.-21. sept. nk. Verður haldið á Akureyri á vorönn 2008. Áætlað er að halda námskeiðið einnig í nóvember 2007 í KHÍ Samstarfshópur stendur að námskeiðinu. Alls 5 fyrirlestrar. Starf aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins er fjölbreytt. Þessi mynd var tekin síðasta haust þegar þær Ágústa Gunnarsdóttir og Guðrún Sigríður Þórarinsdóttir kynntu starf Blindrafélagsins og ýmislegt sem auðveldar þlindum lífsþaráttuna. • Fræðslunámskeið fyrir foreldra Tvo laugardaga 13. og 27. okt. kl. 10-16, Háaleitisbraut 13, fræðslusal 4. hæð. Unnið í samvinnu við Fræðslu- og ráðgjafarþjónustuna Eirð • Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur með ADHD Leiðb.: Ágústa Gunnarsdóttir og Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingar Alls 6 skipti á miðvikudögum kl. 17-19, frá 17.-21. okt. Háaleitisbraut 13, fræðslusal 4. hæð • Sjálfshjálparfundir fyrir fullorðna með ADHD Umsjón: Haraldur Guðjónsson Á miðvikudögum kl. 20 að Háaleitisbraut 13, fundarherb. 4. hæð • Hópvinnufundir með foreldrum barna með ADHD skipt eftir aldri barnanna Nánar kynnt síðar Nánari upplýsingar um dagskrá vetrarins er á www.adhd.is Vorönn 2008 • Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir karla með ADHD Leiðb.: Rúnar Helgi Andrason og Haukur Haraldsson sálfræðingar Tímasetning nánar kynnt síðar. • COPE námskeið fyrir foreldra vorönn 2008 Leiðb.: Kristín Kristmundsdóttir félagsráðgjafi og Málfríður Lorange tauga- sálfræðingur. Tímasetning nánar kynnt síðar. Fleiri fræðslufundir verða skipulagðir á vorönn 2008 og kynntir síðar. • ADHD ráðstefna 25.-27. sept. 2008 - Hótel Nordica Fjöldi erlendra fyrirlesara Undirbúningsnefnd og bakhópur fulltrúa allra helstu stofnana sem koma að málefnum barna og fullorðinna með ADHD standa að skipulagningu ráð- stefnunnar. Samtök sykursjúkra Hjá Samtökum sykursjúkra hafa tveir viðburðir verið settir inn á dagskrá haustsins: Fræðslufundur um meðferðarheldni sykursjúkra á íslandi verður á Grand hót- el 11. okt. Þar mun Erna Ingadóttir hjúkrunarfræðingur kynna rannsókn sína. Alþjóðadagur sykursjúkra 14. nóvember verður haldinn hátíðlegur að vanda með uppákomu í Smáralind.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.