Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 26
Markviss starfsendurhæfing á Norðurlandi
- einstaklingurinn stjórnar sjálfur aðgangi að persónuupplýsingum
Þær Geirlaug Björnsdóttir, framkvæmdastjóri
Starfsendurhæfingar Norðurlands (SN), og
Soffía Gísladóttir, framkvæmdastjóri Símennt-
unarmiðstöðvar Eyjafjarðar (SÍMEY) og stjórn-
arformaður SN, voru á haustdögum önnum
kafnar við standsetningu húsnæðis Starfsend-
urhæfingar Norðurlands eftir gagngerar end-
urbætur. Starfsemin, sem hófst á Húsavík fyrir
5 árum, er að slíta barnsskónum og hefur teygt
sig til Eyjafjarðar. Geirlaug og Soffía hafa kom-
ið að þróun þessa starfs frá upphafi. Geirlaug
segir að hún hafi sinnt starfsendurhæfingu sem
hliðarverkefni á Húsavík í upphafi.
Námstengd endurhæfing
SN býður upp á námstengda endurhæfingu,
áhersla er lögð á að auka við menntun þátttak-
enda og er það nám sem boðið er upp á á fram-
haldsskólastigi í samvinnu við Framhaldsskólann á
Húsavík og VMA á Akureyri. Einnig er boðið upp á
markvissan stuðning sem hver og einn þátttakandi
telur að muni hjálpa sér á leiðinni út í atvinnulífið á
ný, s.s. sálfræðistuðning, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun
og sjálfstyrkingu.
Geirlaug: „Tilvísanir berast okkur frá læknum,
félagsþjónustu og svæðismiðlunum vegna fólks
sem er að hætta að vinna vegna veikinda eða
félagslegra erfiðleika. Við hjálpum þeim þá að kort-
leggja stöðuna og styðjum þau til að komast aftur
út á vinnumarkaðinn."
- Hvaða aðferðum beitið þið?
Geirlaug: „Ég horfi einkum á hvern einstakling
fyrir sig og reyni að kveikja áhuga á verkefnunum
og komast að kjarnanum. Það er mjög mikilvægt
að einstaklingurinn ráði sjálfur ferðinni. Sérfræð-
ingarnir mega ekki vera þeir sem taka ráðin af ein-
staklingnum, hann þarf að vera í miðpunkti."
Að taka höndum saman
Soffía segir að umhverfi, fjölskylda og fjármál séu
skoðuð hjá hverjum einstaklingi. „Ef viðkomandi
á við fjárhagserfiðleika að stríða getur hann ekki
hugsað skýrt og þess vegna er byrjað á þeim
hluta. Fólk er mismunandi vel statt, en þetta er
sérstakt námsefni sem heitir „Leiðin til velgengni”
og Garðar Gíslason stýrir."
Geirlaug: „Þetta snýst um hvernig maður lítur á
sjálfan sig í öllu ferlinu. Mörgum finnst kerfið þungt
og flókið, sumir hafa ítrekað gengið á veggi með
hnefann á lofti. Kannski er það mesta hindrunin í
upphafi. Við styðjum eindregið þær hugmynd-
ir sem uppi eru nú um breytingar á kerfinu. Það
að fólk geti unnið í réttu hlutfalli við færni og njóti
tekna frá TR á móti er góð leið. Við þurfum öll að
taka höndum saman og horfa á það sem sameig-
inilegt verkefni að auka velferð einstaklingsins og
fjölskyldunnar um leið.“
Of skammur tími til endurhæfingar
- Finnst ykkur þá núverandi kerfi letjandi til þátt-
töku?
Geirlaug: „Já, það er margt sem spilar inn í
þetta. Tíminn er of stuttur til endurhæfingar eða 18
mánuðir. Við þurfum að gefa fólki 2-3 ár. Við þurf-
um að ná samfellu í endurhæfinguna og að fólk
hafi ekki fjárhagsáhyggjur í leiðinni. Við þurfum líka
að gæta jafnræðis á við aðra í samfélaginu með
því að veita fólki í starfsendurhæfingu aðgang að
námslánakerfinu.'1
Soffía: „Við höfum hugsað mikið um að það
myndi einfalda hlutina mjög ef öryrkjar kæmust
inn í námslánakerfið. Við höfum verið í góðu sam-
starfi við TR um að lengja endurhæfingartímabil-
ið. Það er skilningur fyrir hendi á þessu þannig að
við sjáum fram á að þessu verði breytt. Það sem
vantaði í upphafi var endurhæfing í heimabyggð.
Fólk fór kannski til Akureyar eða Reykjavíkur en
ekkert hafði breyst þegar fólkið kom heim aftur.
Það að endurhæfa fólk heima í stað stofnunar er
einstök hugmyndafræði og þannig fórum við inn í
Leonardo verkefnið. Kópasker, Raufarhöfn og
Þórshöfn eru dæmi um staði þar sem unnið er
samkvæmt þessari aðferðafræði."
Mikilvægt að virkja samfélagið til þátttöku
Geirlaug: „Það skiptir öllu máli að samfélagið taki
þátt. Hvernig fer svo eftir hverjum og einum ein-
staklingi.“
Soffía: „Þeim mun minna sem samfélagið er,
þeim mun meiri vitneskja. Það var mjög sterkt for-
dæmi fyrir samvinnu fagfólks á Húsavík en á Akur-
eyri hefur þessi leið einnig verið valin þótt samfé-
lagið sé mun stærra. Þróunin hefur átt sér stað
með svipuðum hætti á Þórshöfn þar sem samfé-
lagið allt tekur meira og minna þátt í endurhæfingu
einstaklingsins."
Geirlaug: „Samfélagið tekur fólk í sátt þegar
það sér að fólk er að vinna í sínum málum, ekki
fyrr."
Soffía: „Akureyri er bær, í rauninni þorp því
það liggur við að hér þekki allir alla. Það er sérstök
stemning hér og nánd. Fagaðilar þekkja hver ann-
an og það hjálpar."
Geirlaug: „Við þekkjum betur samfélagið, ein-
staklinginn og fjölskylduna."
- Er hægt að heimfæra þetta módel yfir á
Reykjavíkurborg?
Geirlaug: „Já, nú er búið að skipta borginni
niður í þjónustuhverfi og það gefur mikla mögu-
leika. Það þarf að gera svona hluti með táknræn-
um hætti þannig að þjónustumörk séu skýr. Við
þurfum öll einhverja þjónustu hvort sem við erum