Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 28

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 28
28 I ÖBÍáfram Guðný Þóra Guðmundsdóttir, formaður Félags nýrnasjúkra: Við viljum vera sýnilegri Þegar Tengslahópur nýrnasjúkra og aðstand- enda þeirra hóf starfsemi kom Guðný Þóra Guðmundsdóttir, sem er fædd 1981, strax að málum. Henni þótti verkefnið aðkallandi og þörf á ýmsum umbótum í málefnum nýrnasjúkra. „Já, mér þótti það og þykir enn,“ segir hún. „Það að fara í aðgerðina sem slíka er að mínu mati minnsta málið af þessu öllu en auðvitað er það erfitt. Það er erfitt að sjá á eftir ættingja í stóra aðgerð, aðgerð sem getur gengið vel en getur líka farið á allra versta veg. Dagarnir fyrir eru mjög erfiðir, stress og kvíði gerði vart við sig. Dagarnir á eftir eru líka erfiðir, gjafi og þegi þurfa að jafna sig. En eftir á að hyggja fannst mér þetta minnsta málið í ferlinu sem slíku.“ Bati nýrnaþegans eftir aðgerð er mjög mis- munandi og getur tekið langan tíma. „Allskyns aukaverkanir af lyfjameðferð geta gert vart við sig og eru þær auðvitað mismunandi slæmar eins og þær eru margar. Einstaklingur A getur tekið lyfj- unum illa á meðan einstaklingur B tekur lyfjunum hugsanlega vel. Fyrstu fjórar vikurnar eftir aðgerð voru stórkostlegar. Mér leið svo vel og allt var svo auðvelt allt í einu. Það tók vissulega í skurðinn en vá - margt sem var erfitt og manni fannst það eðli- legt, var allt í einu svo auðvelt!" Sárt sjokk „En á einum sólahring var fótunum kippt illilega undan mér - bara það að fara á klósett og baða sig var erfitt. Lyfin fóru illa í mig og mér fór að líða illa. Ég varð bara veik. Þá kom sjokkið, þetta vissi ég ekki og þetta hafði enginn sagt mér. Þegar ég fór að sofa kvöldið áður fannst mér eins og mér væri batnað. En það var langt í land. Þetta sjokk var sárt. Þess vegna finnst mér tengslahópurinn mjög jákvætt framtak. Ég hefði viljað geta rætt við ein- hvern í sömu sporum og ég var í áður en ég fór í aðgerðina og ekki síður eftir hana. Auðvitað á ég fjölskyldu, vini og lækna sem ég gat rætt við en það var svo margt sem braust um í kollinum á mér sem ég vildi ekki tala um. Ég var hrædd um að það kæmi kannski asnalega út. Ef ég hefði haft einhvern sem var í svipuðum sporum og ókunnugur, því ókunnugir eru stundum betri hlustendur en þeir nánustu, hefði ég rætt hluti sem mér fannst ég ekki geta rætt við mína nánustu. Hjá þeim hefði ég ekki leitað eftir neinum ráðum, held- ur miklu frekar góðu spjalli. Það er líka erfitt fyrir ættingja manns að standa hjá og fylgjast með. Þeir þurfa líka að tala og spyrja. Þá vita læknarnir margt en þeir hafa ekki persónulegu reynsluna að miðla, sem skiptir að mínu mati svo miklu máli.“ Áhrif á líf allra nánustu Þú ert ung að árum en byrjaðir sem barn og ungl- ingur að glíma við sjúkdóminn. Hefur þessi reynsla haft áhrif á líf þitt, þroska, vinatengsl, og samskipti við fjölskylduna? „Já, þetta hefur haft mikil áhrif og er nokk- uð sem ég hefði ekki viljað missa af. Án þess- arar reynslu væri ég ekki sú sem ég er. Eftir á að hyggja var ekki auðvelt að vera unglingur með sjúkdóm. Eðlilega missir maður af ýmsum uþþ- ákomum því ég var lungann úr skólaárinu heima, þar sem ég var mjög pestsækin á þessum tíma. Ég man að ég ræddi þetta helst ekki við vini mína því ég sjálf hafði svo fá svör. Eftir aðgerðina varð ég sennilega sjáanlega veikari. Það gerði það að verkum að samferðafólk mitt skildi aðstæður mínar mun þetur. Ég hugsa að þetta hafi frekar þroskað mig hrað- ar en hitt. Samskipti mín við mína nánustu voru örugglega eitthvað öðruvísi, en ekkert samt sem ég get bent á þar sem ég greindist svo ung að ég þekkti og þekki ekkert annað." Vinir Guðnýjar Þóru og fjöslkylda hafa staðið þétt við bakið á henni í gegnum tíðina. „Foreldrar mínir fluttust með mér til Reykjavíkur þegar tím- inn heima á Húsavík var orðinn minni en tíminn í Reykjavík. Þeirra líf litaðist auðvitað mikið af veik- indum mínum og þau nánast stóðu og sátu eins og sjúkdómurinn sagði til um. Líf aðstandenda breytist nánast jafn mikið og sjúklingsins. Það er erfitt að horfa á barnið sitt glíma við langvinn- an sjúkdóm. Foreldrar mínir hefðu haft mjög gott af því að ræða við foreldra í sömu stöðu. Á seinni árum þegar vinkonur mínar fóru að skilja betur sjúkdóminn minn og ég kannski sjálf að skilja hann betur gerðu þær allt sem þær gátu til að aðstoða mig ef ég var veik eða slöpp. Þegar ég var sem veikust komu þær heim til mín, þrifu og þvoðu þvott. Ég kynntist manninum mínum meðan ég var sem veikust. Það hafði engin áhrif á hvernig sam- band okkar þróaðist. Hann stóð og stendur alltaf eins og klettur við hliðina á mér.“ Er núna hin hressasta - Þú varst með þeim fyrstu sem fékkst ígrætt nýra hér á landi. Þú hefur væntanlega oft verið spurð út íþá reynslu þína. Hverju svararðu? „Öll reynsla, slæm eða góð, nýtist manni á ein- hvern hátt. Þegar kom að því að fara í aðgerðina sjálfa fannst mér ég allt í einu ekkert svo veik. Ég Bjartsýn. „Öll reynsla, slæm eða góð, nýtist manni á einhvern hátt, “ segir Guðný Þóra, hér með hundinn Dreka. Hún segir úrbóta þörf I málefnum nýrnasjúkra. gæti alveg þolað þetta í einhvern tíma í viðþót. Eftir aðgerðina fann ég hins vegar hvað ég hafði verið orðin veik. Þegar maður veikist svona smátt og smátt finnur maður ekki eins mikið fyrir því. Ég neita því ekki að það komu tímar þegar ég hugs- aði: „Af hverju var ég að þessu?" 30 kg þyngri en áður, missti mikið hár og ýmsar aðrar aukaverkanir sem gerðu mér lífið leitt. Sú hugsun hvarf fljótt aft- ur. Núna er ég hin hressasta og langt síðan mér hefur liðið svona vel. Auðvitað hefur batinn verið upp og niður en ég er mjög ánægð og þakklát. Það að fá líffæri hjá öðrum, í mínu tilfelli frá föður mínum, er ekki sjálfgefið. Langt því frá.“ Úrbóta þörf Á síðasta aðalfundi Fé/ags nýrnasjúkra tókstu að þér varaformennsku ífélaginu og síðan formennsku eftir að formaðurinn féll frá skömmu eftir aðalfund- inn. Það hafa væntanlega verið erfiðar aðstæður? „í hreinskilni sagt eru þær erfiðari heldur en mig hefði grunað. En ég hef gott fólk í kring um mig og án þess gæti ég þetta ekki því þetta er mikil vinna og vinna sem ég vil gera vel.“ Þú og félagsmenn hafið viðrað margar góðar hugmyndir. Hver eru helstu verkefnin á næstunni? „Það er ýmislegt í bígerð. Kjör líffæragjafa á ís- landi eru ekki góð. Það er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að koma að því atvinnurekanda þer eng- in skylda tii að greiða fyrir fleiri veikindadaga en starfsmaður á inni. Ég veit um dæmi nærri mér þar sem líffæraþegi fór of fljótt að vinna, þar sem hann treysti sér ekki fjárhagslega séð að vera lengur frá vinnu. Einnig finnst mér við íslendingar ekki nógu duglegir að verða okkur úti um líffæragjafakort. Þar komum við líka að líffæragjafalögunum. Þeim þarf að breyta á einhvern hátt. Hvað varðar félagið mitt sem slíkt er stefnan að gera okkur sýnilegri en við erum í dag. Samstarf við starfsfólk nýrnadeildar er mjög gott en bet- ur má ef duga skal. Við erum að fara af stað með ákveðið samstarfsverkefni með haustinu sem verð- ur án efa mjög skemmtilegt. Stjórnin vinnur í nánu sambandið við félagsmenn. Stofnaðir hafa verið starfshópar sem vinna að hinum ýmsu málefnum," segir Guðný Þóra og er Ijóst að ekki skortir verk- efnin hjá henni og félaginu.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.