Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 25
ÖBÍ áfram I 25
Reykjalundur. Á ári hverju sækja þangað um 1.100 manns í meðferð og 2.500 Endurhæfing nær til fjöimargra þátta, svo sem iðjuþjálfunar, eins og býðst á
koma á göngudeild, það er í forskoðun, eftirfylgd eða til að sækja ráð hjá því Reykjalundi.
fagfólki sem hjá stofnuninni starfar.
Líkamsrækt hverskonar er veigamikill þáttur í þjálfun
á Reykjalundi. „Engin forvörn er betri en öflug hreyf-
ing í svo sem hálftíma á dag," segir lækningaforstjór-
inn.
á heilbrigðan lífsstíl; hreyfa sig, borða hollan mat
og svo framvegis. Auðvitað beitum við líka klassísk-
um læknisfræðilegum úrræðum eins og lyfjagjöf og
slíku, en áhugahvötin og það að fólk sé sjálft virkt í
sinni meðferð er þýðingarmikið. Við erum að hluta
til ábyrg fyrir eigin heilsu."
Virkur biðlisti
í dag bíða um 1.100 manns eftir meðferð á
Reykjalundi „Við stefnum að því að biðin sé að
jafnaði ekki lengri en þrír mánuðir. Lögð er áhersla
á að biðlistinn sé virkur; Einnig er lögð rík áhersla
á við fólk að það viðhaldi þeim árangri sem náðst
hefur í endurhæfingunni og fylgi þeim ráðlegging-
um sem það fær við útskrift. Fólk getur ekki gert
ráð fyrir að koma aftur á Reykjalund að ári. Eng-
inn kemur í meðferð hingað nema með beiðni frá
lækni og þær eru jafnan fleiri en við ráðum við,“
segir Hjördís en það fylgir starfi hennar sem lækn-
ingaforstjóra að fara yfir allar beiðnir sem berast.
Þannig er mat lagt á mál og hvort þær áherslur
sem fylgt er í meðferðarstarfinu á Reykjalundi hæfi
viðkomandi.
„Ég fer yfir beiðnirnar og met á hvaða meðferð-
arsviði beiðnin á heima. Gjarnan er fólk kallað í for-
skoðun og líkamlegt og andlegt ástand þess met-
ið. Stundum leiðir skoðunin í Ijós að önnur úrræði
en hér bjóðast henti betur. Ef sjúklingurinn kemur
til endurhæfingar á Reykjalund er sett upp með-
ferðaráætlun fyrir hann. Það gerir meðferðarteymið
en í því starfa meðal annars yfirlæknir, sjúkraþjálf-
ari, sálfræðingur, félagsráðgjafi, íþróttafræðingur,
iðjuþjálfi og hjúkrunarfræðingur."
Ofurkröfur og öngstræti
Streita, álag og miklar kröfur eru fylgifiskar nútíma-
samfélags og mörgum er þessi pakki um megn.
Þess sést stað í talsverðum mæli í heilbrigðiskerf-
inu og margir leita ásjár þess eftir að ofurkröfur nú-
tímans hafa til dæmis leitt til veikinda og þess að
fólk þrýtur öreindið. Má í þessu sambandi nefna
fólk sem kemur á Reykjalund vegna hjartasjúk-
dóma og margskonar verkja.
„Margir sem hingað koma glíma við andlega
erfiðleika tengda sínum líkamlega sjúkdómi, enda
verður þetta tvennt ekki sundur skilið. Stór hluti
okkar skjólstæðinga er fólk sem á við að stríða
margþættan vanda," segir Hjördís Jónsdóttir. Hún
bendir á að á verkjasviði Reykjalundar, þar sem
rúmlega 160 sjúklingar lögðust inn á síðasta ári, sé
ungt fólk áberandi og það sé oft með verki dreifða
um allan líkamann. Erfiðleikar í lífsbaráttunni geti
þar oft verið meðvirkandi orsök.
„Margt af því fólki sem hingað kemur í meðferð
er illa statt fjárhagslega og slíku öngstræti geta
fylgt vöðvaverkir og margvíslegir stoðkerfisverk-
ir sem í framhaldinu geta leitt til andlegs og lík-
amlegs niðurbrots. í framhaldinu lendir fólk gjarnan
á örorkubótum og fer ekki aftur út í atvinnulífið Ör-
orkubætur eru lágar og í flestum tilvikum ávísun á
fátækt."
Eiga stuðning vísan
Hvarvetna á Vesturlöndum, svo sem meðal end-
urhæfingarlækna, er horft til þeirra meginstefnu
að réttur fatlaðra eigi að vera hinn sami og annara
þegna þjóðfélagsins. Öll meðferð og endurhæfing
tekur mið af þessu og þá er horft á sterku hliðar
hvers og eins - fremur en veikleikana. „Endurhæf-
ing inni á stofnun tekur aðeins skamman tíma og
því þarf fólk að eiga stuðning vísan þegar það
heldur út í samfélagið aftur. Með þetta í huga þarf
fólk til dæmis að eiga betri aðgengi í heilsugæsl-
unni að félagsráðgjöf, sálfræðiþjónustu og iðju-
þjálfun. í dag hefur fólk nokkuð greiðan aðgang að
sjúkraþjálfun sem er niðurgreidd af almannatrygg-
ingum. Það gildir hins vegar ekki um þjónustu
hinna stéttanna sem ég nefndi og raunar hamlar
greiðslukerfi dagsins í dag að hægt sé að veita
fólki þá heildstæðu meðferð sem þörf er á,“ segir
Hjördís.
Sem kunnugt er, er um þessar mundir unnið að
endurskoðun á fyrirkomulagi almannatrygginga og
nú er unnið að frekari útfærslu á þeim tillögum sem
nefnd á vegum forsætisráðherra kynnti ekki alls
fyrir löngu. Rauði þráðurinn í tillögum nefndarinn-
ar er sá að við örorkumat og endurhæfingu skuli
að öðru jöfnu horft til styrks fremur en vanmáttar
hvers einstaklings. Er þar átt við að einstaklingur
verður í framtíðinni væntanlega sagður hafa hálfa
starfsgetu í stað þess að vera flokkaður 50% ör-
yrki. í núgildandi örorkumati almannatrygginga gef-
ur 75% örorka tiltekin réttindi, sem eru hins vegar
mun minni sé fólk metið með lægra örorkustig.
„Ef fólk er ekki á vinnumarkaði um lengi tíma
vegna veikinda getur orðið erfitt að komast þang-
að aftur,“ segir Hjördís. „Hvað varðar starfsendur-
hæfingu skiptir miklu að grípa fljótt inn í málin,
helst innan þriggja mánaða. Fá til dæmis félags-
ráðgjafa til að fara yfir mál skjólstæðings, hvetja
fólk til að reyna sig í nýjum störfum og svo fram-
vegis. Auðveldara hefur reynst að koma fólki með
skerta starfshæfni í vinnu á þenslutímum en á tím-
um atvinnuleysis."
Engin forvörn betri
í dag er gjarnan sagt að fólk verði og eigi að axla
ábyrgð á eigin heilsu. Hjördís segir að þetta sé ekki
endilega til marks um aukna einstaklingshyggju
í samfélaginu; að við eigum ekki að gæta bróður
okkar. Fyrst og síðast séu þessi orð almenn hvatn-
ing til okkar allra um að lifa heilsusamlegu lífi; borða
hollan mat og gæta hófs, reykja ekki, stunda hreyf-
ingu og svo framvegis.
„Fyrr á tíð tíðkaðist að fólk lagðist á bekkinn
hjá lækninum til að fá allra sinna meina bót. í dag
eru vilji og viðhorf samfélagsins þau að við verð-
um sjálf að gera eitthvað í okkar málum því stór
hluti sjúkdóma, til dæmis af völdum offitu, tengjast
óhollu matarræði. Hvað til dæmis hjartasjúkdóma
áhrærir er engin forvörn betri en öflug hreyfing í
svo sem hálftíma á dag. Það skiptir því öllu að fólk
beri ábyrgð á eigin heilsu - enda þótt almennt ríki
sátt um að fólk fái góðan og greiðan aðgang að
fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu ef eitthvað bregð-
ur út af.“