Fréttablaðið - 26.05.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 1 9 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 6 . M A Í 2 0 2 0
Škoda Kodiaq
Fjórhjóladrifinn, fæst sjö manna
og einkar vel útbúinn.
Verð frá 6.500.000 kr.HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · hekla.is/skodasalur
Húsnæði Almannavarna við Skógarhlíð var opnað á ný með formlegum hætti í gær með lækkun almannavarnastigs úr neyðarstigi niður í hættustig. Fulltrúar þeirra sem nota húsnæðið
sáu um að klippa á borðana. Þríeykið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fylgdist með. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
SAMFÉLAG „Stór hópur ungmenna
sem voru hætt í neyslu féll í COVID-
faraldrinum og er aftur kominn í
neyslu,“ segir Berglind Gunnars-
dóttir, framkvæmdastjóri Foreldra-
húss. „Þetta er mjög viðkvæmur
hópur sem þolir illa að vera ekki í
rútínu og fá ekki stuðning.“
Erfitt er að henda reiður á því
hversu stór hópur hefur snúið aftur
í neyslu. Foreldrahús lokaði húsa-
kynnum sínum í mars og fóru viðtöl
þá fram í gegnum fjarfundabúnað,
eftir opnun í byrjun maí hefur verið
mikil ásókn í úrræðið.
„Krakkar sem eru í neyslu láta
ekki neinn faraldur trufla sig. Þetta
er hópur sem var tæpur fyrir. Það
var erfitt að halda þeim í skóla, þau
máttu ekki við þessu,“ segir Berg-
lind. „Þetta var eins og dyrnar hefðu
galopnast inn í vitleysuna. Til þessa
hefur tekist að halda þeim frá.“
Um er að ræða ungmenni allt frá
12 ára aldri og yfir tvítugt. „Tíma-
bilið frá 18 til 22 ára er mjög erfiður
aldur. Þau eru orðin lögráða og því
eru ekki úrræði fyrir börn í boði. Þá
halda þau gjarnan að það sé hægt að
djamma út í hið óendanlega,“ segir
Berglind. „Samskiptin á heimilinu
hafa oft ekki bætt úr skák, vanda-
mál sem voru fyrir hafa vaxið sem
hefur ýtt börnunum frá heimilinu
og þau þá leitað í neyslu.“
Hún hvetur foreldra ungmenna í
vanda til að leita sér ráðgjafar, um
sé að ræða afturkipp sem hægt sé að
vinda ofan af.
Valgerður Rúnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ,
segir of snemmt að segja til um
hversu stór hópur hafi leitað aftur
í neyslu í faraldrinum.
„Af þeim sem hafa komið inn eftir
faraldurinn þá er augljóst að þessi
umhverfisáhrif hafa gert hluti verri
fyrir þá,“ segir Valgerður. – ab
Stór hópur sneri aftur í neyslu
Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir að stór hópur ungmenna sem hætt höfðu fíniefnaneyslu hafi
snúið aftur á verri braut í COVID-19 faraldrinum. Hægt er að vinda ofan af vandanum með ráðgjöf.
Þetta var eins og
dyrnar hefðu
galopnast inn í vitleysuna.
Berglind Gunnars-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Foreldrahúss
VINNUMARKAÐUR Kulnun í starfi
er ekki sjúkdómur heldur fyrir-
bæri sem stafar af aðstæðum í
vinnu. Þetta kemur fram í erindi
sem Christina Maslach, prófessor
við Berkley-háskóla, heldur í dag á
fundi VIRK, Embættis landlæknis
og Vinnueftirlitsins um kulnun.
Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræð-
ingur hjá VIRK, segir að líklega
séu færri með kulnun en haldið
hefur verið, margir séu þó með ein-
kenni kulnunar. „Við höfum verið
að benda á það að margir sem telja
sig vera með kulnun eru það ekki
heldur búa við of mikið álag, kuln-
un er næsta stig. Það er mikið álag
á Íslandi en álag og kulnun er ekki
það sama, kulnun er mjög alvarlegt
ástand,“ segir Linda Bára.
– bdj / sjá síðu 4
Kulnun ekki
sjúkdómur