Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2020, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 26.05.2020, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 1 9 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Škoda Kodiaq Fjórhjóladrifinn, fæst sjö manna og einkar vel útbúinn. Verð frá 6.500.000 kr.HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · hekla.is/skodasalur Húsnæði Almannavarna við Skógarhlíð var opnað á ný með formlegum hætti í gær með lækkun almannavarnastigs úr neyðarstigi niður í hættustig. Fulltrúar þeirra sem nota húsnæðið sáu um að klippa á borðana. Þríeykið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fylgdist með. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMFÉLAG „Stór hópur ungmenna sem voru hætt í neyslu féll í COVID- faraldrinum og er aftur kominn í neyslu,“ segir Berglind Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri Foreldra- húss. „Þetta er mjög viðkvæmur hópur sem þolir illa að vera ekki í rútínu og fá ekki stuðning.“ Erfitt er að henda reiður á því hversu stór hópur hefur snúið aftur í neyslu. Foreldrahús lokaði húsa- kynnum sínum í mars og fóru viðtöl þá fram í gegnum fjarfundabúnað, eftir opnun í byrjun maí hefur verið mikil ásókn í úrræðið. „Krakkar sem eru í neyslu láta ekki neinn faraldur trufla sig. Þetta er hópur sem var tæpur fyrir. Það var erfitt að halda þeim í skóla, þau máttu ekki við þessu,“ segir Berg- lind. „Þetta var eins og dyrnar hefðu galopnast inn í vitleysuna. Til þessa hefur tekist að halda þeim frá.“ Um er að ræða ungmenni allt frá 12 ára aldri og yfir tvítugt. „Tíma- bilið frá 18 til 22 ára er mjög erfiður aldur. Þau eru orðin lögráða og því eru ekki úrræði fyrir börn í boði. Þá halda þau gjarnan að það sé hægt að djamma út í hið óendanlega,“ segir Berglind. „Samskiptin á heimilinu hafa oft ekki bætt úr skák, vanda- mál sem voru fyrir hafa vaxið sem hefur ýtt börnunum frá heimilinu og þau þá leitað í neyslu.“ Hún hvetur foreldra ungmenna í vanda til að leita sér ráðgjafar, um sé að ræða afturkipp sem hægt sé að vinda ofan af. Valgerður Rúnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segir of snemmt að segja til um hversu stór hópur hafi leitað aftur í neyslu í faraldrinum. „Af þeim sem hafa komið inn eftir faraldurinn þá er augljóst að þessi umhverfisáhrif hafa gert hluti verri fyrir þá,“ segir Valgerður. – ab Stór hópur sneri aftur í neyslu Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir að stór hópur ungmenna sem hætt höfðu fíniefnaneyslu hafi snúið aftur á verri braut í COVID-19 faraldrinum. Hægt er að vinda ofan af vandanum með ráðgjöf. Þetta var eins og dyrnar hefðu galopnast inn í vitleysuna. Berglind Gunnars- dóttir, fram- kvæmdastjóri Foreldrahúss VINNUMARKAÐUR Kulnun í starfi er ekki sjúkdómur heldur fyrir- bæri sem stafar af aðstæðum í vinnu. Þetta kemur fram í erindi sem Christina Maslach, prófessor við Berkley-háskóla, heldur í dag á fundi VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins um kulnun. Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræð- ingur hjá VIRK, segir að líklega séu færri með kulnun en haldið hefur verið, margir séu þó með ein- kenni kulnunar. „Við höfum verið að benda á það að margir sem telja sig vera með kulnun eru það ekki heldur búa við of mikið álag, kuln- un er næsta stig. Það er mikið álag á Íslandi en álag og kulnun er ekki það sama, kulnun er mjög alvarlegt ástand,“ segir Linda Bára. – bdj / sjá síðu 4 Kulnun ekki sjúkdómur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.