Fréttablaðið - 26.05.2020, Page 8
SUÐURNES Forstjóri Skipulagsstofn-
unar vill ekki taka afstöðu til orða
Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur
iðnaðarráðherra um umhverfismat
stofnunarinnar um Suðurnesjalínu
2. Ráðherrann sagði kost Skipulags-
stofnunar um jarðstreng meðfram
Reykjanesbraut fara gegn stefnu
stjórnvalda.
Þórdís sagði að aðalvalkostur
Landsnets, sem yrði að meginhluta
loftlína, samræmdist stefnu stjórn-
valda vel en Skipulagsstofnun taldi
þann kost sístan. Kostur Landsnets
er ódýrastur og myndi kosta 2,3
milljarða en jarðstrengur sem stofn-
unin vill myndi kosta 4,3 milljarða.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, for-
stjóri Skipulagsstofnunar, segist
ekki vilja tjá sig um orð ráðherr-
ans og segir umhverfismatið tala
fyrir sig. Í stefnu stjórnvalda um
lagningu raf lína er meginreglan
sú að notast sé við loftlínur þegar
raflínur í meginflutningskerfi eru
lagðar og að ódýrasti kosturinn sé
valinn. Viss viðmið réttlæta þó að
dýrari kostur sé valinn.
„Þessi viðmið eru að línuleið sé
við f lugvöll eða innan þéttbýlis,
friðlands eða þjóðgarðs. Þótt þessi
skilyrði eigi í dag strangt til tekið
ekki við á framkvæmdasvæði
Suðurnesjalínu 2 nema að tak-
mörkuðu leyti, eru þetta þó allt
atriði sem Skipulagsstofnun telur
að vegi þungt,“ segir í umhverfis-
matinu. Það tekur mið af vaxandi
uppbyggingu í Vogum og þá segir
að línan sé fyrirhuguð um svæði þar
sem stjórnvöld hafa til athugunar
að byggja upp flugvöll.
Ráðherrann benti á að hug-
myndum um mögulegan f lugvöll
í Hvassahrauni væri gefið mikið
vægi í matinu og sagði að ekki væri
byrjað að ræða slíkt af alvöru. Hún
sagði óvíst að hugmyndin um flug-
völl yrði að veruleika á næstu árum
eða áratugum. Einnig vakti hún
athygli á því að Umhverfisstofnun
hefði komist að því að lagning jarð-
strengja á svæðinu væri slæmur
kostur vegna neikvæðra áhrifa á
jarðmyndir sem njóti sérstakrar
verndar. Skipulagsstofnun telur
ekki grundvallarmun á því jarð-
raski sem loftlínan eða jarðstrengur
hefðu í för með sér.
„Það er þannig ekki farið gegn
stefnu stjórnvalda í matinu,“
segir Ásdís. Hún vísar því á bug
að mögulegum f lugvelli í Hvass-
ahrauni sé gefið of mikið vægi.
„Það er í undirbúningi og skoðun
á vegum stjórnvalda hvort eigi að
byggja f lugvöll í Hvassahrauni. Og
það er vissulega langtímaplan en
það er líka langtímaplan að byggja
innviði eins og raforkuf lutnings-
kerfi. Þannig að það væri ábyrgðar-
laust að taka ekki tillit til þessara
hugmynda.“
ottar@frettabladid.is
Ábyrgðarlaust að taka
ekki tillit til flugvallar
Formaður Skipulagsstofnunar vill ekki taka afstöðu til orða ráðherra um
umhverfismat fyrir Suðurnesjalínu 2. Hún segir matið í samræmi við stefnu
stjórnvalda og eðlilegt að taka tillit til mögulegs flugvallar í Hvassahrauni.
Landsvirkjun vill loftlínu meðfram Suðurnesjalínu 1. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hlíðasmári 6. Sími: 510 7900.
www.fastlind.is · www.nyjaribudir.is
Hannes
Steindórsson
Lögg. fasteignasali
699 5008
hannes@fastlind.is
Nánari upplýsingar:
OPIÐ
HÚS
www.102hlidarendi.is
Eitt vandaðasta hús
höfuðborgarsvæðisins
Opið hús að Valshlíð 16, Arnarhlíð 2 og Smyrilshlíð Hlíðarenda,
þriðjudaginn 26.maí frá kl 17:30-18:00. Aðkoma hjá Valsheimilinu.
75-114m2 tveggja og þriggja herbergja íbúðir
Verð frá 49.900.000 – 75.000.000 kr.
Bílastæði fylgir öllum íbúðum, Aukin lofthæð, 280 cm, gólfsíðir
gluggar. Rafmagnstæki frá frá Miele.
Quartzborðplötur í eldhúsi og á baði. Einstakur garður.
Orkan býður lítrann á lægsta
verðinu í öllum landshlutum
— án allra skilyrða.
LÆGSTA
VERÐIÐ
Í ÖLLUM
LANDS-
HLUTUM
2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð