Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 8
SUÐURNES Forstjóri Skipulagsstofn- unar vill ekki taka afstöðu til orða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur iðnaðarráðherra um umhverfismat stofnunarinnar um Suðurnesjalínu 2. Ráðherrann sagði kost Skipulags- stofnunar um jarðstreng meðfram Reykjanesbraut fara gegn stefnu stjórnvalda. Þórdís sagði að aðalvalkostur Landsnets, sem yrði að meginhluta loftlína, samræmdist stefnu stjórn- valda vel en Skipulagsstofnun taldi þann kost sístan. Kostur Landsnets er ódýrastur og myndi kosta 2,3 milljarða en jarðstrengur sem stofn- unin vill myndi kosta 4,3 milljarða. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, for- stjóri Skipulagsstofnunar, segist ekki vilja tjá sig um orð ráðherr- ans og segir umhverfismatið tala fyrir sig. Í stefnu stjórnvalda um lagningu raf lína er meginreglan sú að notast sé við loftlínur þegar raflínur í meginflutningskerfi eru lagðar og að ódýrasti kosturinn sé valinn. Viss viðmið réttlæta þó að dýrari kostur sé valinn. „Þessi viðmið eru að línuleið sé við f lugvöll eða innan þéttbýlis, friðlands eða þjóðgarðs. Þótt þessi skilyrði eigi í dag strangt til tekið ekki við á framkvæmdasvæði Suðurnesjalínu 2 nema að tak- mörkuðu leyti, eru þetta þó allt atriði sem Skipulagsstofnun telur að vegi þungt,“ segir í umhverfis- matinu. Það tekur mið af vaxandi uppbyggingu í Vogum og þá segir að línan sé fyrirhuguð um svæði þar sem stjórnvöld hafa til athugunar að byggja upp flugvöll. Ráðherrann benti á að hug- myndum um mögulegan f lugvöll í Hvassahrauni væri gefið mikið vægi í matinu og sagði að ekki væri byrjað að ræða slíkt af alvöru. Hún sagði óvíst að hugmyndin um flug- völl yrði að veruleika á næstu árum eða áratugum. Einnig vakti hún athygli á því að Umhverfisstofnun hefði komist að því að lagning jarð- strengja á svæðinu væri slæmur kostur vegna neikvæðra áhrifa á jarðmyndir sem njóti sérstakrar verndar. Skipulagsstofnun telur ekki grundvallarmun á því jarð- raski sem loftlínan eða jarðstrengur hefðu í för með sér. „Það er þannig ekki farið gegn stefnu stjórnvalda í matinu,“ segir Ásdís. Hún vísar því á bug að mögulegum f lugvelli í Hvass- ahrauni sé gefið of mikið vægi. „Það er í undirbúningi og skoðun á vegum stjórnvalda hvort eigi að byggja f lugvöll í Hvassahrauni. Og það er vissulega langtímaplan en það er líka langtímaplan að byggja innviði eins og raforkuf lutnings- kerfi. Þannig að það væri ábyrgðar- laust að taka ekki tillit til þessara hugmynda.“ ottar@frettabladid.is Ábyrgðarlaust að taka ekki tillit til flugvallar Formaður Skipulagsstofnunar vill ekki taka afstöðu til orða ráðherra um umhverfismat fyrir Suðurnesjalínu 2. Hún segir matið í samræmi við stefnu stjórnvalda og eðlilegt að taka tillit til mögulegs flugvallar í Hvassahrauni. Landsvirkjun vill loftlínu meðfram Suðurnesjalínu 1. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hlíðasmári 6. Sími: 510 7900. www.fastlind.is · www.nyjaribudir.is Hannes Steindórsson Lögg. fasteignasali 699 5008 hannes@fastlind.is Nánari upplýsingar: OPIÐ HÚS www.102hlidarendi.is Eitt vandaðasta hús höfuðborgarsvæðisins Opið hús að Valshlíð 16, Arnarhlíð 2 og Smyrilshlíð Hlíðarenda, þriðjudaginn 26.maí frá kl 17:30-18:00. Aðkoma hjá Valsheimilinu. 75-114m2 tveggja og þriggja herbergja íbúðir Verð frá 49.900.000 – 75.000.000 kr. Bílastæði fylgir öllum íbúðum, Aukin lofthæð, 280 cm, gólfsíðir gluggar. Rafmagnstæki frá frá Miele. Quartzborðplötur í eldhúsi og á baði. Einstakur garður. Orkan býður lítrann á lægsta verðinu í öllum landshlutum — án allra skilyrða. LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDS- HLUTUM 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.