Fréttablaðið - 26.05.2020, Side 10

Fréttablaðið - 26.05.2020, Side 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Grundvöllur þess að vísindin og þekkingin nýtist á krísutímum er að vel sé hlúð að starfsum- hverfi vís- indafólks á öllum tímum. Sérnám sjúkraliða er því vel hægt að byggja á þeim grunni sem nú þegar er til staðar og er kennd í hjúkrunar- fræði. Summit® kolagrill 61cm Verð: 338.600 kr. Tilboð:275.000 kr. Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands Sjúkraliðar glöddust þegar Lilja D. Alfreðsdótt­ir menntamálaráðherra lýsti yfir á Alþingi fyrir skömmu að það væri „algerlega stefnt að því að í haust verði í boði fagháskólanám fyrir sjúkraliða“. Þetta eru tímamót í sögu stéttarinnar, og langþráð viðurkenning á mikilvægi hennar. Lilja á hrós skilið fyrir drift sína í málinu. Strax í haust Við sjúkraliðar höfum barist fyrir að opnuð verði námsleið á háskólastigi sem lýkur með diplóma­ gráðu í sjúkraliðun. Við höfum ekki átt kost á framhaldsnámi eftir að lokað var fyrir sérnám sjúkraliða við Fjölbrautaskólann í Ármúla árið 2017. Innan stéttarinnar hefur skapast vaxandi óþol vegna þessa. Það er því mjög mikilvægt að ríkisstjórnin standi við fyrirheitin um að náms­ leiðin verði opnuð strax í haust. Fjarnám við HA Námsleið í sjúkraliðun er ætlaður staður innan Háskólans á Akureyri, þar sem námið verður í fjarkennslu. Fyrir sjúkraliða er fjarnám mjög mikilvægt því það gefur þeim aukna möguleika á ástundun námsins samhliða vinnu. Háskólinn á Akureyri er í fremstu röð hvað fjarmenntun varðar og býr að mjög góðri námsleið í hjúkrunar­ fræði. Sérnám sjúkraliða er því vel hægt að byggja á þeim grunni sem nú þegar er til staðar og er kennd í hjúkrunarfræði. Samstarf er brýnt Það eru ánægjuleg tíðindi að heyra Lilju ráð­ herra segja á Alþingi að það væri „mikill vilji í mínu ráðuneyti og hjá Háskólanum á Akureyri að sjúkraliðar geti hafið fagháskólanám í haust.“ Tíminn er naumur. Til að það takist þurfa allir að vinna saman. Með markvissu samstarfi um útfærslu námsins verður þessi langþráði draumur okkar sjúkraliða loksins að veruleika – strax í haust! Flott hjá ríkisstjórninni Stjórnmálamönnum víða um heim hefur orðið tíðrætt um mikilvægi vísinda og rannsókna nú í tengslum við heimsfar­aldurinn. Þetta á ekki síst við hér á landi þar sem góður árangur í baráttunni við veiruna byggir á því að ráðum vísinda­ fólks var fylgt frá upphafi. Þessi aukna áhersla á vísindi er auðvitað ánægjuleg en um leið kannski áminning um að í þessum efnum þurfi að gera betur. Samkvæmt stefnu Vísinda­ og tækniráðs á hlut­ fall landsframleiðslu sem nýtt er til fjárfestingar í rannsóknir og þróun að hafa náð þremur pró­ sentum fyrir 2024. Ráðið, sem lýtur formennsku forsætisráðherra, hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækni­ þróun. Nýjustu tölur um þetta hlutfall, sem eru frá 2018, sýna að Ísland á töluvert í land með að ná þeim markmiðum. Fjárfestingin 2018 nam 2,02 prósentum af landsframleiðslu. Til samanburðar var meðaltal OECD­ríkjanna 2,4 prósent. Hið opinbera stóð undir fjárfestingum sem námu 0,72 prósentum af landsframleiðslu en einkaaðilar 1,3 prósentum. Ef notast er við þau viðmið sem Evrópusambandið hefur sett ætti hlutur hins opinbera að vera eitt prósent en einkaaðila tvö prósent. Hér þurfa því bæði opin­ berir aðilar og einkageirinn að taka við sér. Í síðustu viku var kynnt Markáætlun á sviði vís­ inda, tækni og nýsköpunar. Þar verður lögð áhersla á þrjú meginviðfangsefni sem allt eru stórar sam­ félagslegar áskoranir; umhverfismál, heilbrigðis­ vísindi og fjórðu iðnbyltinguna. Veittir verða styrkir til rannsóknarverkefna á þessum sviðum og er sérstaklega hvatt til þverfaglegs samstarfs. Meðal efnahagsaðgerða stjórnvalda sem kynntar hafa verið til sögunnar að undanförnu eru auknar fjárfestingar til rannsókna og nýsköpunar. Þannig verða fjárveitingar í opinbera rannsókna­ sjóði auknar tímabundið sem og endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja. Þarna eru stigin jákvæð skref í eflingu vísinda­ og rannsóknastarfs og ekki veitir af. Ítrekað hefur verið bent á þá staðreynd að hlutfall styrkveitinga úr þeim opinberu sjóðum sem sinna grunnrann­ sóknum hafi farið lækkandi undanfarin ár. Þannig voru aðeins 14 prósent umsókna styrkt í síðustu úthlutun Rannsóknasjóðs og hefur það hlutfall ekki verið lægra síðan skömmu eftir hrun. Fjár­ veitingar til sjóðanna hafa ekki haldið í við launa­ vísitölu og raunar hefur við fjárlagagerð síðustu tveggja ára þurft að berjast gegn niðurskurði. Vel færi á því að fjárfestingar til rannsókna og þróunar yrðu auknar varanlega. Grundvöllur þess að vísindin og þekkingin nýtist á krísutímum er að vel sé hlúð að starfsumhverfi vísindafólks á öllum tímum. Slíkar fjárfestingar skila sér til framtíðar og geta stuðlað að fjölbreyttara og öflugra hag­ kerfi. Eflum vísindin Hvar var Frosti? Sjónvarpsþættirnir um þríeykið enduðu á væmnum nótum í gær, engir eldspúandi drekar eða dramatískar af hjúpanir. Þess í stað var endað á samsöng á lag- inu Góða ferð, lagi sem hlýtur að verða kallað Kórónuveiru- lagið. Þríeykið þarf nú að hlaða batteríin en eftir það standa allar dyr opnar. Forsetaframboð er af dagskrá næstu fjögur árin, en það er ekki svo langt í næstu þingkosningar. Ráðherrar fengu loks að koma fram með þríeyk- inu, þá glitti í marga sem hafa látið að sér kveða í umræðunni. Frosti Sigurjónsson mætti hins vegar ekki af einhverjum ástæðum. Stoppa – hugsa – athuga Ríkisstofnanir eru alls staðar og það getur verið erfitt að meta hvort þörf er fyrir þær eða ekki. Til þess þarf að stoppa, hugsa og athuga. Hvers vegna er stofnunin til? Stundum er fyrir- bærið aðeins til að tilstuðlan innleiðinga EES-reglna en gæti í raun verið skúffa inni í stærri stofnun. Svo er starfsfólk sem vinnur við að rökstyðja tilvist eigin starfs. Er hún atvinnu- bótavinna fyrir lögmenn? Stundum eru starfsmenn ekki ráðnir vegna reynslu. Finnur þú fyrir ógleði við að taka netpróf sem stofnunin útbýr? Ekki taka þau þá. Fleiri ráð má finna á fjol- midlanefnd.is/stoppa-hugsa- athuga. arib@frettabladid.is 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.